Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 43 SAMFÉLAGSRÝNI Andstæð auðlindaákvæði – Fólkið í landinu stendur frammi fyrir djúpstæðum vanda – Grein 2 Eftir bankahrunið 2008 fól Alþingi kjörnum fulltrúum fólksins að semja nýja stjórnarskrá í sam- ræmi við tilmæli þjóðfundar þar sem allir Íslendingar sátu við borðið enda voru 950 þjóðfundar- fulltrúar valdir af handahófi úr þjóðskrá. Verkið tókst vel, svo vel að 67% kjósenda lögðu blessun sína yfir frumvarp stjórnlagaráðs í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 og 83% kjósenda lögðu sérstaka blessun sína yfir auðlindaákvæðið. Upphafsmálsgrein aðfaraorða frumvarpsins leggur grunninn að auðlindaákvæðinu: „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð.“ Vandinn nú er sá að Alþingi sner- ist gegn eigin vegferð með því að snúa baki við frumvarpi sem samið var eftir lögum og reglum sem þing- ið setti sjálft. Það hefur aldrei áður gerst í vestrænu lýðræðisríki ef þá nokkurs staðar að þjóðþing vanvirði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Hvað veldur? – Ýmsar skýringar koma til álita. Líklega var allstór hluti alþingismanna í raun andsnúinn stjórnarskrárferlinu frá byrjun. Þeir kusu að þegja andspænis fólkinu sem krafðist úrbóta en lögðu síðan steina í götu þegar frá leið. Sneypa Alþingis keyrði loks um þverbak í málþófi á vormánuðum 2013 og svo fór að enginn þingmaður þurfti að opinbera hug sinn til nýju stjórnarskrárinnar í atkvæðagreiðslu á þingi. Þó hafði meirihluti þingheims, 32 þingmenn af 63, opinberlega lýst stuðningi við staðfestingu nýju stjórnarskrárinnar. Í þessu ljósi er fróðlegt að bera saman vinnubrögð íslenskra þingmanna og breskra þingmanna gagnvart Brexit. En hvers vegna er andstaða íslenskra þingmanna við nýju stjórn- arskrána svo mikil að skýr þjóðar- vilji er vanvirtur? Valddreifing rennur eins og rauður þráður í gegnum nýju stjórnarskrána og er í samræmi við niðurstöðu þjóðfundarins 2010. Þannig knýr hún alþingismenn til lagasetningar um ýmsa hluti sem óhjákvæmilega munu raska ríkjandi valdajafnvægi. Semja þyrfti ný lög um gegnsæi og upplýsingaskyldu, auðlindir, auðlindanýtingu, stöðuveitingar, alþingiskosningar, málskotsrétt þjóðarinnar og íbúalýðræði. Allt þetta dreifir valdi og eflir aðhald og eftirlit með stjórnmálamönnum. Víst er að slíkar grundvallarbreytingar hugnast ekki öllum og síst þeim sem standa hagsmunaöflum næst. Því miður virðast flestir flokkar á Alþingi híma í skugga þeirra. Sem gerir að verkum að stjórnmálamenn og flokkar eru illa til þess fallnir að semja stjórnarskrá. Hagsmunatengsl, bein og óbein, leynd og ljós, eru einfaldlega of mikil. Viðsnúningur auðlindaákvæðisins færir okkur heim sanninn um þetta. Að semja nýja stjórnarskrá er verk sem enginn getur gert svo fullt gagn sé að nema þjóðin sjálf. Hún hefur þegar gert það. Það stendur upp á Alþingi að hætta að flækjast fyrir. Næsta grein fjallar um tilurð kvótakerfisins og veiðiréttinn. Lýður Árnason, læknir og kvikmyndagerðarmaður Ólafur Ólafsson, fyrrv. landlæknir Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor FOSSAR EINBÝLISHÚS Viltu lækka byggingar- kostnað?Fossar einbýlishús eru útfærð í einingakerfi Landshúsa. Eininga- kerfið okkar hefur undanfarin ár fengið afar góðar viðtökur og hafa húsin okkar risið um allt land með góðum árangri. Markmið okkar er að bjóða upp á lausn sem gerir fólki kleift að byggja traust hús á einfaldan og hagkvæman hátt. Val á gluggum: Timbur Ál/timbur PVC Hús á mynd er Foss 5 - 211 fm - Verð kr. 28.341.000.- Efla verkfræðistofa sér um tæknilega hönnun á öllum húsunum okkar samkvæmt íslenskri byggingarlöggjöf. STYRKUR - HAGKVÆMNI - HÖNNUN LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is SELDU HRYSSUR TIL LÍFS Hrossabændur óska eftir hryssum Mega vera þriggja til fimmtán vetra Greiðum 45.000 kr. án vsk. fyrir hryssuna ATH! HÆKKAÐ VERÐ! Sækjum frítt á Suður-, Vestur- og Norðurland. Upplýsingar: hryssa@isteka.com eða í síma 581-4138. Geymið auglýsinguna! Hryssur eru greiddar eftir reikningi og eftir umskráningu í WorldFeng. Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Gleraugu með glampa og rispuvörn Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0 19.900 kr. Margskipt gleraugu Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tv r vikur) 39.900 kr. gleraugu umgjörð og gler Veik málsvörn Þórarins Lárussonar Þegar vitnað er í skrif annarra við réttlætingu á eigin skrif- um þarf að vanda sig. Sé það ekki gert eiga menn á hættu að detta í díki sem stundum getur þvælst fyrir og valdið óþægindum. Breytir þá engu þótt hroðvirknin sé lofuð af álíka vandvirkum viðhlæjend- um, sem halda hálfsannleik í heiðri. Í grein sem Þórarinn Lárusson ritar í Bændablaðið 25. mars sl. vitnar hann tvívegis í skrif annarra sér til halds og trausts. Í fyrra skiptið grípur hann til skrifa tveggja kennara við LbhÍ, þeirra Þorsteins Guðmundssonar og Guðna Þorvaldssonar. Hvorugur þessara herramanna hefur, að sögn samstarfsmanna, stundað kolefnisrannsóknir af neinni alvöru. Landbúnaðarháskólinn gerði viðhorf þeirra ekki að sinni skoðun. Bæði dr. Ólafur Arnalds og Jón Guðmundsson, prófessorar við sama háskóla, hafa stundað rannsóknir á votlendi, og hröktu nánast hvert einasta atriði greina þeirra lið fyrir lið á sínum tíma (3. tölubl. Bbl. 8. feb., 2018). Eftir þá grein stóð fátt bitastætt eftir af málflutningi þeirra Þorsteins og Guðna og því óþarfi að ræða það frekar. Það ber óneitanlega ekki vott um traustan málstað að geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér með haldbærari rökum. Sandlækjarmýrisrannsóknin Hin tilvitnun Þórarins varðar rannsóknarniðurstöður Brynhildar Bjarnadóttur. Þau skrif eru af öðrum og merkilegri toga. Þar er á ferð almennt viðurkenndur vís- indamaður. Við nákvæmari lestur greinar Brynhildar kemur í ljós að hún er full af fyrirvörum höfundar sem mikilvægt er að gefa gaum. Rannsóknin fer fram á þeim tíma þegar öspin er í mestum og mjög örum vexti (ca 30 ára) og jarð- vegurinn haugblautur, sem jafn- gildir því eins og um óframræsta mýri sé að ræða. Aðstæðurnar eru algjörlega óeðlilegar og lit- ast niðurstaðan mjög af því. Sjálf segir Brynhildur: „En blautt svæði og há vatns- staða gefur til kynna að niðurbrot- ið á lífræna efninu í jarðveginum sem verður vegna framræslunnar er sennilega frekar hægt eða til- tölulega bælt.“ Mér vitanlega hefur enginn dregið í efa að aspir binda mikið koldíoxíð/kolefni m.v. aðrar trjá- tegundir. Þórarinn gefur sterklega í skyn að öll skógrækt á framræstu votlendi bindi meira kolefni en landið losi og lesandinn á að trúa því að aðrar trjátegundir bindi jafn mikið kolefni og aspir á hverjum hektara. Því fer víðs fjarri eins og allir vita sem fjallað hafa um þessi mál af þekkingu. En dæmið sem hér er um rætt er afar ýkt. Aspirnar í Sandlækjarmýri voru auk þess gróðursettar afar þétt (upphaf- lega ætlaðar til notkunar við álf- ramleiðslu), aðferð sem enginn myndi nota á okkar tímum. Það eykur bindingu á hektara. Þrátt fyrir mjög óeðlilegar aðstæður nær CO2 binding aspanna ekki að loka fyrir losunina frá jarðvegin- um. Höldum svo áfram. Aspirnar eldast og bindingin minnkar. Svo deyja þær. Bolirnir annaðhvort rotna á jörðinni eða nýtast sem eldiviður. Í bæði skiptin hefst þá full losun/framleiðsla CO2 að nýju, því bolirnir hafa mikið af kolefni í sér sem mynda CO2 við rotnun. Í framhjáhlaupi en þó ekki ómerkilegt má minnast á að lauffall aspa á haustin er mikið. Það fýkur saman og myndar nýjan massa sem losar CO2 – að nýju. Hvað er þá orðið okkar starf? Eina varanlega binding koldíoxíðs er að koma því ofan í jörðina að nýju og geyma það þar. Sameiginleg vörn Þórarinn viðurkennir þó réttilega undir lokin að versta staðan sé að láta framræsta landið standa óhreyft, en bætir við að „mikil- vægt er (...) að finna metnaðar- fyllri og búmannlegri leiðir til að hemja allt skurðayfirklór.“ (Leturdekking mín). Þetta er síð- asta hendingin í útfararversinu, sem hann söng svo glatt í fyrri grein sinni. Gleymum því ekki að við akuryrkju á einærum korn- tegundum sem Þórarinn mælir svo mikið með, verður mikil losun koldíoxíðs við jarðvinnsluna. Það yrði því þvert á stefnu stjórn- valda sem vilja leggja allt kapp á að draga úr losun koldíoxíðs, stöðva losun þess úr framræstu votlendi og binda í gróðri og jarð- vegi með landgræðslu og skóg- rækt. Þannig rekst málflutningur hans sífellt á sjálfan sig, spunnin er upp málsvörn sem engin er, því haldbær rök vantar. Óskhyggjan ein ræður. Draumsýnir Þórarins um framtíð íslensks landbúnaðar verða ekki gerðar frekar að um- ræðuefni hér. Það verður að bíða betri tíma og annars tilefnis. Þegar við verðum komin út úr afneitun- arfasanum og hættum að láta glapskyggni og óskhyggju stýra gerðum og hug, þá þarf að ræða af alvöru við bændur og aðra land- eigendur um annars konar nýja landnýtingu í þágu mannkyns og framtíðar jarðar og sjávar. Við í Votlendissjóði verðum að hlusta á óskir þeirra sem ráða yfir fram- ræstum landsvæðum og finna leið til að koma á móts við þær, með einum eða öðrum hætti. Þetta eins og svo margt annað vinnst ekki nema í samvinnu og samstarfi. Það er hvorki niðurlæging né uppgjöf fólgin í því að heimila að ónotað framræst land verði aftur gert að mýri. Það er þvert á móti nauðsyn- legt framlag við baráttuna gegn loftslagsvánni sem ógnar öllum þeim lífsmáta sem við teljum eft- irsóknarlegan og mun gera stóra hluta jarðarinnar óbyggilega, verði ekkert raunhæft aðhafst. Þröstur Ólafsson, formaður Votlendissjóðs Þröstur Ólafsson. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 HAUGHRÆRUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.