Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 202112 FRÉTTIR Forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands heimsóttu Búnaðarsamband Eyjafjarðar fyrir skömmu. Hér eru þau Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, og Vigdís Häsler framkvæmdastjóri ásamt Birgi H. Arasyni, varaformanni BSE (fyrir miðju). Átak verði gert í hnitsetningu landamerkja á starfssvæði BSE Búnaðarsamband Eyjafjarðar vill gangast fyrir átaki um hnitsetningu landamerkja á starfssvæði sínu með það að markmiði að landamerki allra bújarða innan vébanda BSE verði hnitsett fyrir árslok 2020. „Afar mikilvægt er að ekki ríki óvissa eða ágreiningur um landamerki bújarða,“ segir í tillögu sem samþykkt var á aðalfundi BSE á dögunum. Landamerkjalýsingar eru til fyrir flest allar jarðir á Íslandi segir í greinargerð með til­ lögunni. Merkjalýsingar þessar voru að mestu leyti skráðar á síð­ ustu tveimur áratugum 19. aldar í kjölfarið á settum lögum um landamerki nr. 5 frá árinu 1882. Landamerkjalýsingarnar sem hér er vitnað til ganga í daglegu tali almennt undir heitinu landamerkja­ bréf. Má deila um hversu örugg heimildin er Ný lög um landamerki nr. 41 tóku gildi árið 1919 og eru þau í fullu gildi. Í þeim er m.a. kveðið á um að land­ eiganda sé skylt að gera glöggva skrá um landamerki sé hún ekki tiltæk. Þrátt fyrir að landamerkjabréf hafi verið gerð fyrir flestar jarðir má deila um hversu glögg og örugg sú heimild er. Í texta bréfanna er landamerkjum aðeins lýst með tilvísun í örnefni og kennileiti á jörðinni. Þrátt fyrir tilurð landmerkjabréfanna er vitneskja um rétt landamerki víða að tapast með brotthvarfi eldri kynslóða, og einnig er sú hætta fyrir hendi ef jarðir ganga kaupum og sölum. /MÞÞ Hálendishringurinn, ferðamannavegur um Austurland: Mikilvægt að ráðast í endurbætur á versta vegarkaflanum – Vaxandi umferð ferðamanna um hálendi Austurlands kallar á viðbrögð Mikilvægt er að ráðast sem fyrst í þær framkvæmdir sem nauðsyn­ legar eru við hálendisveg um Austurland þannig að hægt verði að mæta fyrirsjáanlegri þjónustuþörf vegna innlendra og erlendra ferðamanna á svæðinu. Byggðaráð Múlaþings hefur skorað á sveitarstjórn að leggja áherslu á það við fjár­ veitingavaldið að gert verði ráð fyrir fjármagni til hönnunar, endurbóta og framkvæmda við Hálendishring á Austurlandi. Hálendishringurinn, ferða­ mannavegur um Austurland var til umræðu á fundi byggðaráðs Múlaþings fyrir skemmstu. María Hjálmarsdóttir, verk­ efnastjóri hjá Austurbrú, segir að vaxandi umferð ferðamanna um hálendið á Austurlandi kalli á viðbrögð svo tryggja megi öryggi vegfarenda sem og að koma í veg fyrir mögulegt rask á viðkvæmri náttúru. Á vegum Austurbrúar hefur verið unnið með hugmynd um Hálendishring, ferðamannaveg um Austurland, sem gæti þjónað sem nokkurs konar gullni hringur fjórðungsins. Leiðin sem um ræðir er frá Egilsstöðum inn með Lagarfljóti og í gegnum Hallormsstaðaskóg, hjá Hengifossi og um góðan veg upp á Fljótsdalsheiði, hjá Laugafelli og um Vesturöræfin. „Það liggur upphækkaður og malbikaður vegur að Kárahnjúkum, en síðan tekur við grófur malar­ vegur sem liggur fram hjá gönguleiðinni ofan í Hafrahvamma á aðra hönd og Laugavalladal á hina. Þar á eftir liggur leiðin um þurra mela og hæðir þar til komið er á þjóðveginn við Brú á Jökuldal þar sem hið nýuppgötvaða Stuðlagil er. Loks liggur leiðin út Jökuldal og inn á Þjóðveg 1 við Skjöldólfsstaði, framhjá fossinum Rjúkanda og til Egilsstaða þar sem hringurinn lok­ ast,“ segir María. Tækifæri til að skapa vinsæla ferðaleið Hún segir leiðina hafa upp á margt að bjóða, fagra fjallasýn þar sem Snæfell sé í öndvegi og gnæfi yfir sýn að Vatnajökli, en ýmis önnur fjöll megi að auki sjá sem og vötn. Hreindýrahjarðir sem gjarnan megi koma auga á geri ferðina að sterkri upplifun. „Þessi leið býður upp á mikla og sjónræna upplifun, þessi hringferð býður upp á mikil tækifæri til að skapa vinsæla ferðaleið sem getur styrkt ferðaþjónustu á Austurlandi og fengið gesti í fjórðungnum til að staldra lengur við,“ segir María. Stór hluti leiðarinnar þarfnast ekki lagfæringar Telur hún að því sé mikilvægt að beina sjónum að mikilvægu viðhaldi vega þar sem það á við og að það verði í takt við upp­ byggingu áfangastaða á leiðinni. „Vegakerfið er gott á stórum hluta leiðarinnar og þarfnast ekki lagfæringar við svo almenningur geti farið um það á einkabílum yfir sumartímann. Það sem upp á vantar er kafli frá Kárahnjúkastíflu og niður að Brú á Jökuldal. Þann kafla mætti hefla oftar en það sem þó er gleðilegt við þennan versta kafla hringsins er að vegstæðið liggur um þurra mela og öldur og þar er mikið um gott efni og ekki yfir neinar óbrúaðar ár að fara. Vinna við að bæta þennan vegar­ kafla ætti því að vera bæði nokkuð hagkvæm og fljótleg,” segir María Hjálmarsdóttir. /MÞÞ Byggðaráð Múlaþings hefur skorað á sveitarstjórn að leggja áherslu á það við fjárveitingavaldið að gert verði ráð fyrir fjármagni til hönnunar, endurbóta og framkvæmda við Hálendishring á Austurlandi. María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú. Á vegum Austurbrúar hefur verið unnið með hugmynd um Hálendishring, ferðamannaveg um Austurland, sem gæti þjónað sem nokkurs konar gullni hringur fjórðungsins. Hafrahvammagljúfur. Aflvélar ehf. og Búvélar ehf.: Vélaverkstæði Þóris mun þjónusta Valtra og Massey Ferguson Gerður hefur verið nýr þjónustusamn­ ingur milli Aflvéla ehf. Búvéla ehf. og Vélaverkstæðis Þóris ehf. Samn­ ingurinn felur í sér að Vélaverkstæði Þóris ehf. mun áfram þjónusta Valtra og Massey Ferguson dráttar­ vélar. Mikil reynsla og þekking hefur skapast í rúm­ lega 25 ára sögu í þjónustu Véla verkstæðis Þóris á þessum merkjum. Samningurinn er þó víðtækari og verkstæðið annast einnig viðhald annarra vörumerkja sem Aflvélar og Búvélar eru umboðsaðilar fyrir. Þar má nefna Massey Ferguson heyvinnutæki, Pitbull liðléttinga, Bögballe áburðardreifara, Nc mykjutæki, Pronar vagna og tæki, AEBI Schmidt o.fl. Þessa má geta að Valtra á 70 ára afmæli á þessu ári og í tilefni þess verður mikill viðburður á netinu á morgun, 16. apríl, þar sem frumsýndar verða nýjar vörur frá framleiðandanum. /HKr. Þórir L. Þórarinsson (Vélaverkstæðis Þóris) og Friðrik Ingi Friðriksson í Aflvélum þegar samkomulagið var undirritað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.