Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 202130 Meðal þeirra níu sprotafyrir- tækja sem tóku þátt í viðskipta- hraðlinum Til sjávar og sveita síðastliðið haust var fyrirtækið Melta, en þar er ætlunin að fram- leiða heilsuvörur úr broddmjólk mjólkurkúa. Til sjávar og sveita stendur yfir ár hvert í tíu vikur frá september til nóvemberloka og þar gefst útvöld­ um frumkvöðlum í matvælafram­ leiðslu meðal annarra tækifæri til að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað. Frumkvöðlar hafa aðgang að reyndum frumkvöðlum, fjárfest­ um og ráðgjöfum – auk þess að hafa aðgang að góðri vinnuaðstöðu. Ráðagóðir kúabændur Hjónin Guðmundur Ármann og Birna Ásbjörnsdóttir standa að verkefninu. Guðmundur er mennt­ aður rekstrarhagfræðingur og með gráður í lífefldum landbúnaði og umhverfisfræðum, en Birna er með meistaragráðu í næringarfræði og er að ljúka doktorsnámi við Háskóla Íslands þar sem hún sinnir einnig kennslu. Guðmundur segir að þau hafi lengi notið þess að komast yfir broddmjólk, spurður um forsögu verkefnisins. „Birna fær sér oft ábrystir með kanil og rjóma en það er ekki mitt. Mér finnst hins vegar mjög gott að fá mér lítið glas af hreinni brodd­ mjólk og það gerum við oft og iðu­ lega bæði. Við höfum alltaf horft til þess að broddmjólk gerði okkur gott, enda hefur hún verið nýtt frá fornu fari og er hún hluti af okkar matarmenningu. Í dag er þessi þekking að tapast og fólk er ekki að nýta þessa afurð eins og áður og það er miður. Einhverju sinni vorum við að fá okkur sopa af broddmjólk og ég segi við Birnu, getum við ekki gert eitthvað við þetta? Hún tók þann bolta og við höfum þroskað og þróað verkefnið síðan.“ Í þróunarvinnunni hafa þau verið í samstarfi við nokkra kúabændur sem hafa látið þau hafa broddmjólk til vöruþróunar, auk þess sem þeir hafa reynst þeim sérstaklega vel og verið ráðagóðir. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga kúabænda á verkefninu og notið jákvæðni og velvildar hvar sem verkefnið hefur borið á góma,“ segir Guðmundur. Broddmjólk í hylkjum og fersk Stefnt verður að tveimur aðal­ vörutegundum sem framleiddar verða undir merkjum Melta; hylkjuð broddmjólk með lifandi gerlum og ferskvara þar sem lifandi gerlum er bætt í broddmjólkina. „Í fyrstu þróuðum við vörulínu með þurrkaðri broddmjólk, en þar komu upp örðugleikar við fram­ kvæmdina, sérstaklega við að fá broddmjólkina þurrkaða. Þannig að við byrjuðum aftur og höfum verið að þróa ferskvöru úr broddmjólk. Staðan er þannig í dag að við erum komin yfir flesta þröskuldana og erum við því langt komin með þróun á fyrstu vörum úr þurrkaðri og ferskri broddmjólk.“ Þar sem ekki er heimilt að selja ógerilsneydda mjólk verður brodd­ mjólkin, bæði hylkjuð og fersk, blönduð sérvöldum lifandi gerlum. „Með þeim hætti verða heilsu­ eflandi þættir hámarkaðir og þannig verða í boði vörur með sérhæfða virkni. Við þessa vinnu er þekking Birnu ómetanleg, en meistaraverkefni hennar í nær­ ingarlæknisfræði við háskólann í Surrey á Englandi var rannsókn á mjólkursýrugerlum, en rannsóknin náði yfir 64 þúsund manns. Birna er að klára doktorsnám við HÍ & Harvard­háskóla í Bandaríkjunum og verður íslensk broddmjólk rannsökuð með tilliti til áhrifa á ákveðna heilsufarsþætti núna á nýju ári við Harvard­háskóla. Við erum að gera okkur vonir um að sú vinna geti vaxið og opnað á enn frekari tækifæri í vöruþróun,“ útskýrir Guðmundur. Inniheldur margvísleg heilsueflandi efni Samkvæmt Guðmundi hefur brodd mjólk lítið verið rannsökuð á Íslandi en samkvæmt erlendum rannsóknum bendir margt til að hún hafi margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna. „Broddmjólk hefur mjög lítið verið rannsökuð hérlendis, en broddmjólk mjólkurkúa er nær­ ingarrík afurð sem vitað er að inni­ heldur margvísleg heilsueflandi efni eins og fásykrur, glycoconju­ gates, núkleótíð, andoxunarefni, vítamín (A, E, C) og steinefni (kopar, selen, sínk). Sérstaða íslensku mjólkurinnar byggir á sér­ stöðu íslenska kúakynsins og gefur tilefni til að ætla að íslensk brodd­ mjólk geti haft fjölmarga heilsu­ samlega eiginleika. Innihaldsefni í íslenskum broddi hafa þó ekki verið greind áður svo vitað sé, fyrir utan mælingar á einu mótefni. Broddmjólk er rík af immúnó­ gló búlínum, ólígó sakka ríðum og bakteríu drepandi peptíðum ásamt öðrum líffræðilegum efnum, svo sem vaxtarþáttum. Samkvæmt erlendum rannsóknum geta þess­ ir þættir haft jákvæð áhrif á heilsu manna.“ Mikil sóun á broddmjólk í dag „Það er mikilvægt að finna brodd­ mjólk farveg og að þessi mikil­ væga afurð verði nýtt á sem bestan hátt. Almennt er kálfur að fá um fimm lítra af broddmjólk, en kýrin framleiðir um 20 lítra. Við viljum sækja það sem þarna fer á milli og framleiða hágæða vöru til heilsu­ eflingar. Stefnan er að koma fyrstu vörum á markað í vor, en við eigum eftir að klára lokaþætti vöruþróunar og þurfum að fá þar liðsinni og vinnu sérfróðra aðila og þurfum að finna fjármagn til þess. Það var högg að Matvælasjóður sá sér ekki fært að styðja við verkefnið, en á þessum tímapunkti hefði það komið sér einstaklega vel. Verkefnið fékk á sínum tíma góðan stuðning frá Framleiðnisjóði landbúnað­ arins og frá Upp byggingarsjóði Suðurlands, sem kom sér einstak­ lega vel og var auk þess mikilvæg hvatning. Við vöruþróun er unnið með nýjustu rannsóknir og samspil mjólkursýrugerla og brodd­ mjólkur. Þarna erum við að feta nýja leið og að koma með vörur á markað sem hafa rannsakaða og sannreynda virkni, m.a. á meltingu, ónæmiskerfi, sýkingar og á blóðið. Hægt er að fræðast frekar og fylgjast með á heima­ síðu verkefnisins, melta.is,“ segir Guðmundur. Verkefnið Til sjávar og sveita er í umsjón Icelandic Startups í samstarfi við Íslenska sjávarklas­ ann og Matís. Bakhjarlar þess eru Matarauður Íslands, Nettó, Landbúnaðarklasinn og atvinnu­ vega­ og nýsköpunar ráðuneytið. LÍF&STARF Hjónin Guðmundur Ármann og Birna Ásbjörnsdóttir standa á bak við vöruþróunarverkefni úr broddmjólk. Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is Hjónin Guðmundur Ármann og Birna Ásbjörnsdóttir: Ætla að framleiða heilsuvörur úr broddmjólk mjólkurkúa – Rannsökuð verða hjá Harvard-háskóla á nýbyrjuðu ári áhrif íslenskrar broddmjólkur á ákveðna heilsufarsþætti fólks Sigríður Kristinsdóttir, frumkvöðull á Breið þróunarsetri á Akranesi: Þróar „matvælaplast“ úr sjávarþara – Niðurbrjótanlegar og neysluhæfar umbúðir Á Breið þróunarsetri á Akranesi starfa nokkrir frumkvöðlar við nýsköpun og einn þeirra er Sigríður Kristinsdóttir, sem vinnur að þróun á „matvælaplasti“ úr sjávarþara. Hún er nú þegar komin með nokkrar frumgerðir af filmum sem voru niðurstöður úr meistaraverkefni hennar frá umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Undanfarið hefur hún verið að velja hentugar íslenskar tegundir fyrir filmurnar. Að sögn Sigríðar miðar verkefnið að því að þróa framleiðsluhæfar matvælapakkningar úr nokkrum brúnþörungategundum, en þar sem verkefnið er nokkuð viðamikið gerir hún ráð fyrir að það taki á annað ár að þróa markaðsvöru sem sé fullnægjandi að gæðum. Sem stendur leitar hún að samstarfsaðilum úr matvælaiðnaði og plastvinnslu til að aðstoða við vöruþróun verkefnisins. Vannýtt auðlind í þaraskógum Bakgrunnur verkefnisins er nám Sigríðar í náttúru­ og auðlinda­ fræðum við Háskólann á Akureyri, sem lauk með BSc­ritgerð í sjávarútvegsfræði. Þar kviknaði áhuginn á sjávarauðlindunum og botnþörungunum, hinum vannýtta sjávargróðri við Íslandsstrendur sem hún segir að megi kalla þaraskóga. „Við eigum þennan mikla lífmassa sem við getum unnið margvíslegar vörur úr og gert þær að útflutningsvöru og jafnvel bætt í hráefnið með sérstakri ræktun á þörungum,“ segir hún. Síðasta haust hlaut verkefnið atvinnu­ og nýsköpunarstyrk úr Uppbyggingarsjóði sóknaráætlunar Vesturlands til að þróa filmurnar áfram og koma þeim á fram­ leiðslustig. „Matvælaplastið sem ég vinn að brotnar auðveldlega niður í náttúrunni og getur leyst af hólmi lífplast, sem gerir það ekki. Fyrstu skrefin voru að velja nothæfar íslenskar tegundir og hentugar aðferðir við að einangra úr þeim efnin. Þróunarvinnan felst í að þróa hentugar útfærslur á matvælaumbúðum fyrir þetta efni í samstarfi við framleiðendur, ásamt leit að mögulegum samstarfsaðilum á markaði,“ segir Sigríður. Hugsa þarf heildstætt um vinnsluna og virðiskeðjuna Að sögn Sigríðar þarf að hafa virðiskeðjuna í huga til að ná árangri á markaði með slíkt verkefni – hugsa heildstætt um vinnsluna frá hráefnisöflun yfir í framleiðslu. „Nú er komið að því að þróa verkefnið í samvinnu við fleiri aðila og nýta þau „spin­off“ verkefni sem skapast í þessu samhengi,“ segir hún. Verkefnið spratt upp úr áhuga hennar á ræktun þörunga í sjó, sem hún segir að geti aukið við hráefni í þessa vinnslu á matvælaplasti og framleiðslu úr öðrum efnum sem brúnþörungar hafa. Ræktun hefur Sigríður Kristinsdóttir í vinnslusalnum í húsi Breiðar, þróunarfélags á Akranesi, þar sem hún vinnur að þróun á matvælaumbúðum úr sjávarþara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.