Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 202144 Kölkun – mikilvæg en að mörgu að hyggja Ef hækka þarf sýrustig ræktunar­ jarðvegs er nauðsynlegt að kalka enda hefur pH áhrif á aðgengi plantna að næringarefnum í jarð­ vegi. Kjörsýrustig fóðurjurta er á bilinu pH 5,5­7 og reynslan sýnir að oftar en ekki sé þörf á að hækka sýrustig í ræktunarlandi eigi að taka mið af því. Sýrustig jarðvegs er mismun andi eftir jarðvegsgerðum og umhverfis- þáttum en ræktun hefur líka áhrif á sýrustig, ýmist til hækkunar eða lækkunar. Bæði bein og óbein áhrif af kölkun Óbein jákvæð áhrif kölkunar eru að með kalkgjafanum koma inn efni eins og katjónirnar Ca++ og Mg++ sem er mikilvægt fyrir uppskeruna og heygæði. Eins getur kölkun líka haft óbein jákvæð áhrif á örveru- virkni í jarðveginum með aukinni upptöku plantna á næringarefnum og umbreytingu þeirra. Kölkun hefur líka jákvæð áhrif á jarðvegs- bygginguna og niðurbrot lífrænna efna í jarðvegi. En mikilvægast af öllu er kannski það að kölkun eykur nýtingu næringarefna og þar með áburðarefna. Nýjar erlendar samantektir – ekki augljóst samband vegna breytileika Nú allra síðustu ár hafa verið teknar saman niðurstöður erlendra tilrauna til að reyna að finna mikilvæga þætti er snúa að sýrustigi jarðvegs og kölkun á uppskeru (t.d. Li, et al., 2019, Holland et al., 2019 og Kirchmann et al., 2020). Þær niður- stöður undirstrika að erfitt getur verið að fá fram afgerandi almennar niðurstöður um áhrif kölkunar þar sem umhverfisaðstæður skipta mjög miklu máli auk þess sem bæði jarð- vegsgerð og plöntutegund hafa líka lykil áhrif. Vísbendingar eru um að kölkun auki í raun alltaf uppskeru en vegna áhrifa margra umhverfis- þátta sem erfitt er að hafa stjórn á í tilraunum þá kemur uppskeruaukn- ing ekki alltaf fram. Í þessum er- lendu samantektum kemur líka fram að ekki eru til spákúrfur byggðar á tilraunum sem segja til um upp- skeruaukningu eftir mismunandi sýrustigi jarðvegs fyrir okkar helstu fóðurjurtir. Áhrif kölkunar á hækkun á pH Þegar horft er á áhrif kölkunar er hægt að skipta þeim í tvennt, annars vegar áhrif á hækkun á pH í jarð- vegi og hins vegar áhrif á uppskeru. Íslenskar niðurstöður eru ekki að- gengilegar, sem neinu nemur, en ef tekið er saman það sem kom fram í mjög stórri yfirlistgreiningu (e. meta-analysis) (Li, et al., 2019) að þegar áhrif af kölkun á pH er skoðað eru þau mjög háð eiginleikum kalk- gjafans (svo sem kornastærð og tegund) ásamt jarðvegeiginleikum, svo sem buffervirkni og lífrænu efni í jarðvegi. Í fyrrnefndri yfirlitsgreiningu voru fjórar tegundir kalkgjafa born- ar saman, Dolomite kalk (CaMg (CO3)2), leskja kalk (Ca(OH)2), Calcium carbonate (CaCO3) og Calcium oxide ((CaO) = brennt kalk). Leskjaða kalkið hækkaði pH í jarðvegi alltaf marktækt meira en hinar kalktegundirnar vegna meiri leysanleika. Hins vegar var aðeins marktæk hækkun á pH í jarðvegi með Dolomite kalki þegar magnið var orðið meira en 3 t/ha. Í rannsókn- inni kom fram að 3-6 t/ha af kjalk- gjafa var „virkni þröskuldurinn“ til hækkunar á pH í jarðvegi óháð umhverfi þannig að meira magn en 6 t/ha skilaði ekki marktækt meiri pH hækkun. En virkni kalkgjafans fer annars eftir leysanleika hans sem fer m.a. eftir kornastærð en dreifingar- aðferð virðist hafa minna að segja þó að betur komi út að koma kalkgjafa í samband við jarðveginn heldur en að dreifa á yfirborð. Jarðvegsgerðir breyta áhrifum kalkgjafa til hækkunar á pH Þegar litið er til jarðvegsgerða þá kom fram að áhrif kölkunar er meiri í sendnum jarðvegi heldur en leir- kenndum og þarf hefur lífrænt efni í jarðvegi mest áhrif. Aðeins var marktækur munur á áhrifum kölk- unar eftir lífrænu efni í jarðvegi þegar það var annars vegar minna en 10 g/kg og svo hins vegar meira en 30 g/kg, þannig að jarðvegur með lífrænt efni á milli 10 og 30 g/kg var ekki marktækt frábrugðinn jarðvegi með lífrænt efni minna en 10 g/kg. Mjög mikilvægt er að hafa í huga að einstaka jarðvegsgerðir geta leitt til annarra áhrifa af kölkun á pH í jarð- vegi. Og einnig er mikilvægt að hafa í huga að langtíma áhrif einstakra kalkgjafa skipta líka máli þó að ekki sé það tekið fyrir hér. Tekið saman þá var það magn kalkgjafa sem var sá þáttur sem skipti mestu máli þegar kom að breytingum á pH í jarðvegi og þar á eftir kom lífrænt efni í jarðvegi (SOM) og svo upphaflegt pH gildi en síðast, og minnst mikilvægast, var dreifingaraðferð. Áhrif kölkunar á uppskeru Þegar áhrif kölkunar á breytingar á uppskeru eru skoðaðar þá kemur skýrt fram að það er plöntutegundin sem er sá þáttur sem mestu skipti en þar á eftir kom jarðvegsgerð, svo tegund kalkgjafa og síðast dreifingaraðferð. Þannig að þegar skoða á áhrif kölkunar á pH sem gefur hámarks uppskeru verður að muna að tegundir hafa mismun- andi kjörsýrustig og þola mis vel frávik frá því. Kölkun jók uppskeru marktækt mest hjá belgjurtum sem er í samræmi frekar hátt kjörsýru- stig þeirra tegunda. Mikilvægt er að vera sér meðvitaður um að upp- skeruaukning kemur ekki endilega fram strax heldur jafnvel á 3. og 4. ári (Malhi et al 1998). Margir áhrifaþættir Af öllu þessu er ljóst að það er alls ekki einfalt mál að segja til um hvað tiltekið magn af kalki þarf til að annað hvort að hækka sýrustig jarðvegs um tiltekið pH gildi eða til að fá tiltekinn uppskeruauka. Jarðvegsgerð skiptir mjög miklu máli í þessu sambandi og þar er jónrýmd jarðvegsins einna mikil- vægust og lífrænt innihald hans. Til viðbótar við grunn jarðvegsgerð spila svo aðrir þættir veigamikið hlutverk eins og áfok. Hins vegar er ljóst að mikilvægt er að kalka og þannig hafa kölkun inni í rækt- unarkostnaði. Ef tekið er dæmi frá Svíþjóð (Kirchmann et al., 2020) þá var takmarkaðist uppskera mest af pH í jarðvegi, lífrænu efni í jarð- vegi (SOM), plöntu nýtanlegu P og meðaltals árs hitastigi, í þessari röð. Of súr jarðvegur hafði þannig mest neikvæðu áhrifin á uppskeru og lífrænt efni í jarðvegi hafði óbein neikvæð áhrif á uppskeru með því að lækka pH gildi þar sem lífrænt efni var hátt. Sýring jarðvegs í ræktun bæði eykst og fer líka dýpra í jarðveginn með tímanum og því er mjög mikilvægt að hafa kölkun með sem þátt í ræktunar skipulagi og ræktunarkostnaði. Heimildir: • Holland, J.E., White, P.J., Glendining, J.M., Goulding, K.W.T. og McGrath, S.P. 2019. Yield responses of arable crops to liming – An evaluation of relationships betwee yields and soil pH from a long-term liming experiment. European Journal og Agronomy, 105: 176-188. • Kirchmann, H., Börjesson, G., Bolinder, M.A., Katterer, T. og Djodjic, F. 2020. Soil properties currently limingting crop yields in Swedish agriculture – An analysis of 90 yield survey districts and 10 long-term field experiments. European Journal og Agronomy, 120. • Li, Y., Cui, S., Chang, S.X. og Zhang, Q. 2019, Liming effects on soil p Hand crop yield depend on lime material type, application method and rate, and crop species: a global meta-analysis. Journal of Soils and Sediments. 19:1393-1406. • Malhi, S.S., Nyborg, M. og Harapiak, J.T. 1998. Effects of long-term N fertilizer-induced acidification and liming on micronutrients in soil and in bromegrass hay. Soil & Tillage Research, 48: 91-101. Þórey Gylfadóttir jarðræktarráðunautur RML thorey@rml.is Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins BÆKUR& MENNING Vinkonurnar Esther Ösp Gunnarsdóttir og Bylgja Borgþórs­ dóttir standa að útgáfu Prjóna dag­ bókarinnar sem er verkdagbók fyrir prjónafólk. Undan­ farið hafa þær einnig hannað og gefið út uppskriftir að prjóna­ flíkum á börn undir heitinu Big Red Balloon. „Okkur langaði að búa til skemmtilega og fallega bók sem yrði um leið persónuleg fyrir hvern og einn prjónara. Þetta verður því eins konar uppfletti- bók með hagnýtum upplýsingum um prjónaverkin og minningabók á sama tíma. Bókin er eitthvað sem okkur hefur báðar vantað lengi og við vitum að þeir sem prjóna mikið gefa gjarnan stóran hluta af sínu prjónlesi frá sér án þess að skrá niður helstu upplýsingar eins og til dæmis úr hvaða garni peysa var prjónuð eða eftir hvaða uppskrift. Þá getur reynst erfitt að grafa þær upp- lýsingar upp þegar á að prjóna sama eða svipað verk aftur og því lang- aði okkur að gefa þetta út,“ útskýrir Esther og Bylgja bætir við: „Prjónadagbókin er algjörlega tímalaus og það skiptir engu máli hvort prjónarar afkasti gríðarlega miklu eða hvort þeir prjóni hægt og örugglega. Bókin hentar öllum og í henni er pláss fyrir 50 verkefni. Sumum endist kannski ekki ævin til að fylla bókina á meðan aðrir verða fljótir að því og þá er bara að byrja á öðru bindi!“ /ehg Vinkonurnar Esther Ösp Gunnarsdóttir og Bylgja Borgþórsdóttir standa að útgáfu Prjónadagbókarinnar sem er í senn verkdagbók og minningabók fyrir prjónafólk. Dæmi um útfyllta opnu úr Prjónadagbókinni. Sniðug minninga- og verkdagbók fyrir prjónara Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ALTERNATORAR í flestar gerðir dráttarvéla Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.