Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 202110 Samkeppniseftirlitið hefur heim ilað samruna þriggja norðlenskra kjötafurðastöðv- ar, Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða. Samruninn er heimilaður með skilyrðum sem Samkeppnis eftirlit hefur sett fyrirtækjunum að uppfylla og eru eigendur þeirra sáttir við þau skilyrði. Samkeppniseftirlitið hafði af því áhyggjur að samruni væri skaðlegur fyrir samkeppni og því var brugðist við og skilyrðin sett en þau gera fyrirtækjunum kleift að framkvæma samrunann og ná markmiðum hans, en sátt er á milli annars vegar fyrirtækjanna þriggja og hins vegar Samkeppniseftirlit um aðgerðir sem gripið verður til svo samkeppni haldist á markaði. Aðgerðir sem um ræðir snúast um að efla og tryggja samnings- stöðu bænda, einnig um verð- lagningu einstakra þjónustuþátta, sem og að rjúfa eignatengsla við minni kjötafurðastöðvar með sölu á eignarhluta bænda í þeim. Þá eru skilyrði sem lúta að því að koma í veg fyrir fækkun keppi- nauta og viðsemjenda bænda og loks aðgerðir sem munu stuðla að samkeppnislegu sjálfstæði sam- einaðs fyrirtækis. Tryggja samningsstöðu bænda Hvað þann fyrsta varðar skuld- bindur hið nýja sameinaða fyrir- tæki sig til að standa ekki í vegi fyrir því að bændur færi viðskipti sín frá sameinuðu félagi til keppi- nauta þess. Jafnframt er réttur bænda til að semja um afmarkaða þjónustu við sameinað fyrirtæki, svo sem slátrun en aðra þjónustu við þriðja aðila, svo sem vinnslu. Verðlagning einstakra þjónustuþátta Hvað varðar aðgerðir í tengslum við verðlagningu einstakra þjón- ustuþátta skuldbindur sameinað fyrirtæki sig til að aðgreina í bókhaldi sínu slátrun og vinnslu og lúta skorðum og reglum við verðlagningu á slátrun og annarri nánari skilgreindri þjónustu í til- tekin tíma. „Þannig njóti bændur hagræð- is sem sameinað fyrirtæki ætlar að ná og þurfi ekki að sæta verð- hækkunum sem óhjákvæmilega geta leitt af samkeppnishamlandi samrunum. Skilyrðin eru jafn- framt til þess fallin að styðja við samningsforræði bænda og þar með styrkja það aðhald sem þeir geta beitt gagnvart kjötafurða- stöðvum,” segir í tilkynningu Samkeppniseftirlits. Selja eignarhlut í minni kjötvinnslum Kjötafurðarstöðvarnar eiga hlut í öðru slíkum og minni stöðvum, Fjallalambi og Sláturfélagi Vopnfirðinga og er eitt af skil- yrðum Samkeppniseftirlits að til að rjúfa eignartengsl við þessar stöðvar verði eignarhlutur bænda í þeim seldur. Skulu hlutirnir seldir til bænda, eða félaga í meirihluta- eigu bænda. Er sölunni settur tiltekinn frestur, sem háður er trúnaði. Komið í veg fyrir fækkun keppinauta og viðsemjenda Þá er skilyrði fyrir samruna fyrirtækjanna sem snýst um aðgerðir til að koma í veg fyrir fækkun keppinauta og viðsemj- enda bænda. Þannig er nefnt að Kjarnafæði hafi átt í viðskiptum við kjötafurðastöðvar B. Jensen og Sláturfélag Vopnfirðinga og kemur fram í greinargerð Samkeppniseftirlits að sameinað fyrirtæki skuldbindi sig til að eiga í áframhaldandi viðskiptum við þessi félög í tiltekinn tíma. Þessi viðskipti eru mikilvæg fyrir áframhaldandi rekstur þessara fyrirtækja, sem ella kynnu að hverfa af markaði. Miðar framangreind skuldbinding að því að fyrirtækin hafi ráðrúm til að bregðast við breyttum mark- aðsaðstæðum og starfa áfram sem sjálfstæðir keppinautar. Setja sér samkeppnisstefnu Að lokum eru skilyrði sem eiga að stuðla að samkeppnislegu sjálfstæði sameinaðs fyrirtækis. Eitt þeirra er að sameinað fyrir- tæki setji sér samkeppnisstefnu grípi til aðgerða til að tryggja eftirfylgni við sáttina í daglegri starfsemi, tryggi óhæði gagnvart keppinautum á vettvangi stjórnar og lykilstarfsmanna og haldi skrá yfir samskipti við keppinauta. Þessar aðgerðir eru til þess fallnar að fá sameinað fyrirtæki til að virða bannreglur samkeppnislaga og sporna við tjóni sem leitt getur af aukinni samþjöppun í grein- inni. Aðgerðir vega upp á móti skaðlegum áhrifum samruna Öllum þessum aðgerðum er ætlað að vega upp á móti skaðlegum áhrifum sem Samkeppniseftirlitið telur að samruninn hefði ella haft. Rannsókn Samkeppniseftirlits við vinnslu málsins leiddi m.a. í ljós að röskun gæti orðið á samkeppni vegna aukinnar samþjöppunar og það væri til tjóns fyrir neytendur og bændur. Eins gæti samruni leitt til þess að minni keppinautar í slátrun og vinnslu hyrfu af markaði. Ein birtingarmynd er varðar hindrun á markaði er að bændum væri ekki tryggð hlutdeild í ábata af þeirri hagræðingu sem sameinað fyrirtæki hyggst ná, þar sem þeim muni ekki gefast færi á að sýna sameinuðu fyrirtæki nægilegt aðhald. Þá vinni samkeppnishindranir sem af sam- runanum leiða gegn því að ábati hagræðingar skili sér til neytenda. Loks er nefnt að Samkeppniseftirlit hefði haft áhyggjur af því að val- kostum bænda fækki og þar með muni samningsstaða þeirra versna. Hagur bænda og neytenda að virk samkeppni ríki á mörkuðum Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það hag íslenskra neytenda og bænda að virk samkeppni ríki á mörkuðum fyrir slátrun gripa og í heildsölu og vinnslu kjötafurða „Kannanir á meðal bænda gefa til kynna víðtækan stuðning við aðgerðir til þess að standa vörð um samkeppni á þessu sviði,“ segir Páll Gunnar. Að mati Samkeppniseftirlits er sátt þess við samrunaaðila til þess fallin að verja hagsmuni bænda og neytenda og geri sameinuðu fyrirtæki kleift að eflast og dafna á grunni virkr- ar samkeppni og aðhalds af hendi bænda. /MÞÞ FRÉTTIR Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 SÍUR Í DRÁTTARVÉLAR Matvælafyrirtækin Norðlenska, Kjarnafæði og SAH Afurðir: Samkeppniseftirlit heimilar samruna gegn ákveðnum skilyrðum Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam­ keppnis eftirlitsins. Norðlenska Í samrunaskrá kemur fram að Norðlenska sé framleiðslufyrirtæki á sviði kjötvöru og sé með starfsstöðvar á Akureyri, Húsavík og í Reykjavík. Norðlenska slátri hrossum, nautgripum og svínum á Akureyri og sauðfé á Húsavík. Þá framleiði Norðlenska og selji ýmsar vörur úr lamba-, nauta-, grísa- og hrossakjöti undir vörumerkjunum Goði, KEA, Húsavíkurkjöt og Bautabúrið. Norðlenska er að fullu í eigu Búsældar ehf. sem er í dreifðu eignarhaldi 485 bænda. Kjarnafæði Kjarnafæði er matvælavinnslufyrirtæki sem framleiðir og selur ýmsar vörur úr lamba-, nauta-, grísa- og hrossakjöti. Starfsemi félagsins fer fram á Svalbarðseyri. Kjarnafæði er til jafns í eigu Eiðs Gunnlaugssonar og Hreins Gunnlaugssonar. Kjarnafæði á að fullu félagið GMS ehf. sem framleiðir tilbúna rétti fyrir Kjarnafæði. Einnig á Kjarnafæði 34,78% eignarhlut í keppinautnum Sláturfélagi Vopnfirðinga hf. Systurfélög Kjarnafæðis (í eigu sömu aðila) eru félagið Miðpunktur ehf. og Tani ehf. Fyrrnefnda félagið á ýmsar fasteignir á Akureyri, þ.á m. þá fasteign sem hýsir höfuðstöðvar Norðlenska á Akureyri. Tani ehf. á að fullu SAH afurðir ehf. SAH rekur sláturhús og afurðasölu á Blönduósi. Starfsemi félagsins felst í slátrun á hrossum, nautgripum og sauðfé, og sölu á afurðum til matvælavinnslufyrirtækja. SAH afurðir eiga 3,9% eignarhlut í keppinautnum Fjallalambi hf. „Forsvarsmenn félaganna hafa á liðnum árum reynt að finna flöt á sameiningu og er það meira en lítið ánægjulegt að við séum nú komin á þann stað að geta farið að framkvæma hann,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, eftir að Samkeppniseftirlit hafði heimilað félaginu samruna við Kjarnafæði og SAH Afurðir. Hann segir meðgönguna hafa verið langa, en félögin sendu inn samrunaskrá til Samkeppniseftirlits í byrjun september í fyrra. Aðdragandinn sé hins vegar mun lengri, félögin hafi rennt hýru auga hvort til annars um langt skeið enda hafi eigendum verið ljóst að æskilegt væri að þau rynnu saman í eitt, eigendum, bændum, starfsmönnum og neytendum til heilla. Ágúst Torfi segir samrunann samþykktan af Samkeppniseftirliti með skilyrðum, „sem við þurfum að vinna úr ásamt tæknilegum atriðum er varða samruna fyrirtækja og er áætlað að það geti teki allt að 10 vikur að klára þá vinnu og stofna nýtt fyrirtæki utan um hinn sameiginlega rekstur,“ segir hann. Sameinað félag öflugur vinnuveitandi á svæðinu Fyrir liggur nú að skipa stjórn sameinaðs félags sem vinna fer að skipulagi og uppsetningu þess. „Við höfum ekki talið okkur hafa heimild til að tala saman um hvernig rekstri sameinaðs félags verði háttað enda starfa félögin í samkeppni og eftir samkeppnislögum. Í framhaldi af þessu hefst sú vinna af fullum þunga,“ segir Ágúst Torfi. „Sameinað félag verður sterkara og heilbrigðara en samrunafélögin og líklegt til að verða öflugur vinnuveitandi á svæðinu auk þess að vera kerfislega mikilvægt fyrirtæki í virðiskeðju landbúnaðar. Ég held að það sé óhætt að óska eigendum félaganna, stafsmönnum og viðskipamönnum til hamingju með þennan áfanga.“ /MÞÞ Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska: Nýtt félag mikilvægt í virðiskeðju landbúnaðar Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.