Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 202122 Einn stærsti gallinn við lithium-ion bílarafhlöður og aðrar rafhlöð- ur sömu gerðar er að í þeim er seigfljótandi vökvi sem við hraða hleðslu og afhleðslu getur hitn- að mjög hratt og valdið íkveikju. Mjög erfitt er að slökkva í slíkum rafhlöðum ef í þeim kviknar. Því hafa vísindamenn reynt frá því um 1950 að finna leiðir til að búa til það sem kalla má fastkjarna-raf- hlöður eða „solid-state“ rafhlöður og enn er beðið eftir alvöru lausn á málinu. Í desember á síðasta ári sagðist bílaframleiðandinn Toyota vera að koma með lausn í rafhlöðumálunum sem leyst gæti núverandi Lithium- Ion rafhlöður af hólmi. Þá ekki bara fyrir bíla, heldur fyrir öll iðnaðartæki. Þær áttu að vera með föstum kjarna og þola mjög hraða hleðslu, eða frá 0-100% á 10 mínútum. Kostur fastkjarnarafhlaða er að þær eiga fræðilega að geta geymt mun meiri orku á stærðareiningu en Lithum-Ion rafhlöðurnar, eða 2 til 8 sinnum meiri orku. Þá er hitinn sem skapast við hleðslu á slíkum rafhlöðum sagður 70-80% minni. Þá eru fastkjarnarafhlöðurnar sagðar innihalda mun minna af eiturefnum en núverandi bílarafhlöður og hafa mun lengri endingartíma. Toyota kynnir framtíðarlausn með nýjum jepplingi Þessar rafhlöður voru sagðar koma fram á sjónarsviðið í frumgerð jepp- lings Toyota (e-TNGA platform) nú í byrjun árs 2021. Talað er um að framleiðsla á slíkum bíl ætti að geta hafist á árunum 2023 til 2024. Ef þetta er rétt, þá væri trúlega vel þess virði hjá þeim sem hyggjast festa kaup á rafbílum nú að bíða með slíka ákvörðun í tvö til þrjú ár. Toyota hefur, samkvæmt umfjöll- un Omaze, unnið að rannsóknum á fastkjarnarafhlöðum síðan 2012 eiga yfir 1.000 einkaleyfi er varða smíði á slíkum rafhlöðum. Það hefur líka hjálpað Toyota og örðum tæknifyr- irtækjum að japönsk yfirvöld hafa lagt 19 milljarða dollara í þróun á vetnistækni og þróun á fastkjarnaraf- hlöðum. Þegar er byrjað að byggja nauðsynlega innviði til framleiðslu á fastkjarnarafhlöðum Toyota. Þar mun fyrir tækið Mitsui Kinzoku sjá um framleiðslu á efnalausninni í rafhlöðurnar og mun framleiða tugi tonna af þeirri efnablöndu á ári frá og með næsta ári. Árið 2012 hefði fastkjarnabílarfahlaða kostað 12,6 milljarða stykkið Allt hljómar þetta dásamlega, en það fylgir böggull þessu skammrifi. Framleiðslukostnaður á fatskjarnarafhlöðum er sagður gríðarlegur. Árið 2012 kostaði 100.000 dollara að framleiða eitt 20 amper-stunda fastkjarna-batterí. Rafmagnsbíll myndi þurfa einingu sem samsett væri úr 1.000 slíkum rafhlöðum. Sem sagt, miðað við kostnaðinn árið 2012 myndi slíkt stykki af slíkri rafhlöðu kosta 100 milljónir dollara, eða sem nemur um 12,6 milljörðum íslenskra króna. Dýr yrði þá druslan öll með fjórum hjólum. Greinilegt er að Toyota hefur tekist að yfirvinna þennan kostnaðarþátt fyrst nú er stefnt á fjöldaframleiðslu á næstu þrem árum eða svo. Annar galli við fastkjarnarafhlöður líkt og Lithium-Ion rafhlöður er orkufall í miklum kulda. Eins hefur verið vandað við endingu. Ef Toyota hyggst fara í framleiðslu á fastkjarnarafhlöðum, þá má telja líklegt að búið sé að yfirvinna þessa galla, að öðrum kosti mætti búast við endalausum lögsóknum óánægðra kaupenda. Þriðji vandinn er kristallamyndun á anóðum við hleðslu og afhleðslu í hefðbundnum rafhlöðum. Slík kristallamyndun eyðileggur rafhlöðurnar með tímanum. Vísindamenn hafa þó unnið að lausn á þessum vanda síðan 2018. Volkswagen stefnir á framleiðslu fastkjarnarafhlaða 2025 Tveir aðrir bílaframleiðendur hafa lýst því yfir að þeir hyggjast nota fastkjarnarafhlöður í framtíðinni í sína bíla. Það eru Tesla og Volkswagen Group. Volkswagen segist ætla að hefja slíka framleiðslu 2025 í samstarfi við fyrirtækið QuantumScape. Síðastnefnda fyrirtækið segist þegar hafa yfirunnið öll helstu vandamál sem fylgt hafa framleiðslu á fastkjarnarafhlöðum. Reyndar hefur QuantumScape þegar sannað sitt mál með rafhlöðu sem hægt er að hlaða upp í 80% orkugetu á 15 mínútum. Fyrirtækið er búið að eyða 10 árum og 300 milljónum dollara í rannsóknir og þróunarvinnu vegna þessa. Þá endist rafhlaðan nærri þrefalt lengur en Lithium- Iona rafhlaða og dugar í allt að 800 hleðslur í stað ca 280. Örkuþéttni QuantumScape rafhlöðunnar er sögð um tvöföld á við bestu Lithium-Ion rafhlöðurnar. /HKr. UTAN ÚR HEIMI Endingarmiklar og öflugar fastkjarnarafhlöður sagðar vera rétt handan við hornið – Toyota hyggst kynna jeppling með fastkjarnarafhlöðu og hefja fjöldaframleiðslu 2023 og VW árið 2025 Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Milljarðar dollara hafa verið lagðir í þróun á fastkjarnarafhlöðum á undanförnum árum. Nú telur Toyota, líkt og VW samsteypan, að takmarkinu sé alveg að verða náð. Fastkjarnarafhlaða í venjulegan fjölskyldubíl hefði kostað í framleiðslu árið 2012 heila 12,6 milljarða króna. Nú telja fyrirtækin að framleiðslukostnaðurinn sé kominn niður í ásættanlegt verð. Þá á að vera hægt að fullhlaða slíkar rafhlöður á 10–15 mínútum og eiga fastkjarnarafhlöður að endast í líklega 20 ár eða meira. Hægt á að aka á rafhleðslu þeirra minnst tvöfalt lengri vegalengd en nú er hægt með Lithium-Ion rafhlöðum. Þær innihalda heldur ekki nærri eins mikið af eitruðum þungmálmum að sagt er og tiltölulega lítil hætta er á að í þeim kvikni að sjálfsdáðum. Ef ævintýrið með fastkjarnarafhlöður gengur upp með hraðvirkari hleðslu, mun meiri endingu og drægni, er nokkuð ljóst að bílar með núverandi rafhlöðubúnaði verða fljótt verðlitlir á eftirmarkaði. Sveitarfélagið Skagaströnd hefur tekið við eignum sem áður voru í eigu FISK-Seafood, en um er að ræða iðnaðarhús- næði sem áður hýsti rækju- vinnslu, síldarverksmiðju ásamt skrifstofuhúsnæði þar sem nú er starfrækt Greiðslustofa Vinnumálastofnunar og skrifstofa sveitarfélagsins. Með breytingu á eignarhaldi hús- anna skapast færi á því fyrir sveitar- félagið að vinna að uppbyggingu og styrkja innviði auk þess að hlúa að mikilvægri starfsemi sem þegar er fyrir hendi á Skagaströnd. Bæta aðbúnað á skrifstofu Greiðslustofu Fyrsta verkefnið sem er á teikni- borði sveitarfélagsins er að bæta aðbúnað starfs manna Greiðslustofu Vinnu mála stofn- unar á Skagaströnd, en þeir eru 26 talsins. Á síðustu mánuðum hefur verið unnið að tillögu vegna breytinga á húsnæðinu sem m.a. miðar að því að mæta þörfum vaxandi vinnustaðar þar sem sífellt hefur bæst við starfsmannafjöldann undanfarna mánuði. Breytingar taka einnig mið af því að skapa aðstöðu fyrir störf án staðsetningar og fyrir aðra opinbera starfsemi skapist tækifæri til slíkrar uppbyggingar. Þá er einnig hugað að því að bæta aðstöðu starfsmanna á skrifstofu sveitarfélagsins sem er í sama húsi. Fram kemur á vefsíðu Skagastrandar að unnið sé að því að finna rækjuvinnslu og síldar- verksmiðjunni hlutverk og verður áfram unnið að því verkefni. Fisk- Seafood er með leigusamning á gömlu síldarverksmiðjunni fram í maí árið 2024. /MÞÞ LÍF&STARF Skagaströnd tekur við eignum FISK-Seafood: Fyrrum rækju- og síldarvinnslum fundið nýtt hlutverk Skagaströnd. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.