Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 2021 21 svo enn aukið í þessa framleiðslu í stórum stíl. Markaðssérfræðingar telja að veldisvöxtur í vetnisvæð- ingunni geti þúsundfaldað fram- leiðslu á efnarafölum og skapað eina milljón starfa. Þá muni það leiða til aukinna fjárfestinga upp á 180 til 470 milljarða evra innan Evrópusambandsríkjanna. Þýskaland dregur þar vagninn með um 20% markaðshlutdeild á heimsvísu í framleiðslu rafgreina fyrir vetnisframleiðslu. Þar eru fyr- irtækin Siemens, Thyssenkrupp og Sunfire leiðandi. Kínverjar hafa þó forskot í mun ódýrari búnaði. Afstaða Kínverja talin munu skipta sköpum Þeir sem til þekkja telja að ef Kínverjar snúi sér að vetnisbílavæð- ingu af krafti, þá muni það hafa mikil áhrif á bílaframleiðendur um allan heim. Ástæða þess að horft er til Kína er stærð kínverska markaðar- ins og áhrif Kínverja í framleiðslu á rafbílum og öðrum bílum sem losa ekki frá sér mengandi lofttegundir. Kínverjar hafa sett markið á eina milljón vetnisbíla fyrir 2030. Kínverjar eru þegar langöflug- ustu framleiðendur vetnis í heim- inum og framleiða um 22 milljónir tonna af vetni á ári. Verulegur hluti af því vetni sem Kínverjar framleiða fer í framleiðslu á áburði líkt og 40% af heimsframleiðslunni á vetni. Orkan við vetnisframleiðslu Kínverja er að mestu fengin úr kolum og olíu, enda er vetni fram- leitt með kolum um 20% ódýrara en að framleiða það með gasi. Þá segja Kínverjar þrisvar sinnum ódýrara að framleiða vetni með kolum en með því að rafgreina vatn með raforku frá vatnsorkuverum. Kínverjar fara í massaframleiðslu á vetnis-efnarafölum Kínverjar gerðu sína fyrstu áætlun um vetnis- efnarafalstæknina snemma árs 2016 og áætlun um uppbyggingu innviða vegna vetni- svæðingar bílaflotans var lögð fram á síðari hluta árs 2016. Þá var kynnt 10 ára áætlun í vetnismálum 2015 og enn var slegið í klárinn á árinu 2020 og hugmyndin var að hefja þá framleiðslu á vetnis-efnarafölum í stórum stíl. Mynda vetnisklasa í kringum 20 borgir Hluti af stefnumörkun Kínverja í vetnismálum er að skapa eins konar vetnisklasa með tilheyrandi innviða- uppbyggingu í landinu. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Cleantech Group hafa 20 borgir þegar tilkynnt þátttöku í því verkefni. Þar eru leið- andi borgirnar Chengdu, höfuðborg Sichuan héraðs, Datong, höfðuðborg Shanxi héraðs og hin nafntogaða borg Wuhan sem er höfðuðborg Hubei héraðs. Helstu klasarnir eru sagðir vera Beijing-Tianjin Hebei, milli Beijing og Zhangjiakou. Síðan er Yangtze River delta svæðið í Shanghai Jiangsu héraði. Þar er einkum horft á vetnisvæðingu hraðflutningakerf- isins og upp byggingu á 500 vetnis- dælu stöðvum sem átti reyndar að ljúka á árinu 2020. Dælustöðvarnar áttu að tengja allar borgir á Perl River svæðinu á milli Foshan-Ynfu, Dongguan og Guangdong. ESB hyggst reyna að keppa við Kínverja í vetnismálum Evrópusambandið skynjar vel mátt Kínverja í vetnisvæðingu og virðist óttast að þeir verði ráðandi á þessu sviði í framtíðinni ef marka má skrif á netmiðlinum Clean Energy Wire. Þar segir að samkeppnin á milli ESB og Kína muni verða drifkrafturinn í vetnisvæðingunni. Er þar vitnað í orð Kobad Bhavnagri, yfirmann rannsóknarþjónustu Bloomberg NEF í kolefnislosunarmálum. Talið er að ESB sé nú um tveim til þrem árum á eftir Kínverjum í þróun vetnis- tækninnar. Frekari þróun miðar við að draga eins mikið úr kostnaði við framleiðslu á vetni og efnarafölum fyrir vetni og mögulegt er. Kostnaður við að framleiða „grænt“ vetni hefur þegar fallið um 30% frá árinu 2015 samkvæmt orðum markaðssér- fræðinga. Alþjóða orkumálaráðið áætlar að eftirspurn eftir „grænu“ eldsneyti geti um miðja öldina numið um 50% af núverandi eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti. Landsvirkjun telur mikil tækifæri liggja í vetnisframleiðslu Ljóst er að Ísland er kjörinn vett- vangur fyrir framleiðslu og nýtingu á vetni. Stjórnendur Landsvirkjunar hafa komið auga á þetta og undir- búa nú hugsanlega vetnisvinnslu fyrirtækisins. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá því í október hefur Landsvirkjun m.a. verið að kanna möguleika á flutningi vetnis til Rotterdam. Skrifað var undir vilja- yfirlýsingu um forskoðun á þeim möguleika við Allard Castelein, forstjóra Rotterdamhafnar. Til að byrja með telur Lands - virkjun hentugt að hefja vetnis- vinnslu við Ljósafossstöð. Hafa þeir möguleikar verið kynntir fyrir sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps. Við Ljósafoss yrði framleitt svokallað grænt eða hreint vetni, sem fæst með rafgreiningu vatns með endurnýjanlegum orku- gjöfum. Slík umhverfisvæn fram- leiðsla á vetni er enn fátíð í heimin- um, en víða er vetni unnið úr jarðgasi og markar umtalsverð kolefnisspor. Starfsemin við Ljósafoss myndi rúmast í tæplega 700 fermetra byggingu, þar sem hægt væri að auka við framleiðslu eftir því sem eftir- spurn yrði meiri, en sem dæmi gæti rafgreinir í fullri stærð notað allt að 10 MW af raforku til vetnisframleiðslu. Slík framleiðsla myndi nægja til að knýja bílaflota sem nemur a.m.k. öllum vögnum Strætó. Þá hefur líka verið bent á að vöruflutningabílar eru eingöngu um 4% íslenska bílaflotans, en beri hins vegar ábyrgð á 15% alls útblásturs sem frá bílum stafar. Mikið er því til vinnandi ef hægt er að skipta þar yfir í vetnisbíla. Vetnisframleiðslu er auk þess auðvelt að stýra utan álagstíma á raforkukerfinu og gæti því hentað vel til að nýta umframafl sem annars fer til spillis. Þá eru vindmyllur með óstöðuga raforkuframleiðslu taldar henta sérlega vel til að framleiða vetni sem og smávirkjanir. Líklegt er að Evrópusambandið muni leggja aukna áherslu á vindmyllur í sinni vetnisframleiðslustefnu. Ekki einhugur í bílabransanum um ágæti vetnis Skiptar skoðanir eru í bílaheiminum um framtíð vetnisbílanna sem hafa verið í þróun allar götur síðan 1966 þegar GM Electrovan vetnisbíll- inn kom fram á sjónarsviðið. Sem dæmi um efasemdirnar nefna menn að þýski bílaframleiðandinn Audi hyggist stöðva frekari þróun vetn- isbíla, samkvæmt frétt þýska blaðsins De Zeit. Þá hefur Volkswagen einnig lagt vetnisáform sín til hliðar. Hins vegar hefur BMW og Daimler Benz ekki gefið vetnisbíla upp á bátinn og hefur Mercedes Benz auk þess lýst yfir áformum um að þróa vetnis- tæknina áfram fyrir flutningabíla og stórar rútur. Eins hyggst BMW koma með vetnisknúinn X5 jeppa á markað 2022. Þá hafa bæði GM og Honda lagt mikinn metnað í þróun vetnistækninnar. Munu þessi fyrir- tæki í sameiningu leggja til tæknina fyrir nýjan vetnisknúinn trukk frá Nikola í Bandaríkjunum. Þó Honda sé meðal leiðandi fyrirtækja í þróun efnarafals fyrir vetni, þá hefur fyrirtækið einung- is selt 1.617 Clarity vetnisbíla á Bandaríkjamarkaði á fjórum árum. Honda nýtur þó stuðnings Toyota við hugmyndir um vetnisvæðingu bílaflotans, en takmarkaður fjöldi áfyllingarstöðva er enn stærsta vandamálið. Töluverður fjöldi vetnisdælustöðva hefur samt risið í norðvesturríkjum Bandaríkjanna á liðnum misserum og árum, einkum í Colarado, Oregon og Washington ríki. Áhersla er nú lögð á vetnisupp- byggingu í Texas. Mikil reynsla hjá Toyota Toyota er enginn nýgræðingur á þessu sviði, því fyrirtækið hefur verið að þróa sína vetnistækni í 25 ár. Yfir 6.500 Mirai bílar hafa þegar verið seldir í Bandaríkjunum af fyrstu útgáfu bílsins, en ný og breytt útfærsla kom á markað nú í byrjun desember. Nú eru um 8.900 vetnisknúnir rafbílar á götunum í Bandaríkjunum sem er langt undir áætlunum sem settar voru fram af California Fuel Cell Partnership projected árið 2017. Þá miðuðu þeir við að 53.000 vetnisbílar yrðu komnir á götuna á árinu 2020. Vetnisknúnir bílar þykja afar vistvænir, það er að segja ef raf- magnið sem notað er til að rafgreina vetnið er fengið frá endurnýjanleg- um orkulindum eins og vatnsorku- verum. Vetni er framleitt með því að kljúfa vatnssameindir í vetni og súrefni með rafmagni. Í efnarafaln- um er ferlinu einfaldlega snúið við og við samruna vetnis við súrefni myndast orkan sem býr til rafmagn- ið. Út um púströrið kemur síðan tandurhrein vatnsgufa. Toyota býður frítt vetni í kaupbæti til rúmlega 107 km aksturs Toyota mun reyna að laða nýja kaupendur að vetnisbílnum Mirai á nýju ári með því að bjóða í kaup- bæti með bílunum eldsneyti (vetni) fyrir 15.000 dollara sem á að duga til rúmlega 107.000 km aksturs. Það kostar um 90 dollara að fylla vetnistanka Mirai sem taka 5,6 kg af vetni. Einn af yfirhönnuðum Toyota segir að þetta sé ekki spurningin um hvort vetnisbílar eða rafbílar með rafhlöðum muni hafa vinninginn. „Bæði rafhlöðuökutæki og vetnis- knúnir efnarafalsbílar eru framtíðin á þessu sviði.“ Kosturinn við vetnið og efna- rafalinn er að mjög fljótlegt er að setja eldsneyti á bílinn og tekur það aðeins um 5 mínútur, eða svipað og um bensínbíl væri að ræða. Drægni vetnisbílanna er líka mjög góð. Þannig er Toyota Mirai sagður komast 404 mílur, eða rúma 643 km, á einni tankafyllingu, en rétt er að tala um tanka í fleirtölu því þeir eru ekki ólíkir gasflöskum í metanknúnum bílum. Þannig eru þrír slíkir tankar í Mirai bílnum. Þá er Nexo frá Hyundai sagður komast 380 mílur, eða um 608 km á einni tankafyllingu. VÍS býður til sölu tjónaðar yleiningar. Um er að ræða nótaðar einingar sem eru með 140 mm þykka ull. Heildarmagn er ca. 1800 m2. Einingarnar eru í nokkrar lengdum en flestar eru 6,98 x 1 metri. Í hverju búnti eru 8 einingar. Hægt er að bjóða í hluta eininganna eða í þær allar. Tjónaðar yleiningar Allar frekari upplýsingar má finna á utbod.vis.is eða hjá Hallmundi Hallgrímssyni í síma 560 5229 eða hallmh@vis.is. Nýtt módel af vetnisknúnum Toyota Mirai kom á markað í Bandaríkjunum í byrjun desember 2020. Toyota mun reyna að laða nýja kaupendur að nýja vetnisbílnum með því að bjóða í kaupbæti með bílunum eldsneyti (vetni) sem á að duga til rúmlega 107.000 km aksturs. Hyundai með Nexo rafbílinn sem framleiðir rafmagn um borð í gegnum vetnis-efnarafal. Honda vetnisbíll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.