Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 202116 Páskahrotur – páskastopp Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com Hverjum þykir sinn fugl fagur. Það eru orð að sönnu – bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Matsatriði eru stór hluti tjáskipta í mannlífinu, enda grundvallast þau á tilfinningalegum upplifunum – eins konar skynmati hvers og eins. Fólk hefur tilhneigingu til að leitast við að tjá mat sitt á ýmsu og virðist oft og tíðum fá talsvert út úr þeirri tjáningu. Margir njóta þess sömuleiðis að upplifa tjáningu annarra á þeirra mati. Svo er meira að segja hægt að rökstyðja matsatriðin. Fuglavernd stendur þessa dagana fyrir vali á Fugli ársins 2021. Þar gefst Íslendingum kostur á að velja sína uppáhaldsfugla, allt að fimm fugla sem raða má í sæti. Samkvæmt upplýsingum frá Guðrúnu Láru Pálmadóttur hjá Fuglavernd, var óskað eftir tilnefningum frá almenningi um 20 fugla sem valið stæði um. „Fólk var beðið að rökstyðja val sitt vel og voru þessir 20 fuglar valdir út frá fjölda tilnefninga en ekki síður röksemdunum sem með þeim bárust. Þannig komst til dæmis sendlingur inn á listann með mjög sterkri og góðri röksemdarfærslu þó hann fengi einungis eina tilnefningu. Það studdi líka fugla í að ná inn á frambjóðendalistann í ár að þeir væru komnir með kosningastjóra. Þannig var það til dæmis með grágæsina sem var fyrsti fuglinn í keppninni til að næla sér í talsmann,“ segir Guðrún Lára. Svartþröstur er fuglinn minn Ég er búinn að kjósa svartþröstinn af því að mér finnst hann svo skemmtilegur söngfugl og svo er hann með fallega dillandi fluglag. Þeir eru líka nýbúar og þurfa sérstakan móralskan stuðning. Svo tengist eitt svartþrastapar á Akranesi mér persónulegum böndum því það hefur gert sig heimakomið á lóðinni minni – og kvenfuglinn fór meira að segja á klósettið í húsinu mínu. Þar notaði hún þó nánast allt annað á baðherberginu undir sinn úrgang en beinlínis þar til gerðan húsbúnað. Nú er ég kallaður svartþrastarhvíslarinn af konu minni, þar sem ég náði eins konar fjarskynjunar (telepatísku) sambandi við kvenfuglinn við að lóðsa hana út um gluggann, eftir tvær misheppnaðar tilraunir hennar í mikilli geðshræringu. Eftir þessa andlegu reynslu höfum við borið mat fyrir parið og njóta skógarþrestir og starar einnig góðs af því. Nú stend ég hins vegar vaktina hverja stund á heimilinu og vörð fyrir smáfuglana vegna kattar sem gengur laus í hverfinu og hefur séð sér leik á borði. Ég veit ekki hver á þennan kött en hann virðist geta þvælst um alla lóðina mína og jafnvel rótað í matjurtabeðunum mínum án afskipta eigendanna. Hægt er að greiða atkvæði hjá Fuglavernd til 18. apríl og tilkynnt verður um val á Fugli ársins 2021 á sumardaginn fyrsta. Gleðilegt fuglasumar! /smh STEKKUR Fyrr á tíð, meðan veiðar á Íslands­ miðum voru enn þá frjálsar, fóru sögur af ævintýralegum aflabrögðum í kringum páska, sem gengu undir nafninu páskahrotur. Síðar fór þorskstofninum að hraka og upp úr 1990 var svo komið að ástæða þótti til að banna veiðar á þorski þegar hrygningin var í hámarki um páskaleytið. Veiðibannið sem kallað er páskastopp er enn í gildi nú þremur áratugum síðar þótt núverandi ástand stofnsins sé allt annað og betra en áður var. „Hugtakið páskahrota átti fullan rétt á sér í þá gömlu og góðu daga vegna þess að ef á annað borð var fiskigengd á okkar miðum brást það sjaldan að aflinn væri einmitt mestur um páskana hvort sem þeir voru seint eða snemma,“ sagði Hilmar Rósmundsson, landsþekktur aflamaður í Vestmannaeyjum, í samtali við Fiskifréttir árið 2005. Hilmar var aflakóngur í Eyjum þrjár vertíðar í röð, 1967-1969, en árið 1969 setti hann Íslandsmet í aflabrögðum þegar hann fiskaði 1.654 tonn á bát sinn Sæbjörgu VE, sem var aðeins 67 tonn að stærð. Nokkrum sinnum kom hann með 66 tonn úr róðri og eina vikuna landaði hann samtals 300 tonnum. Það hefur sennilega verið páskavikan. Flýtur meðan ekki sekkur „Páskavikunni fylgdi oft mikið erfiði,“ sagði Hilmar, „ekki eingöngu vegna þess hve mikið aflaðist heldur einnig af því að einmitt þessa viku var veðráttan oft ansi hörð fyrir þessar litlu fleytur. Það bættist svo við að föstudagurinn langi og páskadagur voru einu lögbundnu dagarnir á vertíðinni sem ekki mátti róa og varð því að hreinsa allan fisk úr netunum laugardaginn fyrir páska og annan í páskum þar sem hann lá undir skemmdum tveggja nátta í netunum. Þessir róðrar urðu oft bæði erfiðir og langir og ekki alltaf mikið borð fyrir báru þegar þessar litlu fleytur voru drekkhlaðnar að baksa til hafnar í leiðindabrælum. Þá þurfti sérstaka aðgát og sannaðist þá æði oft hið fornkveðna: Flýtur meðan ekki sekkur.“ Fyrsta páskastoppið Veiðibann um páska var fyrst sett árið 1992 en þá voru allar veiðar bannaðar frá 11.-21. apríl á stóru svæði við suður- og vesturströndina frá Bjargtöngum á Vestfjörðum austur að Stokksnesi við Hornafjörð. Vísað var til þess að klak hefði um nokkurra ára skeið verið langt undir meðaltali og hrygningarstofn þorsks kominn í sögulegt lágmark. Því þótti nauðsynlegt að gefa þorskinum auk- inn frið yfir háhrygningartímann. Í kjölfarið fylgdu svo friðanir víðar við landið. Eins og kunnugt er færast pásk- arnir til á dagatalinu (frá fornu fari vegna tengingar við tímatal Gyðinga sem miðast við tunglár) og geta þeir verið allt frá því seint í marsmánuði til síðari hluta aprílmánaðar. Af hag- kvæmnisástæðum var ákveðið að láta veiðibannið fylgja páskum og fara þannig saman við lögbundna frí- daga, en tímasetningin hafði ekkert að gera með fiskigengd tengda gangi himintungla og straumum. LS vill undanskilja handfæraveiðar Ekki eru allir sáttir við hrygningar- stoppið, eins og páskaveiðibannið er einnig kallað. Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur allt frá upphafi óskað eftir því að bannið næði ekki til línu- og handfæraveiða. Árið 2019 fór LS fram á það við sjávarútvegsráðherra að einungis handfæraveiðar yrðu undanþegnar banninu. Þessum óskum hefur ávallt verið hafnað. Rök LS fyrir óskum sínum eru m.a. þau að frá því að hrygningar- stoppið var sett árið 1992 hafi aðstæð- ur gjörbreyst. Hrygningarstofninn hafi stækkað úr 123.000 tonn- um árið 1993 í 652.000 tonn árið 2018. Þá hafi hlutfall 8 ára þorsks og eldri aukist úr 20% árið 1993 í 44% árið 2017, en stærri þorskurinn er talinn mikilvægari fyrir hrygn- inguna í heild en smærri þorskurinn. Jafnframt er bent á að árið 1992 hafi 240 bátar stundað netaveiðar og veitt 23% af heildarþorskaflanum og sú stærð sem að mestu kom í netin hafi verið sú stærð sem vantaði í hrygningarstofninn. Árið 2018 hafi aðeins 60 bátar stundað netaveiðar og veitt 6,9% af þorskaflanum. LS benti jafnframt á að farsvið smábáta væri takmarkað sem gerði það að verkum að áhrif hrygningarstopps væru mun meiri á smábáta en önnur skip. Þeir þyrftu að stíma allt að áttfalda vegalengd til að komast út fyrir mörk hrygningarstoppsins til að veiða sama magn og næðist utan hafna í Faxaflóa og Breiðafirði. Þá væri færafiskurinn smærri en sá fisk- ur sem mikilvægast þætti að vernda. Svör Hafró Í svar Hafrannsóknastofnunar við spurningum LS um hrygningar- stoppið er tekið undir það að sam- setning hrygningarstofns þorsks hafi gjörbreyst til batnaðar á þeim tíma sem veiðibannið hafi verið í gildi, þótt erfitt sé að aðskilja árangur einnar aðgerðar líkt og friðun á hrygningartíma frá áhrifum annarra aðgerða eins og upptöku aflareglu og betri stjórn á veiðum almennt. Um það hvers vegna bannið nái einnig til handfæraveiða segir Hafró að í upphafi hafi markmið veiðibannsins verið að minnka sókn í stórþorsk. Hins vegar hafi rann- sóknir sýnt að truflun við hrygningu t.d. vegna veiðarfæra geti haft þau áhrif að þorskur fari af hrygningar- slóð og snúi ekki þangað aftur. Algör friðun fyrir veiðum á hrygningarslóð auki líkur á því að hrygning og klak heppnist vel. Einnig var spurt hvort sá tími sem hrygningarstoppið næði yfir væri hápunktur hrygningar þorsks. Svar Hafró er það að hámark hrygningar- innar sé breytilegt frá ári til árs, en rannsóknir stofnunarinnar sýni að það sé í apríl og nái veiðibannið að jafnaði að mestum hluta yfir þann tíma . Hvernig gera aðrar þjóðir? LS spurði Hafró einnig hvort aðrar þjóðir stöðvi veiðar með línu og handfærum yfir hrygningartíma þorsks eða annarra fisktegunda. Í svari Hafró kemur fram að við aust- urströnd Kanada og Bandaríkjanna sé hrygningarstopp fyrir þorsk og ýsu þar sem notkun allra veiðarfæra sem geta veitt botnfisk sé bönnuð á skilgreindum hrygningarsvæðum. Tímalengd lokana er frá einum og hálfum mánuði til fimm mánaða. Svipaða sögu er að segja frá vest- urströnd Skotlands þar sem hrygn- ingarsvæði í Clyde firði er lokað í tvo mánuði. Afmörkuðum hrygn- ingarsvæðum í Noregi er lokað frá 1. janúar til 6. júní fyrir öllum veiðum. Er hrygningarstoppið of stutt? Greinargerð Hafró lýkur með þessum orðum: „Tímabil friðunaraðgerða til verndar hrygningarþorski við Ísland er tiltölulega stutt miðað við nágrannaþjóðirnar eða 2-4 vikur og nær eingöngu til þess tímabils sem hrygning er talin vera í hámarki. Rannsóknir hafa sýnt að hrygning þorsks nær allt frá miðjum mars og langt fram í maímánuð. Í ljósi tímalengdar lokanna vegna hrygn- ingar þorsks hjá nágrannaþjóðum okkar má velta upp hvort núverandi reglugerð um friðun hrygningar- þorsks nái nægjanlega langt með tilliti til tímalengdar.“ NYTJAR HAFSINS T ímabil friðunaraðgerða til verndar hrygningarþorski við Ísland er tiltölulega stutt miðað við nágrannaþjóðirnar, eða aðeins tvær til fjórar vikur. Þorskveiðar í net hafa dregist verulega saman á liðnum árum. Spóinn er fallegur fugl, en er ekki á lista yfir þá 20 fugla sem eru í kjöri. Mynd / smh Fugl ársins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.