Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 202146 Stuttu fyrir páska prófaði ég Land Rover Discovery Sport P300e tengil-tvinnbíl sem er annars vegar með rafmagnsmótor og hins vegar með bensínvél sem skila samanlagt 309 hestöflum. Uppgefin drægni fullhlaðinn á rafhlöðunni er sögð vera 55 km. Rafhlaðan dugði stutt í kuldanum Bíllinn var fullhlaðinn þegar ég tók bílinn og byrjaði ég strax á að hávaðamæla bílinn inni í farþegarýminu á meðan ég var að keyra á rafhlöðunni. Kuldinn var mikill (fyrsta daginn af þremur sem ég var með bílinn), en þrátt fyrir mikinn kulda mældist hávaðinn á 90 km hraða ekki nema 65,3 db. Þrátt fyrir -5 stiga frost (virðist mælast aðeins meiri hávaði hjá mér í mælingum ef frost er mikið). Það sem kom mér hins vegar á óvart var að ég náði ekki að keyra nema um 25 kílómetra á rafhlöðunni þar til að bensínvélin fór í gang (frekar stutt miðað við uppgefna drægni), en það var kalt og ég taldi mig vera að keyra mjúklega á rafmagninu og ekki taka mikið út úr bílnum. Langur bíltúr í snjó og hálku Daginn eftir var tekin langkeyrsla og bíllinn prófaður við ýmis akstursskilyrði og á misholóttum vegum. Bíllinn var á nýrri tegund óneglanlegra Michelin dekkja og víða var mikil hálka. Spólvörnin og deiling afls niður í hjólbarðana var þannig að það var eins og bíllinn væri á negldum dekkjum. Svo vel skilaði hann aflinu niður á veginn að hann hreinlega mokaðist áfram. Þegar átti að stoppa var sama sagan, ABS bremsukerfið sá til þess að bíllinn bremsaði beint og vel. Hreint ótrúlega vel, en á tveimur stöðum tvíprófaði ég bremsun af því mér fannst bíllinn stoppa óvenjulega vel miðað við hálku og aðstæður. Í lok bíltúrsins, sem var rúmir 100 km, sagði aksturstölvan að ég hafi verið að eyða 8,1 lítra af bensíni, þrátt fyrir að hafa ekki verið í neinum sparakstri. Góður bíll í alla staði og nánast gallalaus Að keyra bílinn var í alla staði þægilegt, sæti góð, rými mikið bæði frammi í bíl og fyrir aftursætisfarþega. Þakglugginn hlýtur að vera æðislegur sé verið að keyra og úti eru norðurljós á himni. Þó lægsti punktur sé ekki nema 21,5 cm er uppgefin vatnsdýpt sem bíllinn má fara í 60 cm. Hámarksdráttur á kerru með bremsubúnaði er 2.200 kg. Farangursrými stórt, eini gallinn sem ég fann að bílnum er að maður þarf að kveikja ökuljósin til að fá ljós aftan á bílinn í björtu til að vera löglegur í umferðinni. Varadekkið er það sem ég kalla „aumingi“ (skárra en ekkert því „flestir“ tengil-tvinnbílar eru ekki einu sinni með varadekk). Hins vegar fannst mér það skrítið að bíllinn væri ekki með fullbúið varadekk þar sem það kemst alveg fyrir í hólfinu þar sem „auminginn“ er samkvæmt minni mælingu. Fram- og afturrúðuhitararnir vinna sitt verk hratt Það hafði snjóað um nóttina fyrir skiladag á bílnum þannig að í flestum tilfellum hefði þurft að skafa allan hringinn. Ég setti bílinn í gang og á meðan ég hreinsaði hliðarrúðurnar, sem tók varla meira en mínútu, voru hitararnir búnir að bræða bæði af fram- og afturrúðunni. Verðið á bílnum sem ég prófaði er 9.990.000, en ódýrasti Land Rover Discovery Sport tengil-tvinnbíllinn kostar frá 8.890.000, en dýrasti HSE bíllinn kostar 11.490.000 kr. Allar nánari upplýsingar um bílinn má finna á vefsíðunni www. landrover.is. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Lengd 4.597 mm Hæð 1.727 mm Breidd 2.173 mm Helstu mál og upplýsingar Það hafði snjóað um nóttina. Aðeins ein mínúta með rúðuhitarana í gangi og snjórinn var farinn að bráðna. Finnst alltaf fúlt að þurfa að kveikja handvirkt ljós til að fá afturljósin á. Vel hljóðeinangraður og lítill hávaði inni í bílnum á 90. Gott fótarými fyrir aftursætisfarþega. Bakkmyndavélin björt og góð þrátt fyrir að þarna var farið að skyggja. Samkvæmt minni mælingu þá kemst fullbúið varadekk í þetta pláss þar sem auminginn er. Óneitanlega fallegur, virkar lítill að utan, en rúmgóður og stór að innan. Myndir / LHJ Bænda bbl.is Facebook HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.