Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 15 Sjá nánar á landstolpi.is Nýjungar! Própíonsýra og iðnaðarhampur SÁÐVÖRULISTINN 2021 Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra: Vekur furðu að auglýsa starf hjá RARIK ekki án staðsetningar Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra segir það vekja furðu að starfsstöð verk- efnisstjóra stærri framkvæmda hjá RARIK sem auglýst var laus nýverið skuli vera í Reykjavík en það er skýrt tekið fram í auglýs- ingu um stöðuna. Stjórnin fjallaði um málið á fundi sínum í liðinni viku og segir það hafa vakið athygli að tiltekið sé að starfsstöð þessa starfsmanns skuli vera í Reykjavík. Einkum í ljósi þess að starfsemi RARIK fer öll fram á landsbyggðinni ef frá er talin starf- semi í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. Allar framkvæmdir verða á landsbyggðinni „Allar þær framkvæmdir sem nýr verkefnisstjóri mun hafa umsjón með verða því á landsbyggð- inni. Þess vegna vekur það furðu stjórnar SSNV að föst starfsstöð í Reykjavík sé tiltekin í auglýs- ingunni en starfið ekki auglýst án staðsetningar. Þegar eru til staðar fjölmargar starfsstöðvar félags- ins um land allt, m.a. á Blönduósi og Sauðárkróki auk ný aflagðrar starfsstöðvar á Hvammstanga,“ segir í bókum samtakanna. Skora samtökin á stjórn RARIK að endurskoða fasta staðsetningu starfa í Reykjavík og auglýsa þess í stað störf án staðsetningar. „Þannig stuðlar félagið að áfram- haldandi uppbyggingu starfs- stöðvar sinna á landsbyggðinni, þar sem viðskiptavinir þess eru staðsettir.“ Stjórn SSNV hefur ályktað um flutning höfuðstöðvar RARIK og bent á Sauðárkrók í þeim efnum auk þess að efla starfsstöðvar víðar í fjórðungnum. /MÞÞ Bænda 29. apríl Samtaka nú! Kröfur vegna félagsgjalda í Bændasamtökum Íslands fyrir tímabilið janúar-júní 2021 voru stofnaðar í heimabanka félagsmanna fyrir páska. Eindagi félagsgjaldanna er 19. apríl og eru bændur hvattir til þess að gera upp innan þess tíma. Þín aðild tryggir öflug Bændasamtök Einungis er innheimt núna fyrir fyrstu sex mánuði ársins vegna fyrirhugaðrar sameiningar BÍ og búgreinafélaga. Upphæðin byggir á samþykkt Búnaðarþings 2021 og er áætluð út frá veltuþrepum fyrra árs. Félagsgjald aukafélaga að BÍ árið 2021 verður 20.000 krónur og innheimtar verða 2.000 krónur í Velferðarsjóð BÍ með hverju félagsgjaldi. Það er mikilvægt að sem flestir kjósi að vera félagsmenn í Bændasamtökunum. Þannig stöndum við vörð um hagsmuni allra búgreina og íslensks landbúnaðar. Nýir félagsmenn eru boðnir velkomnir en þeir geta skráð sig í gegnum vefsíðu BÍ, bondi.is. Bændasamtök Íslands eru heildarsamtök íslenskra bænda. Þau eru málsvari bænda og vinna að framförum og hagsæld í landbúnaði. Ert þú með spurningar vegna félagsgjaldanna? Fulltrúar BÍ svara fyrirspurnum í síma 563-0300 á skrifstofutíma. Hægt er að senda skilaboð í gegnum Bændatorgið og á netfangið bondi@bondi.is. Þinn ávinningur Fyrir okkur öll • Bændasamtökin vinna að hagsmunum allra bænda og eru málsvari stéttarinnar • Þú ert þátttakandi í samtökum bænda og getur haft áhrif á félagsstarfið • Þín aðild eflir kynningar- og ímyndarmál landbúnaðarins • Þú nýtur ráðgjafar um réttindi og um málefni sem snerta bændur • BÍ koma fram fyrir þína hönd gagnvart ríkisvaldinu og gera samninga fyrir bændur • Þú nýtur 30% afsláttar af vissum forritum BÍ • Aðild tryggir þér sérkjör á gistingu á Hótel Íslandi • Þú getur leigt orlofsíbúð á höfuðborgarsvæðinu • Sem félagsmaður getur þú sótt um stuðning í starfsmenntasjóð • Samtakamáttur heildarinnar er mikill og verður meiri eftir því sem fleiri taka þátt Fylgstu með bændum á Facebook Instagram bondi.is og bbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.