Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 37 Fyrsti sérsmíðaði vagninn með hjólastólalyftu sem ekur fyrir Strætó á landsbyggðinni kom nýverið til landsins og er þegar kominn í notkun á leið 57 sem ekur á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Hópbílar sjá um þann akstur. Von er á þremur vögnum til viðbótar. Vegagerðin gerði kröfu um aðgengi fólks í hjólastólum í útboði landssamgangna sumarið 2020. Krafan snerist um að slíkir vagnar væru til taks fyrir leiðir 55 (Keflavík-Reykjavík), 56 (Akureyri- Egilsstaðir) og 57 (Reykjavík- Akureyri) og sameiginlega á leið 51 (Höfn-Reykjavík) og 52 (Reykjavík- Landeyjarhöfn), eða samtals fjórir vagnar. Hjólastólaaðgengi brátt í boði milli Akureyrar og Egilsstaða Hópbílar sem hlutu útboð fyrir akstur á Reykjanesi, Suðurlandi, Vestur- og Norðurlandi, hafa nú fengið afhentan fyrsta sérsmíðaða vagninn með hjólastólalyftu og tekið hann í notkun. SBA hlaut útboðið fyrir Norður- og Norðausturland og á fyrirtækið von á einum sérsmíðuðum bíl með hjólastólaaðgengi til að nota á leiðinni milli Akureyrar og Egilsstaða. Farþegar sem þurfa aðgengi fyrir hjólastól þurfa að láta þjónustuver Strætó vita með minnst 24 klukkutíma fyrirvara. /MÞÞ Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Vandaðar samlokueiningar í miklu úrvali. Fást bæði með PIR og steinullar einangrun. GRÓÐURHÚS Tryggðu þér vandað gróðurhús fyrir sumarið! YLEININGAR TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 571-3535 VEFFANG www .bkhonnun . is Margar gerðir gróðurhúsa - fást í ál lit, svörtu og grænu. 4 mm hert gler eða 10 mm ylplast Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn miðvikudaginn 21. apríl 2021, kl. 17:00. Dagskrá 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein samþykkta félagsins. 2. Heimild aðalfundar fyrir félagsstjórn til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Þróunarmál og hönnun. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur er til sýnis á skrifstofu í Mosfellsbæ og er sendur hverjum þeim hlutahafa sem þess óskar. Í samræmi við fyrirmæli stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveiru verður fyllstu varúðar gætt. Hægt verður að skrá sig á istex.hf@istex.is eða í 566 6300 til að fylgjast með fundinum rafrænt. Umboðsmenn þurfa að leggja fram dagsett og skriflegt umboð. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent frá skrifstofu félagsins að Völuteig 6 í Mosfellsbæ á fundardag. Mosfellsbæ, apríl 2021 Stjórn ÍSTEX hf. LÍF&STARF Hugsanleg sameining sveitarfélaga í A-Húnavatnssýslu: Þarf að byggja upp traust Íbúar í Austur-Húnavatnssýslu telja að ein helsta áskorunin við mögulega sameiningu sveitarfélaganna sé að byggja upp traust og auka trú íbúa á að hag þeirra verði betur borgið í sameinuðu sveitarfélagi, að þjónusta nái til allra íbúa og að áhrif jaðarbyggða verði tryggð. Sameining sveitarfélaga geti ekki farið þannig fram að eitt sveitarfélag yfirtaki önnur. Þetta er meðal þess sem fram kom á rafrænum íbúafundi um sameiningarmál sem haldinn var nýverið og fjallað er um á vef sameiningarverkefnisins; hunvetningur.is. Þá var varað við því að lofa of miklu í tengslum við mögulega sameiningu, eða halda því fram að allt verði óbreytt. Íbúar leggja jafnframt áherslu á að einkenni, menning og mannlíf hvers samfélags verði varðveitt. Þannig verði íbúar áfram Blönduósingar, Skagstrendingar og Vatnsdælingar svo dæmi sé tekið. Möguleg sameining skóla til umræðu Mikil umræða var um fræðslumál og áhersla lögð á að skólar svæðisins haldi sínum sérkennum og geti veitt þjónustu í samræmi við þarfir á hverjum stað. Ein viðamesta breytingatillagan sem kynnt var á fundinum er möguleg sameining Blönduskóla og Húnavallaskóla og var mikil umræða um þá tillögu. Mikil áhersla var lögð á að sameining skóla væri raunverulega sameining skóla en ekki yfirtaka stærri skóla á þeim minni. Afar mikilvægt væri að vinna að verkefninu í samstarfi við starfsfólk og foreldra. Tækifæri í auknum slagkrafti Tækifæri svæðisins eru talin liggja í auknum slagkrafti til atvinnuþróunar og hagsmunagæslu gagnvart ríki og Alþingi, sérstaklega í samgöngumálum. Væntingar eru um að sameiningarframlög hjálpi svæðinu að verða fjárhagslega sterkara og til að efla stjórnsýslu og þjónustu. Þá töldu þátttakendur í fundinum að mikil tækifæri felist í aukinni áherslu á umhverfis- og skipulagsmál og uppbyggingu á Húnavöllum. Sérstaða hvers byggðakjarna Á öðrum rafrænum fundi um sameiningarmálin kom fram að óvissa væri ríkjandi og eðlilegt að fólk hefði áhyggjur af því hver þróunin yrði. Íbúar óttast að missa áhrif og að dregið verði úr þjónustu, viðhaldi eða framkvæmdum í þeirra nærumhverfi og að fjármál sveitarfélagsins yrðu ekki nægilega sterk til að byggja upp þjónustu og sækja fram. Fram kom að mikilvægt væri að varðveita núverandi þjónustu og bæta hana, halda sérstöðu hvers byggðakjarna og halda áfram með staðbundna menningarviðburði eins og þorrablót. Þá var á fundinum áréttað að alla breytingar yrðu undirbúnar vel og íbúar upplýstir um málin hvort heldur væri varðandi sameiningu sveitarfélaga eða sameiningu skóla. /MÞÞ Norðurland vestra, Vestur- og Austur-Húnavatnssýsla. Hjólastólaaðgengi í strætó verður á fjórum leiðum á landsbyggðinni – Fyrsti vagninn með hjólastólalyftu tekin í notkun Bíllinn sem nú þegar er í notkun er frá Hollandi af gerðinni VDL og er, eins og hinir vagnarnir sem von er á, af lengstu mögulegu gerð vagna sem framleiddir eru í Evrópu. Hann er útbúinn hjólastólalyftu sem getur lyft a.m.k. 300 kg en lyftupallurinn er öruggur bæði í þurru og votu veðri. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 RÚÐUR Í DRÁTTARVÉLAR FRÁBÆR VERÐ John Deere Zetor Case IH McCormick Steyr Claas Ford Fiat New Holland Deutz-Fahr Massey Ferguson Í bílnum er beltisbúnaður og búnaður til að tryggja að stóllinn sé kyrr í vagninum. Festingar fyrir hjólastólana eru geymdar í vagnlestinni þegar stæðið er ekki í notkun. Pláss ið í vagninum sem er ætlað undir hjólastóla er ekki hægt að nýta undir hefðbundin vagnasæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.