Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 202142 Það var um þetta leyti árs í fyrra (2020) sem vinna hófst af fullum þunga við að komast til botns í hverju ört vaxandi innflutningur á svokölluðum jurtaosti sætti. Til að gera langa sögu stutta leiddu rannsóknir í ljós að tollflokkun á vöru sem að uppistöðu er rifnn mozzarella ostur, reyndist röng. Þetta staðfestu tollayfirvöld með tölvupósti þann 23. júní en þar segir m.a. „Tollyfirvöld geta staðfest að „Mozzarella pizza mix“ mun, í samræmi við álit starfsmanna framkvæmdastjórnar ESB, verða flokkað í 4. kafla tollskrár en hvorki 19. né 21. kafla.“ Ætla mætti að strax í kjölfarið hefði framkvæmd tollskráningar og innheimtu tolla verið umsvifalaust komið í rétt horf eftir að ljóst var að misbrestur hefði orðið á. Um þetta má þó efast þegar upplýsingar um innflutning á svokölluðum jurtaosti (tollskrárnúmer 2106.9068) eru skoðaðar. Þrír mánuðir, júní, júlí og ágúst, liðu og inn til landsins héldu áfram að flæða tugir tonna af osti sem tollafgreiddur var sem jurtaostur eins og ekkert hefði í skorist. Það var fyrst í september að það tók að draga úr þessu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. En hverju hefur þessi breyting á tollaframkvæmd skilað? Það er vissulega vandasamt að fullyrða neitt á þessu stigi en sterkar vísbendingar eru um að sala á rifnum osti úr mjólk frá íslenskum bændum nálgist nú fyrri stöðu. Sem dæmi var hún 26 tonnum meiri í mars 2021 en í mars 2020. Þetta svarar til 260.000 lítra mjólkur sem lætur nærri að nema árs framleiðslu meðal kúabús á Íslandi í dag. Það er því freistandi að draga þá ályktun að aðstæður færist nú nær því að vera í samræmi við gerða milliríkjasamninga. Erna Bjarnadóttir, verkefnastjóri MS Nú er sá tími upp runninn er huga þarf að sáningu og uppeldi matjurta til gróðursetningar í heimilisgarða, þegar jörð hlýnar. Að mörgu er að hyggja og gott er að fylgja leiðbeiningum vísdómsfólks í þeirri grein. Gefnar hafa verið út margar íslenskar bækur og greinar um þetta efni. Skáldið og náttúrufræðingurinn Eggert Ólafsson (1726–1768) ritaði um uppeldi og gróðursetningu matjurta. Hann setti fram leiðsögn fyrir almenning um efnið í ritinu „Lachaonologia“ sem hann ritaði um 1763. Það er fyrsta íslenska leiðbeiningarritið um garðyrkju á Íslandi en var ekki gefið út fyrr en að honum látnum, árið 1774. Meðal þekktustu kvæða Eggerts er „Undir bláum sólar sali“ sem kórfólk þekkir vel, auk margra ljóðabálka í anda upplýsingarstefnunnar, t.d. „ B ú n a ð a r b á l k “ . Eggert var annar höfunda frægrar Íslandslýsingar sem var afrakstur áralangra rannsókna hans og Bjarna Pálssonar um Íslands hagi eftir miðja 18. öld. Hér á eftir eru birt nokkur brot af leiðbeiningum hans, sem gaman getur verið að kynnast. Sáning Allslags frækorn má í regnvatni deigja, vindþurrka síðan á fjöl án sólar fyrr en sáð sé. Einkanlega skyldi sú atferð brúkast við fræ það allt sem menn vita gamalt er orðið og efast um að uppkoma muni að gagni; verður það fyrr til að digna nær í jörðina kemur og samlaga sig hennar vessa. Veður velja menn gott og stillt, ekki þerristorm eða sólskins þurrk að eigi þorni strax jörðin og sæðið, heldur þykkviðris dag hægan þegar hlýtt er og molla, helst kvöldtíma þá jörðin er náttúrulega rök utan næturfrost sé að óttast, þá er betra að bíða morguntímans. Menn plaga að sá með vaxanda tungli öllum þeim maturtum, sem upp skulu vaxa, svo sem eru kála kyn og salöt etc. en hinum sem kólfa gefa skulu, svo sem næpur, rófur, laukar etc. með því minnkandi. Meðferð ungplantna Ungkál skal varlega upptaka, svo að rætlingar eður angar slitni sem minnst og blöðin ei heldur brotni. Jörð á rótunum á að fylgja svo mikil sem við loða kann og er best að hafa hreint trog til að leggja jurtirnar í. Sólin má ei skína á kálið frá því upp er tekið og til þess gróðursett er, að ei linist og ónýtist. Allir forsjálir garðyrkjumenn velja milt og hægt veður til setningar káls og annara maturta. Mollur og þykkviðri eður úrkomu lítið veður er allra hentugast. Nú gengur þurrkur og sólskins dagar, en ungkál er svo mjög vaxið að ei má lengur bíða að skaðlausu af því það vex í soddan þröng mest til hæðar, en digurðin verður engin, dettur það svo út af nær gróðursett er, og þó viðréttist, þrekast aldrei né fær svo mikinn vöxt sem annars að sér átti; þá skal ei fara að setja fyrr en sól er af garði gengin. Sama gildir, þó ungkál sé tekið úr sáðkistu. Planta má kál í skugga eður annars staðar undir garði hvar sól skín ei á í það sinn, þótt hátt væri á lofti. Bil á milli gróðursetninga skal vera 1 fet eður hálft annað, nær snemmgróið er, ei skal planta utarlega í reinarnar að ei verði rótin ber, ef að moldin kann hrynja úr bökkunum og er gott að þeir sé ei þvergnýptir. Aðferðir við gróðursetningu Gróðursetinn hefur sívalan staut í hendi, hálfrar álnar langan, er sú spíta aðdregin og mjó til annars enda. Með þessu smátóli mælir hann bæði bilið í milli raðanna og svo í röðunum sjálfum á milli kálsins sem setjast á. Gróðursetinn gjörir og með stautinum holukorn til að setja jurtina niður í. Skal það aðgæta, bæði að hún haldi sinni fyrri mold við rótina og einkum að rótin setjist rétt niður, og í því sópa moldinni í farið til stuðnings að heikist ei né hrukkist. Nú er til annar máti óhultari og greiðari, nefnilega að brúka ekki staut heldur stinga í moldina vinstri hendi, halda jörðinni opinni og setja svo með hægri hendi urtina niður í gjána, taka höndina vinstri upp, láta moldina aftur samanfella og þjappa henni hóglega ofan til að urtarstofninum sem stendur við þetta stöðugur, en enginn blástur eða kuldi kemst að rótinni. Nær þessi reitur er alsettur vökvast hann hægt en þó jafnt og nægilega með smádropóttu drifi, og svona er farið reit af reit þar til garðurinn er fullur af nýjum gróðursetningum. Strax eftir plantan skal vatna jurtunum vel, en jafnt hægt og smádropótt, svo hvörki brotni þær né bælist niður, eða moldin skolist á braut. Ingólfur Guðnason GARÐYRKJUSKÓLINN Á REYKJUM Um Kálsins tömdu náttúru Koparrista sem táknar harm þann sem fyllti Íslendinga er Eggert Ólafsson og kona hans, Ingibjörg Guðmundsdóttir, drukknuðu í Breiðafirði 31. maí 1768. SAMFÉLAGSRÝNI Framkvæmd samninga og laga um tolla og viðskipti er stórt hagsmunamál Forsíða garðyrkjubók- ar Eggerts Ólafssonar, gefin út af Birni í Sauð- lauksdal 1774. Til stendur að útbúa söguleið um svæðið við Búðanes og Hjallatanga á Stykkishólmi og verður það gert á árunum 2021 til 2023, en það er svæðið þar sem saga bæjarins hófst. Styrkur fékkst úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða á dögunum. Verkefnið er samstarfsverk­ efni Stykkishólmsbæjar og Minjastofnunar Íslands, enda svæðið ríkt af menningarminjum auk þess sem þar er mikil náttúrufegurð. Verslunarsaga Stykkishólms hófst í Búðanesi og minjar tengdar verslun á svæðinu er þar að finna, þar á meðal friðlýstar búðatóftir. Stefna Stykkishólmsbæjar er að því er fram kemur á vefsíðu bæjarfélagsins að vinna markvisst að því að bæta aðgengi íbúa og gesta að útivist og náttúruupplifun í sveitarfélaginu. Það er m.a. gert með því að auka aðgengi að göngustígum, merkja gönguleiðir og koma upp leiðavísum og upplýsingaskiltum þar sem við á. Svæðið á Búðanesi og Hjallatanga er upplagt sem útivistar­ og ferðamannasvæði en þarfnast góðra innviða, svo sem stíga og skilta. Aukið og betra aðgengi að svæðinu er í anda stefnu bæjarsins. Verkefnið skiptist í nokkra áfanga en hafist verður handa við hönnun svæðisins með það að leiðarljósi að innviðir falli að umhverfi og að náttúra og menningarminjar verði virt. Bæta á aðgengið og upplýsingamiðlun en hrófla eins lítið við svæðinu og unnt er. Þá þarf að hafa öryggi gesta svæðisins í huga, en fjara og klettar eru víða nálægt gönguleiðum. Á skiltum verður ljósi varpað á þann fjölda menningarminja sem finnast á svæðinu og þann mikla menningararf sem þar er í því skyni að vekja áhuga á sögu þess og upphafi byggðar í Stykkishólmi. Framkvæmd við stígagerð á þessu svæði fellur vel að áherslum Svæðisgarðs Snæfellsness sem setur aðgengi að strandlínu/fjörum og strandleið um Snæfellsnes sem forgangsverkefni. /MÞÞ Erna Bjarnadóttir. Mynd 1. Síðan þá hefur orðið viðsnúningur í innflutningi á þessu tiltekna tollskrárnúmeri eins og sjá má á mynd 1. Síðan í september hefur innflutningur fallið úr því að vera nálega 20–30 tonn á mánuði í um það bil 5 tonn að meðaltali á mánuði. Mynd 2. Þegar innflutningur á svokölluðum jurtaosti er skoðaður eftir löndum sjást breytingarnar glöggt. Ljóst er að innflutningur frá Bretlandi er nánast horfinn, sem og Kanada. Það kemur heim og saman við þær ályktanir sem dregnar voru vorið 2020, þ.e. að um væri að ræða tiltekna vöru, rifinn pizza ost frá Bretlandi. Það að innflutningur frá Kanada sé horfinn bendir hins vegar einnig til að þar kunni að hafa verið á ferðinni mjólkurostur sem þarf sérstakt leyfi MAST til að flytja inn til Íslands og þar með inn á EES svæðið þar sem sameiginleg heilbrigðislöggjöf gildir um matvæli. Getur það verið að hér hafi verið „leki“ á ytri landamærum EES hvað þetta áhrærir? Slíkt bryti augljóslega í bága við EES samninginn. Innflutningur frá Grikklandi er síðan væntanlega bundinn við vörur sem falla undir vörumerkið „Vio life“. ÍSLAND ER LAND ÞITT Til stendur að útbúa söguleið um svæðið við Búðanes og Hjallatanga á Stykkishólmi, en verslunarsaga bæjarins hófst á Búðanesi og minjar tengdar verslun á svæðinu er þar að finna, þar á meðal friðlýstar búðatóftir. Stykkishólmur og Minjastofnun: Söguleið með stígum um Búðanes og Hjallatanga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.