Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 202114 HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS FRÉTTIR Leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands: Sérhverju sveitarfélagi gert að flokka allt ræktanlegt land – Unnið á grundvelli breytinga á jarðalögum Atvinnuvega- og nýsköpun- ar-ráðuneytið hefur gefið út leið- beiningar um flokkun landbún- aðarlands. Með leiðbeiningun- um er lögð áhersla á að flokka land sem nýtist til ræktunar á matvælum og fóðri, með tilliti til fæðuöryggis og jarðarlaga. Niðurstöður flokkunar er ætlað að nýtast sveitarfélögum sem forsendur við skipulagsákvarð- anir um landnotkun við gerð aðalskipulags. Leiðbeiningarnar voru unnar á grundvelli jarðalaga, en með breytingum á þeim í júlí síðast- liðnum varð ráðherra heimilt að gefa út slíkar leiðbeiningar – um hvernig skuli flokka landbúnaðar- land í aðalskipulagi, í samvinnu við yfirvöld skipulagsmála. Að gerð leiðbeininganna stendur atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytið í samstarfi við Skipulagsstofnun og Landbúnaðarháskóla Íslands. Flokkun á öllu ræktanlegu landi Leiðbeiningunum er skipt upp í fjóra kafla. Í öðrum kafla er al- mennt fjallað um ræktunarland á Íslandi; útlistun á mismunandi gerðum þeirra. Í þriðja kafla er svo fjallað um mismunandi hæfni lands til ræktunar og sérstaklega fjallað um land sem hentað gæti til akuryrkju. Fyrst er fjallað um al- menn skilyrði og síðan gæði lands og jarðvegs, til fróðleiks og nánari upplýsinga. Þar eru einnig talin upp lagaleg ákvæði sem hindrað geta ræktun á landbúnaðarlandi. Í fjórða kafla eru settar fram skilgreiningar á þeim fjórum flokkum sem leiðbeiningarnar ná til. Þar er tekið fram að gert sé ráð fyrir að sérhvert sveitarfélag flokki allt ræktanlegt land innan síns lög- sagnarumdæmis. Allt ræktanlegt land er skilgreint sem land sem liggur neðan við 300 metra yfir sjó, er utan þéttbýlis, hefur ekki verið ráðstafað varanlega til annarra nota og kemur ekki til álita til ræktunar af náttúrufarslegum ástæðum – eins og ár og vötn. /smh Sandar, melar og áraurar teljast með ræktunarlandi að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru.  Mynd/Skýrslaleiðbeiningaumflokkunlandbúnaðarlands Útfærsla á 970 milljóna króna stuðningi við sauðfjár- og nautgripabændur – 562 milljóna króna viðbótargreiðsla á gæðastýringarálag í sauðfjárrækt Lokið er við útfærslu á á 970 milljóna króna stuðningi við sauðfjár- og nautgripabændur, sem er ein af aðgerðunum tólf í aðgerðaáætlun Kristjáns Þórs Júlíussonar sem er ætlað að mæta áhrifum COVID-19 á íslenskan landbúnað. Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við afgreiðslu málsins hafi verið miðað við að 75 prósenta fjármagnsins myndi renna til sauðfjárbænda og 25 prósent til nautgripabænda. 562 milljóna króna viðbótar- greiðsla á gæðastýringarálag „Nú liggur fyrir útfærsla á dreifingu þessara fjármuna sem unnin var í samráði við Bændasamtök Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda og Landssamband kúabænda. Fjármunum til sauðfjárbænda, alls 727 m.kr., verður ráðstafað með eftirfarandi hætti: Viðbótargreiðsla á gæðastýring- arálag kindakjöts 2020 – 562 m. Kr. Greitt í mars 2021. Þetta þýðir að greiðslan til bænda hækkar um þriðjung frá því sem áður hefur verið greitt vegna ársins 2020. Viðbótargreiðsla á ullar- framleiðslu 2020 – 65 m. kr. Bætist við greiðslu vegna ullarnýt- ingar þegar uppgjör fer fram um mitt ár 2021. Til framkvæmdar á sérstakri aðgerðaáætlun í sauðfjárrækt (sbr. 11. tölulið í áætlun ráðherra). Þessi áætlun verður unnin í sam- starfi við sauðfjárbændur í mars 2021. Greiðslur fara eftir fram- kvæmd og eðli verkefna,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Rúmar 22 þúsund krónur fyrir hvern UN slátraðan nautgrip „Fjármunum til nautgripabænda, alls 243 m.kr., verður ráðstafað með eftirfarandi hætti: Viðbótargreiðsla á alla ungnauta- gripi 2020 – 243 m. kr. Greitt í mars 2021. Greiðslan dreifist á alla UN gripi sem komu til slátrunar á árinu 2020. Það eru alls tæplega 11.000 gripir og aukagreiðslan er tæpar 22.400 kr. á hvern,“ segir enn fremur í tilkynningu ráðuneytisins. /smh Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Mynd/Golli Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STARTARAR gerðir dráttarvéla Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu „Matvælið – hlaðvarp Matís“ er nafn á glænýjum hlaðvarpsþætti sem er nú aðgengilegur í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Þættirnir eru framleiddir af Matís og fjalla um fjölbreytt matvælatengd málefni. „Nýsköpun með verð- mætaaukningu, matvælaöryggi, lýðheilsu og sjálfbærni í fyrirrúmi er helsta viðfangsefni Matís. Fjölbreytt sjónarhorn á þessa þætti verða umfjöllunarefni í hlaðvarpsþáttunum okkar sem munu snúast um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu,“ segir Ísey Dísa Hávarsdóttir, sem er einn umsjónarmanna hlaðvarpsins og starfar í miðlunarteymi Matís. Kynnist viðfangsefnum Matís Hjá Matís er unnið að fjölbreyttum verkefnum í matvælaiðnaði. Þau eru unnin í samvinnu við innlenda matvælaframleiðendur og frumkvöðla, háskóla og alla þá sem með einhverjum hætti koma að matvælaiðnaði. „Til þess að fólk og fyrirtæki geti nýtt þjónustu og starfsemi Matís sér í hag er þörf á að miðla upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins með fjölbreyttum hætti svo þær nái bæði augum og eyrum landans. Nú þegar er vefsíðan www.matis.is og samfélagsmiðlar Matís nýttir í þessum tilgangi, en hlaðvarp er nýjasti miðillinn sem tekinn hefur verið í gagnið svo fólk geti á einfaldan og þægilegan hátt kynnst þeim viðfangsefnum sem fengist er við hjá Matís hverju sinni,“ segir Ísey Dísa. Próteingjafar framtíðarinnar í fyrsta þætti Í þáttunum verður rætt við verkefnastjóra og starfsfólk um þeirra verkefni eða tengd mál en einnig við ýmsa samstarfsaðila, svo sem úr frumkvöðlaheiminum, matvæla- iðnaðinum, viðskiptalífinu og frá háskólum landsins. Stefnan er að varpa ljósi á fagið og fólkið fremur en á fyrirtækið sem slíkt. Í fyrsta þætti hlaðvarpsins er rætt við Birgi Örn Smárason, verkefnastjóra hjá Matís, og Búa Bjarmar Aðalsteinsson, sem hefur bakgrunn úr Listaháskólanum, vöruþróun, matvælaframleiðslu og ýmiss konar frumkvöðlastarfsemi. Þeir hafa ólíka aðkomu að viðfangsefni þáttarins, sem er próteingjafar framtíðarinnar og sjálfbær matvælaframleiðsla, og skapast því umræður um fjölbreytta vinkla á efnið. Hvað gerir Matís? Tveir þættir eru þegar komnir inn í Hlöðuna – hlaðvarp Bændablaðsins á vefslóðinni bbl.is, en þeir eru líka aðgengilegir á vef Matís og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Stefnan er að gefa út einn þátt í mánuði en í upphafi fylgir stuttur kynningarþáttur sem ber yfirskriftina Hvað er Matís? Þar situr Hákon Stefánsson, stjórnarformaður Matís, fyrir svörum. Miðlunarteymi Matís hefur umsjón með gerð þáttanna og Ísey Dísa Hávarsdóttir sér um þáttastjórnun. Í fyrsta þætti hlaðvarps Matís er m.a. spurt hvort skordýr verði helstu prótíngjafar framtíðarinnar. Birgir Örn Smárason og Búi Bjarmar Aðalsteinsson velta fyrir sér sjálfbærri matvælaframleiðslu með þáttastjórnandanum Íseyju Dísu Hávarsdóttur. Mynd / Matís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.