Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 202134 Elín Dögg Arnarsdóttir á bænum Litluflöt í Holtum í Rangárþingi ytra kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að saumaskap og alls konar vinnu með höndunum því hún hefur stofnað fyrirtækið „Saumað í sveitinni“ og þar er brjálað að gera. Búin að sauma 700 grímur „Þetta byrjaði þannig að ég keypti mér vél að utan sem sker út límmiða, og var það nú aðallega bara áhugamál, sem ég vann með í ferðaþjónustunni á Litluflöt. En svo kom Covid og þar með lítil vinna, grímuskylda hjá unglingnum í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, sem þoldi illa einnota grímurnar. Þá voru góð ráð dýr, ég fann frítt snið á netinu og fór að sauma grímur, svo fór það að spyrjast út og hef ég saumað hátt í 700 grímur. Svo hægðist á því og þar sem við stundum hestamennsku líka fór ég að sauma ábreiður á hnakka og poka undir hjálminn með og merki þær með nafni og mynd af hesti og vakti það mikla lukku. En ég sker líka út vegglímmiða, bílamerkingar upp að ákveðinni stærð, merki alls konar fatnað og reiðtygi, skreyti alls konar gler, eins og blómavasa, kertaluktir, glerbakka og annað slíkt. Einnig hef ég verið að taka að mér fataviðgerðir og rennilásaskipti,“ segir Elín Dögg þegar hún var beðin um að segja frá helstu verkefnum sínum. Frábærar viðtökur Elín Dögg segist aldrei hafa átt von á þeim viðtökum sem hún hefur fengið, þær hafi verið frábærar. „Já, viðtökurnar hafa farið langt framar mínum vonum enda hef ég haft meira en nóg að gera. Þegar sem mest var í grímusaumnum þá vorum við öll fjölskyldan að hjálpast að og ég sjálf var að vinna frá því eldsnemma á morgnana og langt fram á kvöld. Nú er vinnudagurinn orðinn miklu eðlilegri. Mér finnst öll verkefnin sem ég tek að mér skemmtileg og gefa mér ánægju. Það er líka gaman að fá skilaboð frá góðum viðskiptavinum, sem segjast vera ánægðir með það sem ég hef gert. Skemmtilegast finnst mér þá þegar ég fer í Bónus á Selfossi og sé að fólk er með grímur á andlitinu frá mér, það er góð tilfinning,“ segir Elín Dögg og hlær. Gott að vinna í sveitinni Elín Dögg segir einstaklega gott að vinna í sveitinni því þar er lítið áreiti og lítil umferð, hún geti því einbeitt sér að því sem hún er að gera. „Ég er með nokkuð góða aðstöðu fyrir verkefnin mín og er alltaf að. Ég er á Facebook, „Saumað í sveitinni“, fyrir þau sem vilja sjá hvað ég er að gera og setja sig í samband við mig. Ég stefni líka á að opna heimasíðu þar sem yrði hægt að versla beint við mig. Ég er þakklát fyrir alla sem hafa keypt vörur af mér og hlakka til komandi tíma,“ segir saumakonan í sveitinni að lokum. /MHH LÍF&STARF „Saumað í sveitinni“ – nýtt fyrirtæki Elínar Daggar Arnarsdóttur á Litluflöt í Holtum: Saumar Covid-grímur, hestaábreiður og merkir fatnað og reiðtygi Elín Dögg Arnarsdóttir að stoppa í buxur á vinnustofunni sinni. Hún er fædd og uppalin í Mosfellsbæ árið 1983, dóttir Arnars Stefánssonar í Litlagerði og Kristínar Helgu Þorsteinsdóttur. Hún er gift Vigni Frey Þorsteinssyni og eiga þau þrjú börn, elsta 17 ára, sem stundar nám á hestabrautinni á Selfossi, svo er drengurinn, 14 ára, og yngsta barnið, sem er stelpa, 9 ára, og þau eru í Laugalandsskóla í Holtum. Myndir / Einkasafn Hestaábreiðurnar frá Elínu Dögg hafa slegið í gegn enda hefur hún vart undan að afgreiða pantanir. Elín Dögg hefur saumað um 700 Covid-grímur, sem mikil ánægja er með hjá þeim sem hafa keypt þær hjá henni. Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá ÍSLAND ER LAND ÞITT Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra: Undrun og vonbrigði yfir lágu framlagi til uppbyggingar í fjórðungnum Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hefur lýst yfir undrun og vonbrigðum yfir lágu framlagi úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða á Norður­ landi vestra. Af 86 verk efnum sem skilgreind eru í áætluninni eru aðeins þrjú á Norðurlandi vestra sem fá samtals 1% af þeirri heildarfjárhæð sem úthlut­ að er árin 2021–2023. Lögð var fram á fundi stjórnar í liðinni viku yfirlit yfir skiptingu þeirra fjármuna sem til úthlutunar komu úr Framkvæmdasjóði ferða- mannastaða og Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Verkefnin á Norðurlandi vestra sem eru í landsáætluninni eru á Hegranesi og Örlygsstöðum í Skagafirði og Hvítserkur í Húnaþingi vestra. Óska eftir rökstuðningi Framkvæmdastjóra samtakanna var falið að óska eftir rökstuðn- ingi fyrir þessari ráðstöfun og jafnframt að óska eftir fundi með umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt formanni verkefnisstjórnar um stefnumarkandi áætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. /MÞÞ Hvítserkur í Húnaþingi vestra. Frá Skagafirði. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.