Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 20214 FRÉTTIR Sigurbjörg og Friðrik hlutu nautgriparæktarverðlaun BSE fyrir árið 2019 fyrir afburða góðan rekstur og árangur í sínum búskap. Með þeim á myndinni er Gunnhildur Gylfadóttir, fráfarandi formaður BSE. Mynd / BSE Nautgriparæktarverðlaun BSE til Grundarbænda í Svarfaðardal: Afburðagóður rekstur og árangur Ábúendur á Grund í Svarfaðardal, þau Sigurbjörg Karlsdóttir og Friðrik Þórarinsson, hlutu naut­ griparæktarverðlaun Búnaðar­ sambands Eyjafjarðar fyrir árið 2019. Sigurbjörg er frá Hóli við Dalvík og Friðrik frá Bakka. Þau hófu búskap á Grund árið 1986. Hafa þau búið þar síðan. Þau eiga tvo syni og eina dóttur. Friðrik og Sigurbjörg hófu fljót­ lega í sínum búskap framkvæmdir, fjós var byggt árið 1990 til 1991 og íbúðarhús 6 árum seinna. Með þá ágætu aðstöðu bjuggu þau þar til að tekið var til við byggingu á nýju fjósi árið 2015. Í það var flutt réttu ári síðar eða í mars 2016. Nýja fjósið er með mjaltaþjóni og úrvals aðstöðu fyrir dýr og menn, allt hið snyrtilegasta líkt og Grundarbænda er von og vísa, snyrtimennska og góð umgengni hefur ávallt einkennt þeirra störf. Afurðir fóru að vaxa Strax og flutt var í fjósið fóru af­ urðir að vaxa, sem þó höfðu verið ágætar fyrir. Árið 2017 voru afurðirnar komn­ ar í tæplega 8.000 kg/árskú og 16. sæti á landsvísu. Á þeim þremur árum sem skýrslur hafa verið gerð­ ar upp síðan, hefur búið verið með ólíkindum stöðugt í afurðum og í 13., 10. og 11. sæti yfir landið með rúmlega 8.000 og upp í 8.200 kg á hverja kú, sem hafa verið á bilinu 53–54 á þessum tíma. Kjötframleiðsla, kindur og hross Einnig er talsverð kjötframleiðsla á Grund og nautkálfar látnir lifa. Slátrað er 20 til 25 gripum árlega til kjötframleiðslu. Einnig eru á búinu um 90 kindur og hrossarækt sem skilað hefur góðum árangri og dóttir þeirra hjóna gjarnan keppt á hestum úr þeirra ræktun. Það má geta þess að 1. verðlauna stóðhesturinn Vængur frá Grund er í eigu þeirra. /MÞÞ Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur: Einungis 9 gild sölutilboð en 188 kaup- tilboð á greiðslumarki mjólkur – Óskað eftir 9.157.000 lítrum en 663.754 lítrar í boði, eða um 7% af eftirspurn Tilboðsmarkaður með greiðslu­ mark mjólkur var haldinn 6. apríl. Einungis 9 gild sölutil­ boð bárust atvinnu vega­ og nýsköpun ar ráðuneytinu en 188 gild kaup tilboð. Þetta er fyrsti markaður ársins og viðskiptin taka gildi frá 1. janúar síðastliðnum og getur kaupandi því nýtt greiðslumarkið á yfirstandandi framleiðsluári. Sama hámarksverð Núverandi fyrirkomulag með greiðslumarkað í mjólkur fram­ leiðslu var komið á eftir endur­ skoðun búvörusamnings um starfsskilyri í nautgriparækt sem hófst árið 2019. Hámarksverð greiðslumarks var ákveðið í júlí á síðasta ári þegar sjávarútvegs­ og landbúnaðar ráðherra staðfesti tillögu fram kvæmdanefndar búvöru samninga um þrefalt afurða stöðvaverð. Á markaðnum nú var hámarksverð 294 krónur á lítrann, eins og verið hefur á undanförnum mörkuðum, og var ekkert tilboð undir því verði. Samkvæmt upplýsingum á vef Landssambands kúabænda nam magn þess greiðslumarks mjólkur sem var í boði 663.754 lítrum, en þess sem óskað var eftir að kaupa 9.157.000 lítrum. Það sem í boði var nam því ekki nem aum 7% af eftirspurninni. Viðskipti voru með 663.590 lítra fyrir rúmar 195 milljónir króna, en í reglum er gert ráð fyrir sérstakri úthlutun til nýliða sem nemur fimm prósentum af sölutilboðum og voru nú 33.176 lítrar. Gild kauptilboð frá nýliðum voru 19. Að hámarki er hægt að óska eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði og alls 150.000 lítrum árlega. Hlutdeild framleiðanda eða framleiðenda sem eru í eigu einstakra aðila, einstaklinga, lögaðila eða tengdra aðila má ekki nema hærra hlutfalli en 1,2 prósentum af árlegu heildargreiðslumarki mjólkur. /smh/HKr. Mikill áhugi er fyrir því meðal kúabænda að bæta við sig greiðslumarki en lítið til sölu. Mynd / smh Kristján Þór Júlíusson sjávar­ útvegs­ og landbúnaðar ráðherra hefur skipað Margréti Hólm Valsdóttur nýjan formann Matvælasjóðs í stað Grétu Maríu Grétarsdóttur sem hætti fyrir nokkru og hóf störf hjá Brimi. Í tilkynningu úr atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að stefnt sé á að auglýsa eftir umsóknum úr sjóðnum fljótlega en sjóðurinn hefur ríflega 600 milljónir til úthlutunar á þessu ári. Í desember hlutu 62 verkefni úr sjóðnum. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar­ og sjávarafurðum. Margrét er útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík, hún er viðskipta­ og iðnrekstrarfræðingur og er með diplómu í ferðamálafræði. Margrét hefur auk þess starfað sem fjármálastjóri, hótelstjóri og skrifstofustjóri og kom að rekstri búsins að Gautlöndum í Mývatnssveit um árabil. Stjórn Matvælasjóðs er þannig skipuð: • Margrét Hólm Valsdóttir, án tilnefningar, formaður. • Gunnar Þorgeirsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands. • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. • Karl Frímannsson, án tilnefn­ ingar /smh Margrét Hólm Valsdóttir er nýr formaður Matvælasjóðs Margrét Hólm Valsdóttir er nýr formaður Matvælasjóðs. Mynd / ANR Ráðuneytið svarar erindi Félags atvinnurekenda: Gjaldtaka fyrir tollkvóta er í samræmi við stjórnarskrána Atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytið (ANR) sendi frá sér yfirlýsingu þriðjudagskvöldið 6. apríl þar sem brugðist er við erindi Félags atvinnurekenda (FA) til ráðuneytisins fyrr um daginn, sem mótmælti verklagi við nýlega auglýsingu og úthlutun tollkvóta. Telur FA að gjaldtaka fyrir tollkvóta sé óheimil. Í yfirlýsingu ANR kemur fram að það sé mat þess að nú sé kveðið með skýrum hætti á um það í lögum að skattskylda hvíli á þeim sem fá úthlutað tollkvóta. Auglýsing ANR um tollkvóta, vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins, birtist á vef ráðuneytisins 31. mars. Í erindi FA er vísað til dóms Landsréttar frá 19. mars síðastliðnum sem féllst á endurgreiðslukröfu Ásbjörns Ólafssonar ehf. á ofteknum gjöldum fyrir tollkvóta á árinu 2018. „Einróma og afdráttarlaus niðurstaða Landsréttar í máli Ásbjörns Ólafssonar ehf. gegn íslenska ríkinu var að það fyrirkomulag, sem var viðhaft við útboð á tollkvóta fyrir búvörur á árinu 2018, væri ólögmætt og gengi gegn stjórnarskrá Íslands. Sagði orðrétt í niðurstöðu Landsréttar: „Álagning gjalda þeirra sem málið varðar studdist samkvæmt þessu ekki við lögmæta skattlagningarheimild og var því ógild.“ FA bendir í bréfi sínu til ráðherra á að dómar Landsréttar séu endanlegir og bindandi fyrir málsaðila með þeirri einu undantekningu að sækja megi um áfrýjun þeirra til Hæstaréttar. Sé slík beiðni samþykkt sé málið tekið fyrir í Hæstarétti en þar til að nýr dómur er kveðinn upp haldi dómur Landsréttar gildi sínu og bindi, í þessu tilfelli, stjórnvöld,“ segir á vef FA um erindi þess til ráðuneytisins. FA telur að ráðherra verði að beita sér fyrir því að Alþingi breyti búvörulögum á nýjan leik eða úthluti tollkvótunum án gjalda því annars sé um að ræða skýrt ásetningsbrot ráðherra gegn stjórnarskrá lýðveldisins. Í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar Í yfirlýsingu ráðuneytisins kem ur fram að Alþingi hafi sam­ þykkt frumvarp til breytinga á búvörulögum og tollalögum 17. desember 2019. Þar hafi sú breyting verið gerð að mun skýrar hafi verið kveðið á um það hvernig sú fjárhæð sem tilboðsgjafar þurfa að inna af hendi vegna tollkvóta er ákveðin. „Þá kemur fram í tímabundnu bráðabirgðaákvæði því sem tók gildi sl. desember að verð tollkvóta ráðist af fjárhæð tilboða hverju sinni. Kvótanum verði fyrst úthlutað til hæstbjóðanda, svo til þess er næsthæst bauð og þannig koll af kolli uns tiltækum kvóta hafi verið úthlutað. Í ljósi framangreinds er það mat ráðuneytisins að nú sé kveðið á um það með skýrum hætti í lögunum hvernig útboði skuli háttað og ákvæðið sé eftir breytingarnar 2019 í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar. Ekki sé því þörf á lagabreytingum til að bregðast við dómi Landsréttar,“ segir í yfirlýsingunni. Framhald málsins og möguleg áfrýjun dóms Landsréttar er nú í höndum ríkislögmanns. /smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.