Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 20216 Nú með hækkandi sól og bjartsýni í farteskinu eftir ansi undarlegan vetur, sérstaklega á grundvelli sóttvarnareglna, þá taka við önnur verkefni sem er mesti annatími bænda. Undirbúa þarf uppskeru sumarsins og haustsins. En á sama tíma eru einstaklingar innan stjórnmálaflokkanna að etja kappi við hvert annað með von um að tryggja sér sæti á framboðslistum flokkanna fyrir komandi kosningar. Ýmis háttur er hafður á fyrirkomulaginu með röðun á framboðslista, en ekki ætla ég að hafa skoðun á því fyrirkomulagi. Eitt leyfi ég mér þó að nefna að þegar búið er að setja saman lista flokkanna í kjördæmunum þá erum við í Bændasamtökum Íslands reiðu­ búin til samtals um málefni landbúnaðar­ ins svo frambjóðendur verði vel undirbúnir fyrir kosningarnar sem fram fara í haust. Landbúnaður er nefnilega ekki einkamál einstakra stjórnmálaflokka eða einstakra frambjóðenda. Landbúnaðurinn á Íslandi er ein meginatvinnugrein og bændur eru líka kjósendur. Mikilvægt er að frambjóðendur kynni sér þau málefni sem landbúnaðurinn stendur frammi fyrir þegar kemur að stjórn­ sýslunni. Matvælasjóður Ráðherra landbúnaðarmála hefur skipað nýjan formann Matvælasjóðs, Margréti Hólm Valsdóttur. Óska ég Margréti Hólm til hamingju með embættið og óska henni velfarnaðar í starfi. Ég vil einnig þakka fráfarandi formanni, Grétu Maríu Grétarsdóttur, fyrir samstarfið í stjórn sjóðsins á síðasta starfsári. Nú þegar nýr formaður hefur verið skipaður er nauðsynlegt að hugað verði að því að auglýsa sem fyrst eftir umsóknum í sjóðinn þar sem margir hafa miklar væntingar um framlög úr sjóðnum. Mælaborð landbúnaðarins Í síðustu viku kynnti ráðuneyti landbúnaðarmála fyrstu útgáfu að mælaborði landbúnaðarins sem beðið hefur verið eftir en vinnan hefur staðið í um ár. Í mælaborðinu er mögulegt að sjá hvað er verið að framleiða og hvar á landinu, einnig eru þarna ýmsar upplýsingar sem snúa að landbúnaði. Þetta er fyrsta útgáfa og á eftir að taka framþróun eftir því sem fleiri tölur koma inn í skjalið. Ég vil fagna þessu skrefi þar sem þetta verkfæri verður bæði framleiðendum og öðrum til upplýsingar og samanburðar milli ára til gagns. En eitt er í þessu sem við höfum gagnrýnt frá upphafi og ítrekað á fundum með ráðuneytinu, og það er að í þessu ágæta mælaborði er möguleiki að sjá framlag á grundvelli beingreiðslna niður á einstaka framleiðendur. Ráðuneytið bendir á upplýsingaskyldu, gott og vel. En stjórnsýslan verður hins vegar að hafa það hugfast að jafnt skal yfir alla ganga. Í ríkissjónvarpinu um daginn var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik, greiðslur ríkisins til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna. Í þættinum var upplýst um að einn læknir hefði fengið ákveðna upphæð greidda á meðan annar læknir hefði fengið greidda einhverja aðra upphæð. Í þættinum voru þessir læknar ekki nafngreindir en til samanburðar er hægt í þessu ágæta mælaborði að fletta upp „Jóni Jóns“ og séð að hann hefur fengið tiltekna fjárhæð í beingreiðslu. Hvaða jafnræði er í þessari framsetningu á grundvelli upplýsingalaga? Ég segi því aftur: „Eitt skal yfir alla ganga.“ Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.600 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.600 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Skilvirkar flutningsleiðir eru forsendur þess að nútímaþjóðfélag geti þrifist. Það varðar samgöngukerfi á sjó, landi og í lofti. Skilvirka og örugga orkuflutninga og fjarskipti, þar á meðal ljósleiðara. Ef skilvirknin minnkar í einum eða fleiri af þessum þáttum fer samfélagið að hökta. Þetta eru engin ný vísindi og mannfólkið hefur vitað þetta í þúsundir ára. Allavega svo lengi sem menn uppgötvuðu að það gæti aukið velsæld og þægindi ef hægt væri að samnýta flutningatæki til að sækja nauðþurftir í búið. Byggðir voru vegir til að auðvelda flutninga. Í kjölfar þess að tvíburarnir Romulus og Remus stofnuðu Rómaborg fyrir um 2.774 árum var augljóst að góðar samgöngur til og frá borginni voru nauðsynlegar til að hún gæti dafnað. Því greiðari sem samgöngurnar væru því betra. Rómverjar fóru að byggja vegi eins og enginn væri morgundagurinn og ólíkt íslenskum vegum hafa sumir af þessum vegum dugað allar götur síðan. Meira að segja má enn finna slíka vegi með upphaflegu slitlagi sem dugar enn. Á hátindi Rómaveldis voru hvorki fleiri né færri en 29 hraðbrautir út úr borginni sem borið gátu þunga herflutninga þess tíma. Þá voru 113 héruð keisaradæmisins samtengd með 372 vegum. Heildarlengd þessara vagnfæru vega var um 400.000 kílómetrar. Þar af voru yfir 80.500 kílómetrar með steinlögðu yfirborði, eða slitlagi eins og það er kallað í dag. Í Gaulverjalandi einu (þ.e. Frakklandi) voru ekki minna en 21.000 kílómetrar lagðir af vegum og 4.000 kílómetrar á Bretlandi. Þessir vegir eru víða enn til staðar, en suma er að vísu búið að malbika til að gera yfirborðið sléttara. Þessi vitneskja um mikilvægi innviða á borð við vegi til að tryggja samgöngur hefur lifað mann fram af manni og ýtt undir framfarir í tækni á öllum sviðum. Þrátt fyrir það virðist vera risið upp eins konar trúarsamfélag hér á landi, sem afneitar því sem hefur verið á flestra vitorði í allavega 2.774 ár, að ekkert samfélag manna getur þrifist án skilvirkra innviða og samgöngukerfis. Afleiðingar af afstöðu andstæðinga samgöngumannvirkja og bíla til þessa eru þó hjóm eitt ef ótti vísindamanna raungerist. Þeir hafa í gegnum tíðina hamrað á því að tryggja verði flóttaleiðir úr höfuðborginni ef og þegar náttúruöflin ógni lífi. Að þessu hafa fjölmargir pólitískt kjörnir fulltrúar samt gert lítið úr. Hvergi sé öruggara en einmitt í miðborginni. Eldgos á Reykjanesi er nú veruleiki. Eldgos sem mörgum finnst krúttlegt og skemmtilegt. Vísindamenn hafa samt varað við að nú geti verið að hefjast langt tímabil óróleika á Reykjanesskaganum. Þó eldgos komi ekki upp í allra næsta nágrenni mesta þéttbýlis landsins, þá er vert að minnast þess að eiturgufur frá eldgosum geta lagst yfir þéttbýlið með litlum sem engum fyrirvara. Til er rýmingaráætlun fyrir höfuð borgar­ svæðið frá því í apríl 2019. Við lestur hennar er alveg ljóst að það er óvinnandi vegur að rýma höfuðborgarsvæðið með 233 þúsund manns á skömmum tíma. Stofnbrautakerfið í dag ræður einfaldlega ekki við það. Í ofanálag hefur verið bent á að þrengingar gatna í Reykjavík flæki málið enn frekar og ekki eru ýkja margir dagar síðan slökkvi­ og sjúkralið lenti í vandræðum vegna þessa í miðborg Reykjavíkur. Í þessari rýmingaráætlun er dregið upp kort af viðamiklum stofnbrautum út úr borginni sem gegna eiga lykilhlutverki í rýmingu. Gallinn er bara sá að hluti af þeim stofnbrautum hefur enn ekki verið byggður, þar á meðal Sundabraut. Hver ætlar svo að stíga fram og taka á sig ábyrgðina ef illa fer? /HKr. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Ekkert grín Hof í Öræfum er margbýli. Yfir byggðinni gnæfir Öræfajökull, ein stærsta og að sumir segja hættulegasta eldstöð landsins. Á Hofi var kirkja helguð heilögum Klemensi í katólskum sið og útkirkja frá Sandfelli allt til 1970, þegar Hof var lagt til Kálfafellsstaðar í Suðursveit. Torfkirkjan, sem varðveitt er að Hofi, er að stofni frá 1884. Veggir hennar eru hlaðnir úr grjóti og á henni er helluþak, þakið torfi. Þjóðminjasafnið fékk hana til eignar með því skilyrði að hún yrði endurbyggð (1953–54) og hún yrði áfram sóknarkirkja. Hún var endurvígð 1954. Mynd / Hörður Kristjánsson Með bjartsýni í farteskinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.