Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 29 upplifun sem púki vestan af Flateyri að á hverjum vetri fórust bátar með fjöldann allan af sjómönnum. Árið 1964 fórust bátarnir Mumminn og Sæfell frá Flateyri með sjö mönn- um, Freyja frá Súðavík (mágur minn fórst þar) og svona var þetta ein- hvern veginn á hverjum vetri. Nóttin þegar Heiðrúnin frá Bolungarvík fórst í Ísafjarðardjúpi ásamt bresku togurunum Ross Cleveland og Notts County situr í manni,“ segir Siggi. Stelpurnar utan úr heimi dálítið ábyrgar fyrir tónlistarferlinum „Síðan er lagið „Every Moment Has A Meaning.“ Það er um hvað fólk sem maður hittir, eða atvik, geta breytt miklu um hvert maður heldur í lífinu. Hér geri ég stelpurnar sem voru að koma frá Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Suður-Afríku, Englandi og hvaðan þær nú komu, til að vinna í frystihúsum landsins dálítið ábyrgar fyrir því að ég er tónlistarmaður og bý í Berlín í dag. Þó maður hafi kannski ekki séð það þannig þegar þetta gekk á, þá komu þær með nýja strauma, hug- myndir og siði, opnuðu dyr í annan heim og breyttu lífi margra. Tóku með sér stráka út um allan heim, aðrir lögðust í flakk o.s.frv. Þannig byrjaði þetta allavega hjá mér, ég fór í heimsókn til Nýja-Sjálands og Ástralíu ... tók gítarinn með. Þetta voru skemmtilegir tímar, þegar þorpin fylltust af ungum stelp- um á hverju hausti,“ segir Siggi og hlær. Hann segir að á umslaginu utan um nýja diskinn sé mynd af fígúru sem vinur hans, Matthias Masswig, gerði. „Hann er með vinnustofu og gallerí hér í Berlín, svo veggfóðrið heima ... Kórónastemning,“ segir þessi glaðbeitti Flateyringur sem Þjóðverjar og Danir elska alveg hreint út af lífinu. Siggi Björns með félögum sínum í hljómsveitinni Æfingu frá Flateyri á sviðinu í Bæjarbíói þann 11. maí 2019. Talið frá vinstri: Halldór Gunnar Pálsson, Árni Benediktsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Siggi Björns og Ásbjörn Þ. Björgvinsson. Mynd / HKr. Miðvikudagur, 12. maí kl. 20:00 - Café Rosenberg, Reykjavík - Siggi Björns, Franziska Günther og Svavar Knútur Laugardagur, 15. maí kl. 20:00 - Skyrgerðin, Hveragerði - Siggi Björns & Franziska Günther Sunnudagur 16. maí kl. 20:00 - Fish House, Grindavík - Siggi Björns & Franziska Günther Þriðjudagur, 18. maí kl. 20:00 - Beituskúrinn, Neskaupstað - Siggi Björns & Franziska Günther Miðvikudagur 19. maí kl. 20:00 - Vogafjós, Mývatni - Siggi Björns & Franziska Günther Fimmtudag 20. maí kl. 20:00 - Kaffi Klara, Ólafsfirði - Siggi Björns & Franziska Günther Laugardagur 22. maí kl. 20:00 - Frystihúsið, Flatey - Siggi Björns & Franziska Günther Þriðjudagur 25. maí kl. 20:00 - FLAK, Patreksfirði - Siggi Björns & Franziska Günther Miðvikudagur 26. maí kl. 20:00 - Vegamót, Bíldudal - Siggi Björns &Franziska Günther Fimmtudagur 27. maí kl. 20:00 - Vagninn, Flateyri - Siggi Björns & Franziska Günther Sunnudagur 30. maí kl. 20:00 - Einarshúsið, Bolungarvík - Siggi Björns & Franziska Günther Þriðjudagur, 1. júní kl. 20:00 - Kómedíuleikhúsið, Haukadal - Siggi Björns & Franziska Günther Föstudagur 4. Júní kl. 20:00 - Félagsheimilið, Súðavík - Siggi Björns & Franziska Günther Laugardagur 5. júní - Kalksalt, 425 Flateyri - Siggi Björns & Franziska Günther Fyrirhuguð tónleikaferð Sigga Björns á Íslandi KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is HAGKVÆM DEKK FYRIR ALVÖRU KRÖFUR Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðardekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur - hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. Bænda 29. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.