Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 202148 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Þorsteinn og bróðir hans, Magnús Helgi, keyptu jörðina af foreldrum sínum 2004 og bjuggu félagsbúi til 2014 þegar bústofninum var skipt upp. Steinunn flutti í Haukholt 2012. Sumarið 2020 keyptu þau svo hlut Magnúsar og konu hans, Alinu. Fjölskylda Þorsteins hefur búið í Haukholtum síðan 1798. Býli: Haukholt 1. Staðsett í sveit: Uppsveit Hruna­ mannahrepps. Ábúendur: Þorsteinn Loftsson og Steinunn Lilja Heiðarsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Börnin eru Loftur, 7 ára, Víglundur, bráðum 6 ára, Heiðdís Hanna, 20 mánaða og fjórða barnið kemur um svipað leyti og lömbin. Oftast ein au­pair, stundum fleiri, stundum færri. Border Collie­tíkurnar Vísa, Grýla og Staka. Stærð jarðar? Um 470 ha. Gerð bús? Sauðfjárbú með hrossarækt. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 350 fjár á vetrarfóðrum og 20 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þeir eru æði misjafnir, eru þessa dagana mjög litaðir af óléttu húsfrúarinnar og rúningi bóndans úti um allar koppagrundir. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Langflest þeirra mjög skemmtileg en smalamennskur klárlega í miklu uppáhaldi. Að sópa og skafa gólfgrindur líklega þau leiðinlegustu! Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en vonandi með betri afurðir eftir á og talsvert hærra afurðaverði. Vonandi mun meiri vinnsla afurða heima við. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Það þarf að stimpla betur inn sérstöðu íslenskrar vöru með tilliti til hreinleika og lítillar sýklalyfjanotkunar, þar koma upprunamerkingar sterkar inn. Það þarf líka að ýta vel undir nýsköpun og vöruþróun í matvælaframleiðslu hérlendis. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Um þessar mundir er ekki á neitt að treysta í þeim efnum! En það þarf mikið að ganga á svo ekki sé til ostur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Þar sem börnin eru orðin fleiri en foreldrarnir væri lygi að segja eitthvað annað en grjónagrautur. Foreldrarnir vilja samt koma á framfæri dálæti sínu á góðu lamba­ og hrossakjöti. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Síðasta fjallferð er ofarlega á listanum. Fyrsta fjallferðin sem við förum ríðandi saman hjónin, riðið inn fyrir Kerlingarfjöll í blíðskaparveðri (fjórða fjallferðin saman en Steinunn hafði áður trússað), komumst að því á fimmta degi að við ættum von á fjórða barninu og mjög góðir vinir okkar giftu sig við afréttarhliðið. Og við tóku sóttvarnar­réttir. Þær gerast líklega ekki mikið viðburðarríkari, fjallferðirnar. Svo verðum við að minnast á vel heppnaðar kynbótasýningar á hrossum, erum mjög þakklát fyrir góðan árangur þar. Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmarín Að grilla lambakjötið á þennan hátt er fljótlegra og auðveldara, sumsé að hafa kjötið skorið í bita – en má líka hafa heilt lambalæri en þá er lengri eldunartími. Að auki fær kjötið milt bragð og mikið af dýrindis skorpu af grillinu en auðvitað má elda lambakjöt í ofni. Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmaríni Hráefni › 4–5 bitar beinlaust lambakjöt, til dæmis framhryggur eða innra læri (eða heilt úrbeinað lambalæri) › 1/4 bolli jómfrúarólífuolía › 8 stórir hvítlauksgeirar, marðir og grófsaxaðir › 2 msk. hakkað rósmarín › Salt og nýmalaður pipar Aðferð Skref 1 Dreifið lambakjötinu á bretti. Með úrbeiningarhníf eða skurðarhníf er lambakjötið skorið í hæfilega stóra bita. Skerið umframfitu og sinar burt. Skref 2 Blandið saman ólífuolíu, hvítlauk og rósmaríni á stóru fati. Bætið lambakjötinu við og veltið upp úr. Látið marinerast við stofuhita í fjórar klukkustundir, snúið nokkrum sinnum. Skref 3 Kveikið á grillinu. Kryddið lambið með salti og pipar; ekki skafa hvítlaukinn eða rósmarínið af. Grillið lambið yfir heitum eldi og snúið oft þar til hitamælir sýnir 60 gráðu kjarnhita fyrir miðlungs steikt kjöt. Eldunartíminn er breytilegur eftir stærð og lögun á lambabitunum sem valdir eru, allt frá átta mínútum fyrir 200 g stykki í 20 mínútur fyrir 600 g stykki. Flytjið lambakjötið á bretti og látið hvíla í 15 mínútur. Sneiðið lambið þunnt og berið fram. Undirbúningur: Lambið getur marinerast í kæli yfir nótt. Látið ná stofuhita áður en grillað er. Gott að bera fram með kartöflum og íslensku grænmeti og villisveppasósu. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Haukholt 1 Gott er að bera kartöflur og íslenskt grænmeti fram með grilluðu lambakjöti – og hafa villisveppasósu með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.