Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 20212 FRÉTTIR Mikill munur er á húshitunar­ kostnaði milli svæða hér á landi, mun meiri en þegar raforkuverð er skoðað. Kostnaður við húshitun á þeim svæðum þar sem verð er lægst er um þriðjungur (33%) þess verðs sem íbúar á svæðum þar sem verð er hæst þurfa að greiða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um orkukostnað heimilanna. Byggðastofnun hefur líkt og undanfarin ár fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli við raforkuhitun og húshitun á nokkrum þéttbýlisstöðum sem og í dreifbýli. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350 m3. Almenn raforkunotkun er sú raforka sem er notuð í annað en að hita upp húsnæði, s.s. ljós og heimilistæki, en miðað er við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kWst við húshitun án varmadælu og 14.200 kWst með varmadælu. Miðað er við gjaldskrá frá 1. september 2020. Auk staðanna sem miðað var við síðustu ár hafa 22 nýir staðir bæst við og ná tölur fyrir þá alla aftur til 2014. Samhliða skýrslunni kemur jafnframt út mælaborð þar sem hægt er að skoða orkukostnað í þéttbýli á korti og súluritum. Munur á raforkuverði í þéttbýli og dreifbýli 53% Hvað raforku varðar er lægsta mögulega verð fyrir viðmiðunar­ eignina, með flutnings­ og dreif ingarkostnaði hjá Veitum: Í Mosfellsbæ, í Reykjavík, Kópavogi, austurhluta Garðabæjar, á Seltjarnarnesi og á Akranesi, um 79 þúsund krónur. Hæsta gjald í þéttbýli er um 92 þúsund krónur hjá Orkubúi Vestfjarða en raforkuverð er áberandi hærra í dreifbýli, eða um 121 þúsund krónur. Lægsta mögulega verð í dreifbýli er 53% hærra en lægsta mögulega verð í þéttbýli. Mikill munur á húshitunarkostnaði Þegar kemur að húshitunarkostnaði viðmiðunareignar er munurinn á milli svæða mun meiri en á raforkuverði. Lægsta mögulega verð er hæst 191 þúsund krónur á stöðum þar sem þarf að notast við beina rafhitun, meðal annars á Grundarfirði, á Hólmavík, í Neskaupstað, á Reyðarfirði, í Vík og á Vopnafirði auk dreifbýlis á svæðum RARIK og Orkubús Vestfjarða. Með varmadælu er þó áætlað að hann geti lækkað í um 96 þúsund krónur fyrir viðmiðunareign, eða um 50%. Lægsti húshitunarkostnaðurinn er á Flúðum og Seltjarnarnesi, um 66 þúsund krónur, og í Brautarholti á Skeiðum, um 53 þúsund krónur. Á þessum stöðum er húshitunarkostnaður því um þriðjungur af kostnaðinum þar sem hann er hæstur. Heildarkostnaður frá 145 þúsund upp í 284 þúsund Ef horft er til lægsta mögulega heildarorkukostnaðar fyrir viðmiðunareignina þá er hann, líkt og undanfarin ár, hæstur í dreifbýli þar sem ekki er hitaveita 312 þúsund krónur. Heildarkostnaður í þéttbýli er hæstur 284 þúsund krónur á Hólmavík og öðrum þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum með beina rafhitun og þarnæst 279 þúsund krónur á þéttbýlisstöðum annars staðar á landinu þar sem er rafhitun, þ.m.t. í Grundarfirði, í Neskaupstað, á Reyðarfirði og á Vopnafirði. Lægsti heildarorkukostnaður landsins er á Seltjarnarnesi 145 þúsund krónur en þar næst á Flúðum og í Mosfellsbæ, 155 þúsund og 160 þúsund krónur. /MÞÞ Skýrsla Orkustofnunar um orkukostnað heimilanna: Mikill munur á húshitunarkostnaði milli þéttbýlis og dreifbýlis – þeir sem njóta lægsta verðs greiða einungis um einn þriðja af verði þeirra sem mest þurfa að borga Mikill munur er á milli þéttbýlis og dreifbýlis þegar kemur að kostnaði við húshitun hér á landi. Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta- fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir – Selbakki ehf. stofnar sérstakt dótturfélag, Flateyjarbúið ehf., utan um rekstur kúabúsins Stjórn Selbakka ehf., sem á og rekur Flateyjarbúið á Mýrum í Austur­Skaftafellssýslu, hefur ákveðið að skipta rúmlega 2.000 hektara landi Flateyjarjarðarinnar í tvær jarðir. Garðar Garðarsson, lögmaður hjá Landslögum, segir að við það verði annars vegar til um það bil 600 hektara stór jörð á ræktuðu landi og á þeim parti standi þau mannvirki sem eru á jörðinni. Sá jarðarhluti mun áfram bera nafn Flateyjar og þar verður áfram stundaður hefðbundinn búskapur. Skinneyjar-Þinganes keypti Flateyjarbúið 2013 Flateyjarbúið komst í eigu útgerðar­ félagsins Skinneyjar­Þinga nes hf. árið 2013 og hefur síðan verið í eigu dótturfélags þess, Selbakka ehf. Þar var byggt upp nýtt og mjög nýtísku­ legt um 4.700 fermetra fjós og er það nú eitt stærsta kúabú landsins með um 200 mjólkandi kýr. Staðan var neikvæð og hlutafé stóraukið árið 2020 Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í júlí 2020 hefur búið verið rekið með tapi undanfarin ár og nam það samanlagt 411 milljónum á árunum 2017 og 2018. Þá var eigið fé orðið neikvætt um 386,9 milljónir í árslok 2019. Félagið var að sögn blaðsins í verulegri skuld við móðurfélag sitt Skinney­Þinganes, eða sem nam tæpum 1,3 milljörðum króna í árslok 2019. Á síðasta ári var gripið til þess ráðs að auka hlutafé um 800 milljónir króna, eða úr 170 milljónum í 970 milljónir. Nú hafa eigendur Selbakka stofnað dótturfélag, Flateyjarbúið ehf., um þennan rekstur. Að stærstum hluta er Flateyjarbúið áfram í eigu Selbakka og annars félags sem leggur því til sérfræðikunnáttu, en Fóðurblandan, sem er í eigu KS og dótturfélaga þess, á þar einnig óverulegan hlut. Hentugt að gera kúabúið að sérstakri efnahagslegri einingu Hinn partur jarðarinnar er að sögn Garðars um 1.400 hektarar að stærð og hefur enn ekki endanlega verið fest niður hvert heiti þeirrar jarðar verður þó vissulega hafi komið fram hugmyndir. „Það er enn verið að vinna að undirbúningi landsskiptanna,“ segir Garðar. Áform um uppgræðslu Selbakki ehf., sem á einnig jarðirnar Einholt og Haukafell, er með frekari áform um uppgræðslu á þessum þremur jörðum. Meðal annars af þeim sökum þótti það hentugt að gera rekstur kúabúsins að sérstakri efnahagslegri einingu. „Það er von okkar sem að þessum rekstri koma að Flatey verði áfram höfuðból á Mýrum og eitt af flaggskipum íslensks landbúnaðar,“ segir Garðar. /MÞÞ/HKr. Flateyjarbúið í Austur-Skaftafellssýslu. Mynd / HKr. Um 69% fækkun gistinátta í mars Borið saman við 174.500 gistinæt­ ur í mars 2020 má ætla að orðið hafi um það bil 69% samdráttur í fjölda gistinátta í mars á milli ára. Þar af má ætla að gistinóttum útlendinga hafi fækkað um 92% en gistinóttum Íslendinga hafi á móti fjölgað um 107% og þar með rúmlega tvöfaldast. Miðað við bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands sem byggja á fyrstu skilum fyrir marsmánuð, má ætla að gistinætur á hótelum í mars hafi verið um 54.400 (95% öryggismörk 48.500–60.300), þar af hafi íslenskar gistinætur verið um 41.800 (95% öryggismörk 36.500­47.100) og gistinætur útlendinga um 12.600 (95% öryggismörk 10.200­15.100). Samkvæmt sömu áætlun var rúmanýting í mars 2021 um 11,4% (95% öryggismörk: 10,1%­12,7%) samanborið við 25,1% í sama mánuði í fyrra. Um miðjan mars í fyrra var fyrsta samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sett á og ferða­ mannastraumur til landsins dróst verulega saman. Bráðabirgðatölur fyrir febrúar 2021 gerðu ráð fyrir að gistinætur hefðu verið um 46.800 (95% öryggismörk 42.500–51.100). Þegar búið var að vinna úr öllum tölum fyrir febrúar reyndist endanlegur fjöldi hótelgistinátta hafa verið 41.900 sem var heldur lægra en 95% öryggismörk sögðu til um. /HKr. Vöruskipti óhagstæð um 21,4 milljarða Fluttar voru út vörur fyrir 61,5 milljarða króna í mars 2021 og inn fyrir 83 milljarða króna cif (76,8 milljarða króna fob) samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Vöruviðskiptin í mars, reiknuð á fob/cif­verðmæti, voru því óhagstæð um tæpa 21,4 millj­ arða króna. Til samanburðar voru vöruvið­ skiptin reiknuð á fob/cif­verðmæti óhagstæð um 19,4 milljarða króna í mars 2020 á gengi hvors árs fyrir sig. Vöruviðskiptajöfnuðurinn í mars 2021 var því 2 milljörðum óhagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Vöruviðskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 151,5 milljarða króna sem er 43 milljörðum hagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Útflutningsverðmæti landbúnaðar afurða jókst um 103,4% Verðmæti vöruútflutnings í mars 2021 jókst um 5 milljarða króna, eða um 8,8%, frá mars 2020, úr 56,5 milljörðum króna í 61,5 milljarða. Verðmæti útfluttra iðnaðarvara jókst um 579 milljónir króna, eða 2,2% samanborið við mars 2020, útflutn­ ingsverðmæti sjávarafurða jókst um 1,1 milljarð (4,2%) en útflutnings­ verðmæti landbúnaðarafurða jókst hins vegar um 103,4%, eða um 3,4 milljarða króna, úr 3,2 milljörðum í mars 2020 í 6,6 milljarða í mars 2021, og skýrist það nær eingöngu af mikilli aukningu í útflutningsverð­ mæti fiskeldis sem jókst um 100,3%, úr 2,7 milljörðum í mars 2020 í 5,5 milljarða í mars 2021. Verðmæti vöruinnflutnings dróst saman um 3,2% Verðmæti vöruinnflutnings nam 83 milljörðum króna í mars 2021 sam­ anborið við 76 milljarða í mars 2020. Verðmæti innfluttra mat­ og drykkj­ arvara jókst um 18,8% og annarra neysluvara um 41,2% samanborið við mars 2020. Einnig jókst verð­ mæti hrá­ og rekstrarvara um 14,3% á meðan verðmæti annarra liða dróst saman. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.