Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 20218 FRÉTTIR Heildsölu- og lágmarksverð mjólkur hækkar til framleiðenda Lágmarksverð mjólkur til bænda og heildsöluverð mjólk- ur og mjólkurafurða hækkar samkvæmt ákvörðun verð- lagsnefndar búvöru rétt fyrir páska. Helstu breytingarnar eru að lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda hækkar um 3,77 prósent, úr 97,84 krónum á lítrann í 101,53 krónur á lítrann. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verð- leggur hækkar um 3,47 prósent, nema smjör sem hækkar um 8,47 prósent og heildsöluverð á mjólk- urdufti verður óbreytt. Aukinn kostnaður við framleiðslu og vinnslu Í tilkynningur úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að verðhækkunin sé komin til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur, en síðasta verðbreyting fór fram 1. júní 2020. „Frá síðustu verð- breytingu til marsmánaðar 2021 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrund- velli kúabús hækkað um 3,77%. Fyrir sama tímabil er reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingar- kostnaðar afurðastöðva 3,58%. Ákvörðun verðlagsnefndar um að halda heildsöluverði á undan- rennu- og nýmjólkurdufti óbreyttu og að hækka smjör sérstaklega um 5%, er liður í því að ýta undir betra jafnvægi milli fituríkra og próteinríkra mjólkurvara á mark- aði og vegna þess að heildsöluverð á smjöri hefur verið undir fram- leiðslukostnaði um árabil,“ segir í tilkynningunni. /smh Lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda hækkar um 3,77 prósent. Mynd / smh Valkyrjurnar sem skipa stjórn Nautgriparæktarfélags Eyfellinga. Frá vinstri, Sigríður Björk Ólafsdóttir á bænum Fiti, Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, formaður stjórnar á bænum Stóru-Mörk og Edda G. Ævarsdóttir, sem býr á Nýjabæ. Mynd / Aðsend Konur ráða ríkjum í Nautgripa- ræktarfélagi Eyfellinga Sá sögulegi viðburður átti sér stað á dögunum á aðalfundi Nautgriparæktarfélags Eyfellinga undir Eyjafjöllum að stjórn félagsins eftir fundinn er eingöngu skipuð konum þar sem Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir á Stóra-Mörk er formaður. „Já, þetta er skemmtilegt og við erum stoltar konur, sem skipum stjórnina. Félagið er opið öllum þeim sem eiga kýr eða kú á fóðrun undir Vestur- og Austur-Eyjafjöllum. Í dag eru 16 bú aðilar að félagsskapnum. Starfsemi félagsins er ekki stór, en reynt er að fara reglulega í fræðsluferðir og kynna sér nýjungar og hitta aðra bændur utan starfssvæðis félagsins,“ segir Aðalbjörg Rún. Undanfarin ár hefur aðalfundur félagsins verið haldinn í einu af fjósunum á félagssvæðinu, sem hefur mælst vel fyrir. Fundirnir verða þá vel sóttir og vinsælt hjá félagsmönnum að sækja nágranna sína heim á þennan hátt. Svo skemmtilega vildi til að á síðasta aðalfundi, sem var haldin á búinu Nýjabæ, var þriðja konan kjörin í stjórn félagsins, eða Edda, sem er bóndi á bænum. /MHH Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar: Bætur vegna niðurskurðar verði endurskoðaðar Landbúnaðarnefnd Sveitar- félagsins Skagafjarðar lýsir yfir vonbrigðum sínum yfir því hve langan tíma það hefur tekið atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið að ljúka samningagerð við bændur, sem þurftu að skera niður sitt fé vegna riðusmits. Sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra fyrirskipaði niðurskurð fjár í Skagafirði eftir að riða kom þar upp í fyrrahaust. Það er fyrst nú, segir í bókun frá síðasta fundi nefndarinnar, sem verið er að ganga frá samningum við bændur. Bótagreiðslur taki á tekjuskerðingu Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að verkferlar við samningagerð þurfi að vera skýrir og eðlilegast að samningar liggi fyrir áður en niðurskurður fer fram. Jafnframt er mikilvægt að núverandi reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar verði endur- skoðuð í heild sinni sem fyrst. Við þá endurskoðun er mikilvægt að bóta- greiðslur taki á þeirri tekjuskerðingu sem bændur verða fyrir, kostnaði þeirra við hreinsun og vegna kaupa á nýjum fjárstofni. Einnig verði bætur greiddar vegna gripa sem felldir eru vegna sýnatöku á öðrum búum. /MÞÞ Flóahreppur: Sumarhúsaeigendur vilja flytja lögheimili sín í sumarhús Erindi frá nokkrum eigendum sumarhúsa í Mörk og Merkur- hrauni í Flóahreppi hefur verið sent á sveitarstjórn Flóahrepps þar sem kemur fram að þeir hafi áhuga á að flytja lögheimili sín í hús sín á svæðinu og hafa þar fasta búsetu. Skoða þurfi hvort mögulegt sé að breyta forsendum aðalskipulags með það að leiðarljósi að opna á þann möguleika. Sveitarstjórn hefur lýst vilja sínum til þess að taka málið til skoðunar en bendir á að það þarf að liggja fyrir skýr vilji eigenda allra þeirra húsa á þeim tiltekna skipulagsfleka sem kæmi til greina að breyta í íbúðar- eða landbúnaðarsvæði. Oddvita og sveitarstjóra hefur verið falið að vera í sambandi við tengiliði hópsins vegna málsins. /MHH Eydís Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóa- hrepps, sem mun vera í sambandi við sumarhúsaeigendur vegna erindis þeirra, ásamt Árna Eiríkssyni, oddvita sveitarfélagsins. Mynd / MHH Hross vantar til slátrunar Sláturfélag Suðurlands auglýsir nú grimmt eftir hrossum til slátr- unar vegna vöntunar á hrossa- kjöti. „Já, það er þannig að það er lítið af hrossum sem bíða slátrunar þessa dagana. Við erum að flytja út ferskt hrossakjöt vikulega og þurfum að eiga til að standa við þá samninga. Ég hef fulla trú á að við fáum nægjanlegt magn til slátrunar eftir okkar auglýsingar,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS á Hvolsvelli. /MHH Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÍUGRINDUR 1,23m og 1,84m Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit: Greiða atkvæði um sam- einingu í sumar Atkvæðagreiðsla um sameiningu tveggja sveitarfélaga, Skútustaða- hrepps og Þingeyjar sveitar, verður 5. júní í sumar. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna var skipuð í júní árið 2019 og hefur síðan þá komið saman á 18 bók- uðum fundum. Nefndin skipaði fimm starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Nefndin skilaði áliti sínu til sveitarstjórna þann 9. mars síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla um sameiningu var samþykkt á sveitarstjórnarfund- um nýverið þar sem bæði sveitarfé- lög skoruðu jafnframt á Alþingi og ríkisstjórn að bæta samgöngur innan svæðisins. Slitlag á héraðs- og tengivegi Vilja sveitarstjórnir að sérstök áhersla verði lögð á bundið slitlag á héraðs- og tengivegum. Að flýta breikkun einbreiðra brúa yfir Skjálfandafljót og Jökulsá á Fjöllum á þjóðvegi 1 og á tengingum milli byggða, til dæmis um Engidalsveg. Þá leggja sveitarstjórnir áherslu á að öruggar samgöngur verði tryggðar innan svæðisins og við nærliggjandi þjónustukjarna, svo sem um Ljósavatnsskarð, og að það verði hugað að endurskipulagningu almenningssamgangna þannig að þær þjóni hagsmunum íbúa svæðisins. Skútustaðahreppur og Þingeyjar- sveit hafa átt í miklu samstarfi sín á milli síðustu ár. Sveitarfélögin eiga formlegt samstarf um skipulags- og byggingarmál og brunavarnir ásamt ýmsum samstarfsverkefnum. Í Skútustaðahreppi búa um 500 íbúar og í Þingeyjarsveit tæplega 900 íbúar. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.