Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 202130 Vegagerðin heldur áfram að fækka einbreiðum brúm: Alls eru 32 einbreiðar brýr eftir á Hringvegi 1 – Búið að bjóða út nokkur verkefni svo frekari fækkun er fyrirsjáanleg Áfram verður haldið við að fækka einbreiðum brúm á Hringvegi 1 nú í ár, en skipulega hefur verið unnið að því markmiði, bæði hvað varðar Hringveginn og eins landið allt á liðnum árum. Nokkurt hlé varð þó á verkefninu á árunum eftir 2011. Áform eru nú um töluverðar framkvæmdir í þessum efnum næstunni, að því er fram kemur í Framkvæmdafréttum sem Vegagerðin gefur út. Fyrir um 30 árum, árið 1990 voru hátt í 140 einbreiðar brýr á Hringvegi, þeim fækkaði hratt, voru orðnar um 60 talsins kringum árið 2006 og árið 2011 voru þær ríflega 40. Síðan þá hægðist mjög á slíkum framkvæmdum, undanfarin átta ár hafa aðeins verið breikkað­ ar eða byggðar nýjar brýr í stað 6 einbreiðra brúa. Árið 2019 voru byggðar sjö brýr í stað einbreiðra brúa á landinu öllu. Þetta voru brýr í Berufjarðarbotni, yfir Hófsá í Arnarfirði, yfir Mjólká í Arnarfirði, brú á Eldvatn og yfir Loftsstaðaá í Flóa, einnig brú yfir Breiðdalsá og stokkur fyrir Tjarnará á Vatnsnesi. Lokið við fjórar nýjar brýr á Hrinvegi Í lok árs 2019 voru boðnar út fjórar brýr á Hringvegi; brú yfir Steinavötn í Suðursveit sem er 100 metra löng, brú á Fellsá í Suðursveit sem er 47 metrar, brú á Kvíá í Öræfum sem er 32 metra löng og brú á Brunná aust an Kirkjubæjar klausturs sem er 24 metrar. Fram­ kvæmdir við þessar brýr hófust vorið 2020 og er þeim nú lokið eða við það að ljúka. Þar með hefur einbreiðum brúm á Hringvegi 1 fækkað í 32 auk bráðabirgðabrúar yfir Fellsá sem enn er uppistandandi og þjónar vegfarendum en verður rifin þegar umferð verður hleypt á nýju brúna í vor. Nú í ár mun einbreiðum brúm enn fækka, en búið er að bjóða út nokkur verkefni. Þar má nefna byggingu brúar yfir Jökulsá á Sólheimasandi en einnig stendur til að fara í framkvæmdir við brýr yfir Hverfisfljót, Súlu (Núpsvötn) og Skjálfandafljót. Þá er fyrirhug­ að að bjóða út fyrsta samvinnu­ verkefnið um vegaframkvæmdir en það er nýr vegur og brú yfir Hornafjarðarfljót. 663 einbreiðar brýr á landinu Einbreiðar brýr eru þó víðar en á Hringvegi en alls eru 663 ein­ breiðar brýr á landinu. Árið 2020 voru breikkaðar brýr á Hattardalsá, Hvítsteinslæk, Álftárbakkaá, Kálfalæk á Mýrum og Hrútá. Þá eru núna í framkvæmd nokkrar brýr utan Hringvegar eins og Botnsá í Tálknafirði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Vesturhópshólaá, Laxá í Laxárdal og Köldukvíslargil. Önnur verkefni sem stendur til að fara í eru: Bakkaá hjá Keisbakka, Þverá, Hólkotsá, Otradalsá, Þverá á Langadalsá, Ólafsdalsá, Efri Skarðsá, Sandalækur í Miðfirði, Fossá í Jökulsárhlíð og Helgustaðaá. /MÞÞ Nýja brúin yfir Kvíá. Mynd / Ísak Bráðabirgðabrú og ný brú yfir Brunná. Mynd / Ísak Steypuvinna við Steinavötn. Mynd / Ísak Kort sem sýnir framkvæmdasvæðin. Steinavötn, nýja brúin í byggingu, bráðabirgðabrú í baksýn. Mynd/Ístak ÍSLAND ER LAND ÞITT Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR gerðir dráttarvéla H eim ild: Prentm iðlakönnun G allup. K önnunartím i okt. - des. 2020. BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI 36,2% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið Hvar auglýsir þú? 36,2% Lestur Bændablaðsins á landsbyggðinni Lestur Bændablaðsins á höfuðborgarsvæðinu 17,8% 24,3% Lestur landsmanna á Bændablaðinu Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is Lestur Bændablaðsins Hafðu samband
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.