Bændablaðið - 14.01.2021, Qupperneq 54

Bændablaðið - 14.01.2021, Qupperneq 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 202154 S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta www.velavit.is Erum með varahluti og þjónustu fyrir allar JCB vélar S: 527 2600 Við hjá Eco&LawConsult ehf. óskum viðskiptavinum okkar Gleðilegs nýs árs. Bjóðum LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ OG FJÁRMÁLA- RÁÐGJÖF fyrir einstaklinga og fyrirtæki, fjárhagslega endurskipulagninu fyrirtækja í kjölfar COVID og gerð skattframtala. Viðtöl samkvæmt tímapöntun í Reykjavík, Selfossi fyrir Sunnlendinga og á Ísafirði fyrir Vestfirðinga. Eco&LawConsult ehf. Hátúni 6a, 105 Reykjavík. Sími 777-5729 og 780-2728. Netfang: law@ecolawconsult.com Steffen Möller hagfræðingur og Þuríður Halldórsdóttir lögmaður Örugg og þægileg Götuskráð fyrir 15 ára og eldri Eru fáanleg í 3 litum Helluhraun 4 Hafnarfirði s. 565-2727 & 892-7502 HECHT rafmagns fjórhjól Falleg þriggja herbergja 73 fm íbúð með sérinngangi á 1. hæð í þríbýli. Eignin leigist með öllum húsgögnum og húsbúnaði. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, tvö svefnherbergi (bæði með tvíbreiðum rúmum) stofu, eldhús, baðherbergi. Í eldhúsi fylgja eldhúsáhöld og uppþvottavél. Í þvottahúsi er þvottavél og þurrkari. Eignin er laus til 1. febrúar n.k. Langtímaleiga í boði. Frábær staðsetning - stutt í helstu stofnæðar, strætó, verslanir, kaffihús, veitingastaði og sund. Til leigu í hjarta Hafnarfjarðar Allar nánari upplýsingar veitir Gyða Gerðarsdóttir, lögg. fasteignasali & leigumiðlari í s. 695-1095 / 414-6600 og á gyda@nyttheimili.is Mývatnssveit: Hótel Gígur verður starfsstöð Vatnajökuls þjóðgarðs Ríkissjóður hefur gengið frá kaupum á fasteigninni Hótel Gíg á Skútustöðum í Mývatnssveit. Með því er fengin niðurstaða um framtíðaraðstöðu fyrir meginstarfsstöð Vatnajökuls­ þjóðgarðs á NA landi og starfs­ aðstöðu annarra stofnana umhverfis­ og auðlinda ráðu­ neytisins í Mývatnssveit, sem eru Umhverfisstofnun, Land græðslan og Rannsóknastöðin við Mývatn. Undirbúningur þessa hefur staðið um hríð, meðal annars í nánu samstarfi við sveitarfélagið Skútustaðahrepp. Það var niðurstaðan að kaup á eldra húsnæði og endurbætur þess væri hagstæður kostur fyrir ríkissjóð og skapaði fjölmörg tækifæri í Mývatnssveit. Þetta hús, sem áður hýsti Skútustaðaskóla, stendur á einstökum útsýnisstað við Mývatn. Byggingin hentar vel sem ein af meginstarfsstöðvum Vatnajökulsþjóðgarðs og Hálendis­ þjóðgarðs, verði frumvarp um hann að lögum. Gestastofu og sýningum í tengslum við þjóðgarðinn og verndarsvæði Mývatns og Laxár er þannig fundinn varanlegur staður í Mývatnssveit, segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Nokkrar stofnanir sameinaðar á einum stað Í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er kveðið á um lögbundin áform ríkisins um að halda úti sex meginstarfsstöðvum þjóðgarðsins sem mynda þjónustunet. Þegar hafa meginstarfsstöðvar í Ásbyrgi, Skaftafelli, á Skriðuklaustri og Hornafirði verið settar á laggirnar og bygging meginstarfsstöðvar á Kirkjubæjarklaustri er hafin. Með kaupum á húsnæðinu í Mývatnssveit er því búið að fullnusta uppbyggingu þessa miki lvæga þjónustunets Vatnajökulsþjóðgarðs. Með kaupunum nú gefst jafn­ framt tækifæri til að sameina á einum stað starfsemi nokkurra af helstu stofnunum ríkisins á svæðinu og er gert ráð fyrir að Umhverfisstofnun, Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn og Landgræðslan hafi starfsstöðvar í húsnæðinu, auk Vatna jökulsþjóðgarðs. Þá hefur Skútustaðahreppur áform um að nýta hluta af húsnæðinu undir atvinnuskapandi nýsköpun og þekkingarsetur. Einnig gefst möguleiki á að útbúa þar starfs­ aðstöðu fyrir opinber störf án stað­ setningar, t.d. á vegum annarra stofnana ríkisins, háskóla og rannsóknaraðila. Umhverfis­ og auðlinda­ ráðu neytið mun á næstu vikum hefja vinnu við skipulagningu á nýtingu húsnæðisins í samvinnu hlutaðeigandi aðila. Þar gerir ráðuneytið ráð fyrir að nýta, til endurbóta á húsnæðinu og til að standa fyrir nauðsynlegum aðlögunum og breytingum, fjármuni sem ráðstafað var til þessa af framlögum til atvinnusköpunar vegna COVID­19. Stór og mikilvæg skref í byggðaþróun „Með kaupum á gamla skólanum á Skútustöðum gefst einstakt tækifæri til þess að aðlaga og endurnýta húsnæði sem fyrir er á besta stað á bakka Mývatns undir gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs og fyrir verndarsvæði Mývatns og Laxár. Þar sem rýmið er nægt skapast heilmikil tækifæri í því að sameina á einum stað starfsaðstöðu nokkurra stofnana og skapa nýsköpunarumhverfi með sveitarfélaginu, allt í einum suðupotti hugmynda. Við horfum líka til þess að aðstaðan geti jafnframt nýst öðrum opinberum starfsmönnum sem kjósa að búa í Mývatnssveit sem getur eflt byggð í Skútustaðahreppi. Þannig höfum við á þessu kjörtímabili lokið fjármögnun við gestastofur á Hellissandi og Kirkjubæjarklaustri og hafið þær framkvæmdir, og svo nú komið gestastofu í Mývatnssveit í góðan farveg líka. Þetta eru stór og mikilvæg skref í náttúruvernd og byggðaþróun,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis­ og auðlindaráðherra /MÞÞ Með kaupum á gamla skólanum á Skútustöðum gefst einstakt tækifæri til þess að aðlaga og endurnýta húsnæði sem fyrir er á besta stað á bakka Mývatns undir gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs og fyrir verndarsvæði Mývatns og Laxár, segir umhverfis- og auðlindaráðherra. Mynd / Hugi Ólafsson Bænda 28. janúar

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.