Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 202144 Að flytjast búferlum og víkka þar með sjóndeildarhringinn er gott veganesti út í lífið. Ég og maðurinn minn tókum þá ákvörðun að flytjast búferlum til Noregs á sínum tíma. Ég stundaði nám við lagadeild háskólans í Ósló og lauk þaðan mastersprófi. Í framhaldi starfaði ég síðan hjá sendiráði Íslands í Osló. Maðurinn minn er búfræðingur að mennt og aflaði hann sér frekari reynslu innan norska landbúnaðarins. Víkkaði hann þar með sinn landbúnaðarsjóndeildarhring. Við bjuggum alls sex ár í Noregi. Fyrst í Heiðmörk og síðar í litlum bæ sem heitir Frogner. Landbúnaður á hug og hjörtu okkar og stundum við í dag mjólkurframleiðslu í Rangárþingi. Horfum til Noregs – ferðir til og frá vinnu niðurgreiddar fyrir landsbyggðarfólk Samgöngur í Noregi eru góðar og auðvelt að stunda nám eða atvinnu fyrir þá sem búa á landsbyggðinni. Algengt er að vinnustaðir bjóði starfsmönnum að vinna heima hluta úr viku eða eftir öðru fyrirkomulagi, svokallað hjemmekontor. Það eru ekki eingöngu góðar samgöngur og sveigjanlegur vinnutími sem styrkir búsetu á landsbyggðinni í Noregi heldur einnig fjárhagslegir hvatar af hálfu hins opinbera. Ferðir til og frá vinnu eru niðurgreiddar sem nemur fastri fjárhæð fyrir hvern ekinn km. Önnur leiðin þarf að vera að lágmarki 33 km og er niðurgreiðslan óháð því hvernig viðkomandi kemur sér til vinnu, hvort heldur með lest, strætó, einkabíl eða í samfloti með öðrum. Ef hjón keyra saman þá getur hvort um sig sótt um niðurgreiðslu. Sértækur stuðningur fyrir ákveðin búsetusvæði Í Noregi eru fjárhagslegir byggðahvatar fyrir ákveðin búsetusvæði. Meginmarkmiðið er að skapa aðlaðandi búsetuskilyrði fyrir fjölskyldur í þeim tilgangi að styrkja og efla brothættar byggðir. Fjárhagslegu byggðahvatarnir fela m.a. í sér lægri tekjuskatt, niður­ færslu á námslánum sem og niður­ fellingu námslána fyrir grunn­ skólakennara. Þessu til viðbótar eru fyrirtæki á svæðinu undanþegin tryggingargjaldi. Við hjónin keyrðum eitt sumarið til Þrándheims. Vorum við heilluð af því hversu blómleg og lifandi landsbyggðin er í Noregi, litlir þéttbýliskjarnar allt um kring og iðandi mannlíf. Það er gömul saga og ný að það er margt sem við getum lært af frændum okkar í Noregi. Víkkum sjóndeildarhring byggða mála á Íslandi. Sköpum fjár hagslega byggðahvata. Eflum sveigjan leika atvinnulífsins. Glæð­ um landsbyggðina nýju lífi – fyrir Ísland allt. Heiðbrá Ólafsdóttir Höfundur er lögfræðingur, kúabóndi og formaður Miðflokksdeildar Rangárþings. Heimildir: https://www.regjeringen.no/no/ tema/kommuner-og-regioner/ regional--og-distriktspolitikk/ Berekraftig-regional- utvikling-i-nord/virkemidler-i- tiltakssonen/id2362290/ https://www.smartepenger.no/ skatt/640-reiseutgifter Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins jarðræktarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöð Land búnaðarins býður upp á ráðgjafarpakka í jarðrækt sem nefnist Sprotinn. Á þeim sjö árum sem liðin eru síðan fyrst var boðið upp á jarðræktarráðgjöf í pakkaformi hefur Sprotinn tekið breytingum til að koma betur til móts við bændur og til að fylgja eftir þróun og breytingum sem orðið hafa. Ýmsir kostir Þeim bændum sem nýta sér ráðgjöfina hefur fjölgað jafnt og þétt enda eru ýmsir kostir sem fylgja því að vera í Sprotanum. Má þar nefna aðstoð við skráningar á jarðræktarskýrslum í Jörð.is, skil gagna vegna jarðræktarstyrkja og landgreiðslna, viðhald túnkorta og gerð áburðaráætlunar sem er yfirleitt lokaverkefni Sprotans á hverju ári. Auk þessa er heimsókn ráðunautar að hausti sem hægt er að nýta til skrafs og ráðagerða og hugsanlega jarðvegssýnatöku og ekki er innheimt komugjald vegna hennar. Þess ber að geta að hægt er að velja á milli tveggja misstórra pakka, það er 7 og 11 klukkutíma. Í þeim stærri er meira svigrúm til frekari ráðgjafar svo sem vegna ræktunaráætlunar eða annarra þátta sem bóndi óskar eftir og svigrúm fyrir tvær heimsóknir á búið. Sveigjanleiki innan Sprotans Markmiðið með Sprotanum er að veita bændum markvissa ráðgjöf í ræktun og leiðbeina varðandi jarðræktarskýrsluhald í Jörð.is, með það að leiðarljósi að bæta nýtingu áburðar og hagkvæmni fóðuröflunar. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða ráðgjöf þannig að hægt sé að þjónusta hvern og einn eftir þörfum. Þannig getur hver bóndi ákveðið í samráði við ráðunaut hvað leggja eigi áherslu á en það er sérstaklega gott þegar bændur nýta sér ráðgjöf í Sprota árlega. Rétt er að benda á að auðvelt er að aðlaga ráðgjöf innan Sprotans að útiræktun á grænmeti. Stækkandi hópur Á síðasta ári voru rúmlega 50 býli sem nýttu sér jarðræktarráðgjöf í gegnum Sprotann. Eitt af því sem gert er fyrir hvert bú er að reikna og setja fram kostnað vegna áburðarnotkunar miðað við skráða uppskeru, sjá meðfylgjandi mynd. Vert er að benda á að upplýsingarnar byggja á skráningum í Jörð.is og ef villa er í þeim kemur hún fram við alla greiningu sem unnin er út frá þeim. Því er mjög mikilvægt að vanda alla skráningu til að gögnin gefi sem réttasta mynd hverju sinni. Þegar myndin er skoðuð er áhugavert að sjá mikinn breytileika milli búa. Þórey Gylfadóttir jarðræktarráðunautur RML thorey@rml.is Beingreiðslur í garðyrkju – krafa um skýrsluhald: Kynningarfundur RML um skýrsluhald í Jörð fyrir ylræktendur Í Reglugerð um stuðning við garðyrkju (nr. 1273 2020) stendur í 7. gr. að skilyrði fyrir beingreiðslum sé fullnægjandi skil á skýrsluhaldi. Í stuttu máli þýðir þetta að til þess að fá beingreiðslur, þurfa ylræktar- bændur sem fram leiða afurðir til manneldis nú að skrá rækt- un sína í skýrsluhaldsforritið Jörð. Forritið hefur hingað til verið notað til skýrsluhalds í jarðrækt og útiræktun matjurta. Vegna kröfu um skýrsluhald í ylrækt hefur forritið verið uppfært þannig að nú er hægt að skrá þar ræktun í gróðurhúsum í samræmi við kröfur í reglugerð. Gróðurhús sem skráð eru í fasteigna­ skrá eru tengd við lögbýli/garðyrkju­ stöð, og með aðgangi að Jörð geta bændur skráð ræktun í húsum sínum þar, og uppfyllt þannig kröfur um skýrsluhald. Í lok árs eru ræktun­ arupplýsingar svo teknar saman í skýrslu sem fylgir uppgjöri vegna beingreiðslna. Ráðgjafarmiðstöð land bún að­ arins boðar til rafræns kynningar­ fundar um skýrsluhald í ylrækt fimmtudaginn 29. apríl nk. kl. 15.00. Þar verður farið yfir helstu atriði skýrsluhaldsins, sýnd nokk­ ur dæmi um skráningar í Jörð og svarað fyrirspurnum. Hægt er að skrá sig á fund­ inn með tölvupósti á helgi@ rml.is. Æskilegt er að bændur fái sér aðgang að Jörð og skoði forritið fyrir fundinn. Mögulegt er að sækja um aðgang að Jörð í gegnum Bændatorgið eða hafa samband við þjónustufulltrúa í síma 516­5000 eða með tölvupósti á netfangið rml@rml.is. Glæðum landsbyggðina nýju lífi SAMFÉLAGSRÝNI Heiðbrá Ólafsdóttir, Jóhann Rúnar Sævarsson og hundurinn Boli. Myndin er tekin í Geirangerfjord í Noregi sumarið 2015. Bænda 29. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.