Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 202150 SAMFÉLAGSRÝNI Undanfarin ár hefur vægi ferðaþjónustunnar í efnahags­ lífi landsins aukist til mikilla muna. Þetta er öllum ljóst og blasir við nú þegar heimsfarald­ ur kórónuveiru hefur orðið þess valdandi að þjónusta við erlent ferðafólk hefur tímabundið svo gott sem lagst af með tilheyr­ andi tekjufalli. Miklu skiptir að nýta það andrými sem skapast hefur við þessar aðstæður, huga að mögulegum sóknarfærum í greininni í framtíðinni, þeirri verðmætasköpun og viðspyrnu sem þau geta veitt ef vel er á málum haldið. Gangi fyrirætlanir stjórnvalda eftir varðandi aukna dreifingu erlendra gesta sem sækja landið heim er ljóst að fjöldi áfangastaða bíða þess að verða uppgötvaðir vítt og breitt. Fram til þessa hefur það oft verið handahófskennt og jafn- vel undir erlendum stórstjörn- um og samfélagsmiðlum komið hvaða staðir njóta mestra vin- sælda hverju sinni. Má af því tilefni nefna t.d. flugvélaflakið á Sólheimasandi, Fjaðrárgljúfur og nú síðast Stuðlagil sem öllum að óvörum og án formlegrar markaðssetningar hefur fest sig í sessi sem áfangastaðurinn sem allir verða að heimsækja. Stuðlagil er á margan hátt dæmigert fyrir náttúruperlur víða um land. Það er úr alfaraleið, landeigendur eru fleiri en einn, samgöngur geta verið erfiðar, aðstaða fyrir ferðafólk af skorn- um skammti og áfram mætti telja. Með það að markmiði að búa til ferli fyrir uppbyggingu á áfangastaðnum Stuðlagili sótti sveitarfélagið Múlaþing, í samstarfi við Austurbrú og landeigendur, um styrk til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum, í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018– 2024. Markmið verkefnisins var að samþætta hagsmunaaðila, opinbera stefnumótun, staðbundna stefnumótun, sjálfbærni og ábyrga nýtingu og gæði og fagurfræði í hönnun innviða. Þriggja manna valnefnd fór yfir umsóknir og gerði tillögur til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem ákvað að styrkja verkefnið ekki. Í framhaldinu leituðu Múlaþing og Austurbrú eftir samstarfi við atvinnu- og nýsköpunarráðherra sem brást vel við og hefur nú verið gengið frá samningi vegna verkefnisins. Líkt og fram hefur komið er Stuðlagil lýsandi dæmi um sjálfsprottinn áfangastað sem nýtur mikilla vinsælda. En þótt gilið sé einstakt þá er það ekkert einsdæmi. Víða um land eru náttúruperlur sem enn hafa ekki fengið þá athygli sem þeim ber. Þegar og ef það gerist skiptir máli að hægt sé að bregðast hratt við með það fyrir augum að varna skemmdum á viðkvæmu náttúrufari, tryggja öryggi ferðamanna og atvinnu- og verðmætasköpun í heimabyggð. Stuðningur ráðuneytisins nú gerir okkur kleift að ganga skipulega til verks. Með þessum hópi öflugra samstarfsaðila verður til reynsla og þekking sem vonandi mun nýtast um land allt í framtíðinni og leggja þannig grunninn að verklagi við uppbyggingu nýrra áfangastaða sem sómi er að. Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Við eldri erum þverskurður af þjóðfélaginu, sum vellauðug, önnur bláfátæk og allt þar á milli. Tölfræðin segir okkur að Íslend­ ingar 67 ára og eldri séu um 45.000. Þar af fá um 37.000 greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (Tr.), um 8.000 hafa annaðhvort ekki óskað eftir eftirlaunum, eða hafa mánaðartekjur yfir 616.184 kr. og missa því réttinn til eftirlauna. Um 10.000 eru talin lifa undir fátæktarmörkum, þar af hafa um 4.500 eingöngu eftirlaun frá Tr. (hámark kr. 266.033 fyrir skatt). Að meðaltali höfum við eldri það ágætt fjárhagslega. Er einhver ástæða til að við, sem erum svo heppin að hafa náð þessum aldri, höfum áhyggjur af þeim sem lægstar hafa tekjurnar, þ.e.a.s. ef við fyllum ekki þann hóp? Mega þau ekki bara eiga sig? Við segjum nei. Þjóðfélagið allt ber ábyrgð á því að allir eldri borgarar geti lifað mannsæmandi lífi. Í hópnum með lökustu afkomuna er m.a. fólk sem hefur unnið láglaunastörf, t.d. umönnunarstörf. Störf sem eru nauðsynleg fyrir gangverk þjóðfélagsins. Nauðsynleg fyrir ríka jafnt sem fátæka. Eitt ríkasta þjóðfélag í heimi getur ekki látið fátækt viðgangast. Handónýt kjarabarátta • Ófáar eru greinarnar sem fólk ritar um nauðsyn þess að bæta kjör hinna verst settu og afnema skerðingar. • Mörg þeirra 56 félaga eldri borgara um land allt álykta á aðalfundum sínum um bætt kjör. • Landsfundir Landssambands eldri borgara (LEB) samþykkja langa texta í sömu veru. • Stjórn LEB situr endalaust á fundum í ráðuneytum og nefndum Alþingis. • Stjórnmálaflokkarnir allir sem einn hafa bætt kjör okkar á loforðalistum sínum fyrir kosningar vel vitandi að við höfum öll atkvæðisrétt og erum ódýr atkvæði – óþarfi að efna loforðin. Nánast ekkert þokast í rétta átt. Hvað er að? Við eldri erum veikur þrýstihópur: • Sköpum lítil verðmæti, en tókum fullan þátt í að byggja upp það þjóðfélag sem við höfum í dag. • Erfitt fyrir stjórnvöld að vita hvað við raunverulega viljum því okkur skortir samstöðu, tölum út og suður, einn vill þetta, annar hitt til að bæta kjör og sumum er slétt sama, þurfa engar kjarabætur. • Við erum slök í að leiðrétta rangfærslur þeirra sem landinu stjórna og annarra um ágæt kjör. Afkomendur okkar trúa bullinu! – Hvað er til ráða? Við getum breytt baráttuaðferðum: Fólk hefur viðrað ýmsar hugmyndir: • Stofna stjórnmálaflokk eldri borgara. – Við eldri erum flest vön að styðja sama flokk og treg til að breyta. Auk þess yrði flokkur með eitt aðalbaráttumál aldrei sterkur á þingi, ef hann væri svo heppinn að ná lágmarks fylgi. • Semja við stjórnmálaflokk um samstarf. – Hvorum megin lenti sá flokkur, í stjórn eða stjórnarandstöðu? Í samsteypustjórn þarf að semja um málamiðlanir og í stjórnarandstöðu eru flokkar áhrifalitlir. Og við höfum bitra reynslu af kosningaloforðum sem aldrei stóð til að efna. • Fara í mál við ríkið, sbr. Gráa herinn, sem vonandi vinnur málið. En málsókn hlýtur alltaf að vera neyðarúrræði. Stjórnvöld hafa í hendi sér að setja ný lög til að færa málin til fyrra horfs. Grasrótarleiðin Við sem þetta ritum höfum áhuga á að skoðuð verði leið sem kalla mætti grasrótarleiðina. Í 55 félögum eldri borgara, sem dreifð eru um allt land, eru um 27.000 félagar, margir í staðbundnum félögum stjórnmálaflokkanna. Ef þetta fólk er virkjað til að tala máli eldri borgara er líklegt að hægt sé að hafa áhrif á stjórnmálafólk upp í gegnum stofnanir flokkanna til að tala máli okkar og berjast fyrir bættum kjörum. Forysta LEB og stefnumótun í kjaramálum Við vikum að því að framan að kjarabaráttan væri ómarkviss. Nauðsynlegt er að marka stefnu sem við eldri getum sameinast um og koma henni á framfæri sem víðast í samfélaginu og ekki síst til grasrótar stjórnmálaflokkanna. Þannig að: • Kjaranefnd og stjórn LEB undirbúi stefnu í kjaramálum eldri borgara og leggi fyrir næsta landsfund til samþykkt- ar. (Við höldum að stefna sé sterkara og varanlegra vopn í kjarabaráttu en ályktanir. Stefnu má alltaf aðlaga að breyttum aðstæðum á lands- fundum). • Mikilvægt er að aðildarfélög LEB séu höfð með í ráðum við stefnumótunina, að LEB kynni þeim áform um sam- ræmda stefnu og óski eftir hugmyndum. • Stefna verði gefin út í bæklingi með ábendingum um hvernig vænlegt er að kynna málið í grasrótarfélögum stjórnmála- flokkanna, í kjördæmisráðum og á landsfundum. Ritinu verði dreift til allra í félögunum 55 með hvatningu um að þeir kynni og berjist fyrir málefn- inu í sínum flokkum. • Einnig verði stefnunni komið á framfæri við stjórnvöld, fjöl- miðla og hvar sem hugsanlegt er að geta haft áhrif. • LEB kappkosti að leiðrétta rangfærslur sem birtast í fjöl- miðlum. • LEB miðli upplýsingum til aðildarfélaganna, sem koma þeim áfram til meðlima sinna. Félögin geta ekki öll haldið úti eigin vefsíðum. LEB getur boðið þeim sem það vilja pláss á vefsíðu sinni til að koma efni á framfæri. Félögin gætu ann- aðhvort sjálf sett efni á sitt vef- svæði eða fengið aðstoð LEB til þess. • Okkur vantar stuðning í þjóð- félaginu. Hvar er hans að leita? Hjá afkomendum okkar, sem vonandi lifa það að verða eldri borgarar og stjórna landinu í dag. Minnum þau á það! Hjá verkalýðsfélögunum sem við höfum byggt upp. Samstaða er lykillinn að velgengni! Stjórn FEBRANG, Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu; Ásdís Ólafsdóttir, Jón Ragnar Björnsson, Sigrún Ólafsdóttir, Svavar Hauksson, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon, Þórunn Ragnarsdóttir Stjórn FEBRANG, Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu, kallar eftir stuðningi þjóðfélagsins við baráttumál eldra fólks í landinu og samstöðu með afkomendum og verkalýðsfélögum. Mynd / HKr. Áfangastaðir framtíðarinnar Gauti Jóhannesson. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR gerðir dráttarvéla H eim ild: Prentm iðlakönnun Gallup. Könnunartím i okt. - des. 2020. BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI 36,2% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið Hvar auglýsir þú? 36,2% Lestur Bændablaðsins á landsbyggðinni Lestur Bændablaðsins á höfuðborgarsvæðinu 17,8% 24,3% Lestur landsmanna á Bændablaðinu Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is Lestur Bændablaðsins Hafðu samband
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.