Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 45 Formaður Bændasamtakanna ritaði leiðara í síðasta Bænda blað (11. mars 2021) undir fyrirsögn- inni „Sameinumst um mikilvæg verkefni“. Mæli hann allra manna heilastur. Í greininn er formað- urinn hugsi yfir starfsmönnum Landbúnaðarháskólans og segir: „Nú skrifa fræðimenn greinar og skýrslur um ofbeit á Íslandi sem sé svo umfangsmikil og umtalsverð að eina lausnin liggi hreinlega í því að fella allan bústofn.“ Ja hérna! Að fella beri nautgripi, hesta, kindur og svín? Jafnvel hænsni? Varla hefur slíkum skoðunum verið haldið á loft af starfsmönnum LbhÍ. En áratug- um saman hefur verið bent á að á sumum svæðum landsins er verið að beita vistkerfi sem eru í slæmu ástandi og hlífa ætti fyrir beit. Þessar athugasemdir byggja á faglegum aðferðum við mat á vistkerfum, m.a. stöðu og virkni jarðvegs og gróðurs, þar sem tekið er tillit til jarðvegsrofs, möguleika kerfisins til að miðla vatni, orku- náms plantna og hringrásar nær- ingar. Þar sem núverandi staða visteininga er borin saman við eðli- lega virkni á hverju svæði sem er í samræmi við viðurkennda alþjóð- lega aðferðafræði við mat á landi. Tilraunir til að taka á þeim vanda sem felst í hrundum vistkerf- um landsins hafa misheppnast, m.a. gæðastýring í sauðfjárrækt, sem tók gildi upp úr aldamótum. Hún varð þó ekki virk fyrr en tæpum áratug síðar. Síðan leið annar ára- tugur og í ljós kom að þetta kerfi er ekki að virka og fyrir því hafa verið færð skýr og fagleg rök. Síðast var komið á samvinnuver- kefni á vegum Landgræðslunnar og Félags sauðfjárbænda um að meta og vakta ástand gróðurauðlinda – GróLind. Fyrstu niðurstöður þess verkefnis hafa nú verið birtar og þær staðfesta allt sem áður hefur verið sagt um ástand landsins. Það hefur löngum tíðkast að skjóta sendiboðann, ekki síst ef skortir vilja til að horfast í augu við stað- reyndir. En það fer formanninum engan veginn að munda slík skot- vopn og afneitun á slæmu ástandi lands þar sem það á við er alls ekki hagur bændastéttarinnar. Formaðurinn ritaði í leiðar- ann „Væri ekki nær að skólinn og þeirra starfsmenn væru með uppbyggilegar leiðbeiningar til bænda hvernig betur mætti fara heldur en að mála þá sem skúrka náttúrunnar?“ Reyndar er það svo að leiðbein- ingar um hvað betur mætti fara hafa legið fyrir áratugum saman: hætta beit á verst förnu svæðun- um, minnka beit þar sem það á við. Þessu er unnt að ná fram með stórbættu styrkjakerfi í landbúnaði (eða til dreifbýlis öllu heldur), þar sem boðið væri upp á fækkun fjár, sérstaklega á þeim svæðum sem henta illa til framleiðslunnar. Um leið ætti að styrkja aðra valkosti við framleiðslu – m.a. í takt við breytt fæðuval þjóðarinnar og um leið stuðla að endurheimt land- gæða. Endurskoðun á gæðastýr- ingu í sauðfjárrækt verður að taka mið af faglegum sjónarmiðum er varða viðmið og sjálfbæra land- nýtingu – sú reglugerð sem nú er í gildi og var harðlega mótmælt af Landgræðslunni leiðir „grænþvott- ar“, sem skaðar hag þeirra sem nýta gott land til framleiðslunnar. Þá væri ekki úr vegi að hætta fram- leiðslu á lambakjöti umfram eftir- spurn á innanlandsmarkaði. Ég tek undir lokaorð formanns- ins í leiðaranum um að „auka veg Landbúnaðarháskóla Íslands“ og þar mættu samtök bænda vera mun virkari. En ég hafna því alfarið að stofnunin sé notuð „í pólitískum áróðri gegn bændum“. Fræðafólk í háskólum setur fram niðurstöð- ur sínar á eigin ábyrgð. Íslenska háskólakerfið hvetur fagfólk til samfélagsþátttöku á grunni sinn- ar þekkingar – sem betur fer. Háskólastofnanir sem slíkar hafa sjaldnast álit á tilteknum faglegum álitamálum. Það er ekki hlutverk háskólafólks að horfa fram hjá því sem miður fer á þeim fagsviðum sem það stundar. Þvert á móti: því ber beinlínis að rannsaka og benda á faglegar staðreyndir, t.d. um bágt ástand vistkerfa landsins og ranga nýtingu þar sem hún á sér stað. Það er rétt hjá formanninum að við þurfum öll í sameiningu að takast á við brýnustu verkefnin. Eitt brýnasta verkefni íslensks samtíma er að takast á við ranga landnýtingu þar sem hún á sér stað, endurheimta hrunin vistkerfi og um leið að takast á við loftslags- vanda jarðarinnar. Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðar- háskóla Íslands. LÍF&STARF Landbúnaður á forsendum morgundagsins Nauðsynleg og tímabær uppstokkun á íslensku landbúnaðarkerfi er yfirvofandi. Þar kemur margt til. Tækninýjungar, breytt viðhorf og öðruvísi neysla blasa við ef horft er yfir hið alþjóðlega matvælasvið. Þau ríki og búgreinar sem aðlagast þessu munu lifa af. Að undanförnu hefur undirritaður vakið athygli á því í greinum og viðtölum að kröfur varðandi umhverfismál, gegnsæi og dýravelferð hljóta að verða til grundvallar opinberum stuðningi við matvælaframleiðslu á Íslandi. Næsti búvörusamningur verður allt öðruvísi en sá sem nú er hálfnaður. Verðmætasköpun er grunnur lífskjara Við munum í auknum mæli sjá samruna atvinnugreina, meðal annars í nýjum líftæknifyrirtækjum sem nýta afurðir plantna og dýra til að skapa verðmætar afurðir. Við höfum nokkur nýleg íslensk dæmi þar sem nýsköpunarfyrirtæki sem vinna með afurðir plantna eða dýra hafa slitið barnsskónum og eru að skila milljarða gjaldeyristekjum fyrir þjóðarbúið. Þessi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að nýta hugvit og menntun til að skapa verðmæti og útflutningstekjur úr hreinni íslenskri náttúru. Oft er þetta verðmætasköpun á sviði fæðubótar- eða lyfjaiðnaðar sem ekki var til fyrir fáeinum áratugum. Vart þarf að deila um að öflug fyrirtæki og atvinnulíf eru grundvöllur góðra lífskjara hér á landi til lengri tíma. Öflug líftæknifyrirtæki í sókn Algalíf, Ísteka, Primex, Genís og Kerecis eru dæmi um fyrirtæki af þessum toga. Öll eiga þau það sameiginlegt að nýta hugvit og líftækni til að skapa störf. Öll eru þau líka til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfismálum, dýravelferð og öðru er lýtur að samfélagsábyrgð. Rétt er að nefna alveg sérstaklega Algalíf og Ísteka, en segja má um bæði fyrirtæki að þau séu vaxin upp úr sprotastiginu. Hvort um sig skapar nú um 40 vellaunuð störf og bæði skila samfélaginu umtalsverðum gjaldeyristekjum. Bindur kolefni og losar súrefni Bæði þessi fyrirtæki eru einnig til fyrirmyndar þegar í umhverfis- og samfélagsmálum. Algalíf, sem framleiðir fæðubótarefnið astaxanthín úr plöntu-örþörungum, er líklega eitt af fáum fyrirtækjum landsins sem bindur meira kolefni en það losar. Þetta skýrist af því að hliðarafurð þess er ekki kolefni sem þarf að jafna eins og hjá flestum, heldur súrefni sem losað er út í andrúmsloftið. Sérstakir samningar um dýravelferð Líftæknifyrir tækið Ís teka er eina afurðafyrirtækið í íslenskum landbúnaði sem gerir dýravelferðarsamninga við alla þá bændur sem það skiptir við. Fyrirtækið framleiðir verðmætt lyfjaefni úr hryssublóði. Allt ferlið er vottað og undir eftirliti dýralækna og innlendra og erlendra stofnana. Líftæknifyrirtæki af þessu tagi eru afar mikilvæg fyrir Ísland. Þau fimm fyrirtæki sem nefnd voru hér að framan skila líklega fjórum til fimm milljörðum króna af gjaldeyri til þjóðarbúsins á ári. Fyrir utan auðvitað að skapa samanlagt um 150 störf. Skynsamleg auðlindanýting Mikilvæg forsenda þess að Ísland geti verið góður staður til að búa á, er að við nýtum auðlindir okkar og hugvit til að skapa verðmæti. Undirritaður hefur að undanförnu bent á það í nokkrum greinum að tími sé kominn til að stokka upp íslenska landbúnaðarstefnu og gera umhverfismál að hornsteini sem allt annað hvílir á. Gera ætti ströng skilyrði um umhverfisábyrgð, gegnsæi og dýravelferð að forsendum þess að hið opinbera styðji við landbúnað eða aðra matvælaframleiðslu. Sem betur fer eru langflestir bændur, útgerðir og aðrir sem að þessum greinum koma, með þessi mál í mjög fínu lagi. Með vandaðri stefnumótun sem byggir á bestu fáanlegu upplýsingum og rannsóknum – og auðvitað upplýstum spám um hvert við stefnum – er líklegt að við getum tryggt framtíðarlandbúnað í sessi. Þannig gætum við tryggt að komandi kynslóðir taki við blómlegum sveitum um allt land. En þá verðum við líka að vera óhrædd að stíga þau skref sem nauðsynleg eru og taka ákvarðanir á þeim forsendum sem hér hafa verið ræddar. Svavar Halldórsson Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Svavar Halldórsson. Sendimenn og skotmenn Ólafur Arnalds. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ALTERNATORAR gerðir dráttarvéla Bænda bbl.is Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.