Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 21 Höfuðborgarsvæðin þyki þó áfram aðlaðandi fyrir námsmenn og ungt fagfólk enda séu menntastofnanirnar með aðsetur þar. Þannig hafi hlutfall skólafólks í helstu borgum Baden- Württemberg aukist úr 7% frá árinu 2000 í 11% á árinu 2013. Þetta hlut- fall hafi síðan verið nær óbreytt, en rannsókn Efnahagsstofnunarinnar sýni að uppistaðan í aðflutningi fólks til borganna á undanförnum árum sé fólk af erlendum uppruna (ekki innfæddir Þjóðverjar), ekki síst í borgum í Suðvestur-Þýskalandi. Á árunum 2017 til 2019 var mestur brottflutningur fólks frá Stuttgart og Freiburg og íbúum fækkaði. Eina borgin í Baden- Württemberg sem ekki bjó þá við fólksfækkun var Reutlingen, sem er nú með um 116 þúsund íbúa. Flóttamenn sækja í stórborgirnar en heimamenn flytja á brott Mat Efnahagsstofnunarinnar er byggt á rannsókn á 71 þéttbýl- issvæði í borgum sem voru með fleiri en 100.000 íbúa og 330 landsvæðum í Þýskalandi. Að auki voru tekin sérstaklega fyrir Hanover svæðið og borgarsvæði Aachen sem er á heimsminja- skrá UNESCO. Stofnunin vekur athygli á því að Þjóðverjar hafi í vaxandi mæli reitt sig á menntað erlent vinnuafl. Meirihluti þessa vinnuafls sækist ekki lengur eftir búsetu í stórborgunum, eða 57%. Þá sé þetta fólk almennt að sækjast eftir minna húsnæði en Þjóðverjar. Meðalstærð íbúða í Þýskalandi á árinu 2016 var 48,4 fermetrar á hvern innfæddan, en 32,9 fermetrar á hvern innfluttan íbúa. Þá bendir stofnunin á annan vanda, sem er aukinn innflutn- ingur á hælisleitendum. Þeir voru um 20% af öllum innflytjendum í Þýskalandi 2018. Þeir sæki einkum til stórborganna en í staðinn séu „venjulegir Þjóðverjar“ að flýja borgirnar. Einungis 14 borgir í Þýskalandi búi við fjölgun inn- fæddra Þjóðverja, á meðan inn- fæddum hafi verið að fækka í sjö stærstu borgunum. Segir stofnunin að þessi þróun hafi vaxið hratt á undanförnum árum. Hámarks íbúafjölda talið náð í Þýskalandi á þessu ári Þetta er mjög athyglisverð þróun sé horft til þess að samkvæmt spám mun íbúafjöldi í Þýskalandi ná hámarki á þessu ári (2021) í 83,9 milljónum. Hann var 83.869.063 þann 4. febrúar síðastliðinn. Eftir það fari íbúum Þýskalands ört fækkandi og verði komnir undir 80 milljónir árið 2050 og muni líklega ná einhverju jafnvægi í um 75 milljónum árið 2085. Í febrúar síðastliðnum létust 484 fleiri á dag en fæddust í Þýskalandi og það var einungis innflutningur fólks upp á 833 einstaklinga sem hélt uppi íbúa- aukningu upp á 349 manns á dag í þeim mánuði. Innviðauppbygging og einkum góðar nettengingar skipta höfuðmáli Það sem hefur mikil áhrif á þessa þróun er uppbygging innviða utan stórborganna og þar virðist há- hraða- tölvunettengingar skipta mestu máli. Þar virðist Þýskaland samt ekki eins vel statt og t.d. Ísland, enda telur Efnahagsstofnun Þýskalands að leggja þurfi aukna áherslu á uppbyggingu innviða í dreifbýlinu. Þá hefur góð reynsla af fjarvinnu fólks í heimsfaraldri COVID-19 ýtt enn frekar undir þessa þróun. Ljósleiðaralagning í hröðum vexti Rannsóknir Research And Markets sýna að lagning ljósleiðara er lykil- þáttur í áframhaldandi þróun efna- hagslífs um allan heim. Lagning ljósleiðara hefur aukist hröðum skrefum og markaður með slíka strengi var um 37,95 milljarðar dollara árið 2019. Síðan hefur verið gert ráð fyrir myndarlegum árlegum vexti á þessum markaði og að veltan muni nema um 87,58 milljörðum dollara á árinu 2023. Íslendingar flestum þjóðum heims fremri í ljósleiðaravæðingu Á Íslandi eru nærri 99,9% heim- ila í dreifbýli að verða komin með ljósleiðaratengingu á meðan 40% heimila í dreifbýli í ESB löndunum eru með slíka tengingu. Bandaríkjamenn langt á eftir í ljósleiðaravæðingunni Í Bandaríkjunum virðist staðan mun verri og Bandaríkjamenn miklir eftirbátar Íslendinga hvað þetta varðar. Þar er enn að lang- mestu leyti stuðst við tengingar um koparþræði eða örbylgjusamband en ljósleiðaratengingar eiga þar langt í land. Samkvæmt gögnum sem byggja á tölum FCC og NTIA á árinu 2020 er meðaltal ljósleiðaratenginga í 52 ríkjum Bandaríkjanna samtals 23,78%. Verst er staðan í Púertó Ríkó, eða 0,47%, en langbest á Rhode Island, eða 97,88%. Víðast hvar er staðan slæm og sem dæmi er næstbesta staðan í New Jersey ríki, eða 62,57% og í New York ríki, eða 61,54% (63,5% í heild ná þar breiðbandstengingu). Kalifornía, sem státar nú af menn- ingu á háu stigi, er aðeins með 15,68% ljósleiðaravæðingu og Washington ríki með 29,84%. Á Flórída nær ljósleiðari aðeins til 39,37%, eða til rúmlega 7,8 millj- óna manna, og á eyríkinu Havaí er ljósleiðaravæðingin aðeins 6,91% og nær til rúmlega 98 þúsunda íbúa. Í Alaska er staðan afar slæm og ljósleiðaravæðingin aðeins 1,94% og nær til rúmlega 14 þúsund íbúa. Hins vegar ná breiðbandstengingar í heild til 60,8% íbúa Alaska og í gegnum aðrar leiðir en ljósleiðara og þá einkum næst landamærunum að Kanada. Mjög stór hluti Alaska er án allra nettenginga. Kanada aftarlega á merinni Kanada er í 21. sæti þeirra þjóða sem hafa internetsamband. Þar ná um 89,8% íbúanna netsambandi, en aðeins lítill hluti þeirra er með ljósleiðaratengingu. Flest netþjón- ustufyrirtækin bjóða upp á afar lít- inn gagnaflutningshraða, eða 5, 10, 15 og upp í 50 megabita á sekúndu, og örfá fyrirtæki bjóða upp að 100 megabita hraða á sekúndu eða meira, eða 12, af mörgum tugum fyrirtækja sem segjast bjóða upp á „bestu ljós- leiðaralausnirnar“. Sama þróun í Bandaríkjunum um flótta úr stórborgunum Þýskaland er ekkert einsdæmi um flótta fólks frá stórborg- unum. Sömu sögu er að segja frá Bandaríkjunum. Fjöldi um- fjallana hefur verið um þessi mál í Bandaríkjunum þar sem m.a. hefur verið velt upp spurningunni um hvers vegna fólk sé að flýja stórborgirnar. CNN-Business ræddi m.a. við innfæddan New York-búa sem hafði búið alla sína tíð í stór- borginni. Þar hafði fasteignaverð verið að rjúka upp úr öllu valdi, eða um allt að 60%, bæði á Manhattan- svæðinu sem og í einbýli í útjaðri borgarinnar. Einn daginn datt honum og konu hans í hug að flytja á brott frá stórborginni og kaupa hús á Boca Raton í Flórída. Hann sagði að þetta hafi sannarlega ekki verið léttvæg ákvörðun og að þurfa að sjá eftir öllum uppáhaldsstöðunum í New York, eins og Central Park. „Þegar COVID skall á vissum við að við vildum ekki vera lengur í borginni. Mesti drifkrafturinn í ákvörðun okkar var að geta haldið áfram að njóta frelsis og lífsgæða á viðráðanlegu verði. […] Hugsun okkar snerist um hvar við gætum fengið mestu lífsgæðin fyrir okkar fjölskyldu.“ Á Flórída búa þau í þrisvar sinn- um stærra húsnæði en í New York með sundlaug og tennisvöll í næsta nágrenni. CNN ræddi við annað ungt par frá Boston, Aterah og Morgan Dix. Þau vildu stækka við sig, en leist ekki á hátt fasteignaverð í borginni. Þau ákváðu því að kaupa hús í Longmont með þrem svefnher- bergjum og fallegu fjallaútsýni. – „Við elskum, elskum elskum þetta,“ sagði Dix. Samstarfsfólkið, Tanya Hayre og Eva Synalovski, bjuggu í leigu- húsnæði New York og fluttu hvor í sína íbúðina á Fort Lauderdale á Flórída þar sem leiguverð er mun lægra. Þær hafa alls ekki áhuga á að flytja aftur til New York. CNN heldur áfram að telja upp fjölmörg dæmi þar sem hátt fasteignaverð í stórborginni er að hrekja einstaklinga og venju- legt fjölskyldufólk á brott. – Ætli Íslendingar séu farnir að kannast eitthvað við svipað ástand? Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS Ljósleiðaravæðingin er lykillinn að því að fólk telji mögulegt að flytja brott úr þéttbýlinu án þess að glata sam- skiptamöguleikum m.a. vegna vinnu. Hin tæknivæddu Bandaríki Norður-Ameríku hafa greinilega ekki getað haldið í við tækniþróunina í fjarskipatgeiranum með háhraðatengingum um ljósleiðara. Þau eru þar t.d. langt á eftir Íslandi. Mannmergð stórborganna er hætt að þykja sérlega eftirsóknarverð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.