Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 1
Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir 10 7. tölublað 2021 ▯ Fimmtudagur 15. apríl ▯ Blað nr. 584 ▯ 27. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Mælaborði landbúnaðarins hleypt af stokkunum: Markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga úr landbúnaði – Ætlað að auka gagnsæi en um leið yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir landbúnaðarafurða í landinu Mælaborði landbúnaðarins var hleypt af stokkunum af Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fimmtu- daginn 8. apríl síðastliðinn. Þarna er búið að setja saman á einn stað gagnauppsprettu úr flestum kimum íslensks landbúnaðar sem ætlað er að auka gagnsæi til mik- illa muna. Enn vantar þó í kerf- ið gögn um mjólkurframleiðslu landsmanna. Mælaborð landbúnaðarins er liður í aðgerðaráætlun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að mæta áhrifum COVID-19 heimsfaraldurs á íslenskan landbúnað. Aðgerðunum er ætlað að styrkja stoðir íslensks land- búnaðar í ljósi þeirra beinu og óbeinu áhrifa sem COVID-19 hefur haft á greinina. Tilgangur aðgerðanna er að skapa öfluga viðspyrnu fyrir íslensk- an landbúnað og auðvelda honum að nýta tækifæri framtíðarinnar. „Mælaborð landbúnaðarins er nauðsynlegt verkfæri til að tryggja yfirsýn við framkvæmd landbúnaðarstefnunnar á hverjum tíma. Opnun mælaborðsins í dag markar því tímamót því með því eru stjórnvöld að eiga frumkvæði að því að birta opinberlega þessar mikilvægu upplýsingar þannig að þær séu aðgengilegar öllum. Auka þannig gagnsæi en um leið yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir í landinu til hagsbóta fyrir alla þá sem koma að íslenskum landbúnaði. Um leið stuðla að því að umræða um landbúnað byggi á rauntölum. Næsta skref verður að þróa og styrkja mælaborðið enn frekar,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Sigurður Eyþórsson, starfsmað- ur ráðuneytisins og fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, kynnti virkni kerfisins sem finna má á slóðinni www.mælaborð- landbúnaðarins.is. Tók hann fram að kerfið væri eflaust ekki orðið gallalaust og yrði í stöðugri þróun. Kallaði hann því eftir að ef notendur sæju hnökra í kerfinu og eitthvað sem betur mætti fara að þeir létu ráðuneytið vita. Rafrænn vettvangur um landbúnað Mælaborð landbúnaðarins er raf- rænn vettvangur þar sem upp- lýsingar um landbúnað og mat- vælaframleiðslu á Íslandi eru gerðar aðgengilegar á einum stað og birtar á gagnvirkan og skilmerkilegan hátt. Í fyrsta áfanga er lögð áhersla á yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir landbúnaðarafurða hér á landi, auk stuðnings við bænd- ur samkvæmt búvörusamningum. Mælaborðið er þróunarverkefni og má því búast við stöðugum endur- bótum til að það nýtist sem verk- færi til að fylgjast með þróun þeirra markmiða sem sett eru í búvöru- samningum og landbúnaðarstefnu auk þess að stuðla að fæðuöryggi. Áreiðanlegar upplýsingar Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið leitast við að hafa allar upplýsingar á Mælaborði land- búnaðarins áreiðanlegar og réttar. Ráðuneytið ábyrgist ekki áreiðan- leika birtra gagna né ábyrgð á tjóni sem rekja má til notkunar upplýs- inganna. Öllum er heimil afnot upplýs- inga úr Mælaborði landbúnaðarins. Í ljósi þess að uppruni gagna er mismunandi gilda ólíkir skilmál- ar um dreifingu og nýtingu gagna úr Mælaborði landbúnaðarins. Öll gögn í Mælaborði landbúnaðar- ins eru í eigu stjórnvalda og ekki framseljanleg. Fer ráðuneytið því fram á að þeir sem nýti sér þessi gögn geti heimilda. /HKr. Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra. Aðalfundur Landssambands kúabænda: Samþykkt að sameinast BÍ Aðalfundur Landssambands kúabænda (LK) var haldinn 9. apríl með fjarfundarfyrirkomu- lagi. Samþykkti fundurinn að sameinast Bændasamtökum Íslands. Var málið samþykkt með 27 atkvæð um gegn einu mótat- kvæði. Bún aðar þing 2021 hafði áður sam þykkt samhljóða nýtt félags kerfi landbúnaðarins með sam einingu búgreinafélaganna við Bændasamtök Íslands. Herdís Magna Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður LK, en ekk- ert mótframboð barst fundinum. Í stjórn LK voru kjörin, auk Herdísar, þau Rafn Bergsson, Hólmahjáleigu, Bessi Freyr Vésteinsson, Hofsstaða- seli, Sigurbjörg Ottesen, Hjarðar felli og Vaka Sigurðardóttir, Dagverðar- eyri. Starfsemin færist undir BÍ um mitt árið Í tilkynningu á vef LK kemur fram að starfsemi LK muni færast undir Bændasamtök Íslands um mitt þetta ár. „Miklar og málefnalegar umræður voru á fundinum um ýmis útfærslu atriði er varða umgjörð hagsmuna gæslu greinarinnar og tengingu við grasrótina. Málið var samþykkt með 27 atkvæðum gegn einu mótatkvæði. Einn sat hjá við afgreiðslu málsins. Landssambandi kúabænda verður ekki slitið en starfsemi samtakanna færist undir Bændasamtök Íslands. Sjóðir og eignir LK verða áfram á hendi samtakanna og stjórn LK, sem jafnframt verður stjórn búgreina- deildarinnar, mun hafa umsjón með þeim. Er markmið sameiningar sam- takanna við Bændasamtök Íslands að ná fram aukinni skilvirkni og efl- ingu hagsmunagæslu fyrir íslenskan landbúnað, bæði einstakar búgrein- ar og í heild. Nýjar samþykktir Bændasamtaka Íslands og þingsköp Búnaðarþings og Búgreinaþings verða lagðar fyrir til samþykktar á Aukabúnaðarþingi 10. júní nk. og gert er ráð fyrir að sameiningin muni verða 1. júlí 2021.“ /smh Herdís Magna Gunnarsdóttir, var endurkjörin formaður LK. Í nýrri skýrslu Orkustofnunar um orkukostnað heimilanna kemur fram að húshitunarkostnaður víða á landsbyggðinni er þrefalt hærri en þar sem verðið er lægst á höfuðborgarsvæðinu. Þá er lægsta mögulega verð á raforku í dreifbýli 53% hærra en lægsta mögulega verð í þéttbýli. – Sjá nánar á bls. 2 Mynd / HKr. 2 24–25 Þróar KindaKol úr sauðataði til notkunar í landgræðslu, landbúnaði og stóriðju Samkeppniseftirlitið heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.