Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 202118 LANDSJÁ „Mér þykir vænt um svín. Hundar líta upp til okkar. Kettir líta niður á okkur. Svín meðhöndla okkur sem jafningja.“ Það er haft fyrir satt að Winston Churchill hafi svarað Stalín með þessum orðum á Yalta-ráðstefnunni 1945 þegar sá síðarnefndi sagði að Franklin D. Roosevelt forseti væri svín. Líklega voru þetta, ef satt er, meiri orðaskylmingar heldur en djúp speki hjá Churchill í Yalta. En mér flaug þetta svona í hug við skoðun þjóðhagsreikninga. Þeir gefa semsé ekki nægilegan gaum að þeirri verðmætasköpun sem orðið hefur í hvíta kjötinu, það er að segja í svína- og alifuglarækt. Við sjáum að síðustu áratugi hafa orðið miklar framfarir í landbúnaði. Minna magn af aðföngum þarf fyrir hvert framleitt kíló með tilheyrandi lækkun á umhverfisspori matvælaframleiðslu. Enginn geiri atvinnulífsins hefur náð meiri árangri í því að draga úr losun á Íslandi annar en sjávarútvegur samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Losun hefur þvert á móti vaxið verulega hjá allflestum öðrum greinum. Verðmætasköpun hefur vaxið hraðar í landbúnaði og matvælaframleiðslu heldur en í hagkerfinu sem heild þrátt fyrir ýmsan mótbyr. Þjóðhagsreikningar villa sýn í landbúnaði Þjóðhagsreikningar sýna vel þessa þróun en þeir grípa ekki með fullnægjandi hætti hversu mikil aukning hefur orðið í verðmætasköpun. Alifugla- og svínabú sem eru með eigin sláturhús og kjötvinnslur eru flokkuð með matvælaframleiðslu en ekki með landbúnaði. Ástæðan er einföld. Það mun ekki vera hægt að sundurgreina í reikningum hvað á heima hvar. Framleiðsla á svínakjöti hefur aukist um nálega helming meðan framleiðsla á alifuglakjöti hefur rúmlega þrefaldast á tveimur áratugum. Sú aukning hefur styrkt íslenskan landbúnað. Því fleiri stoðir sem eru undir innlendum landbúnaði, þeim mun meiri styrkur. Það gefur betri og fleiri tækifæri fyrir verktöku, sérhæfingu og sérhæfða ráðgjafarþjónustu. Með því móti verður hægt að ná enn meiri árangri í að skapa verðmæti og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Íþyngjandi kröfur á landbún- að hafa stóraukist síðasta áratug. Kostnaðarsamar reglugerðir um aðbúnað vega þar þungt og auka framleiðslukostnað. Það lítur út eins og tangarsókn af hálfu stjórn- valda að auka kostnað innlendra framleiðenda en heimila á sama tíma innflutning á vörum, sem framleiddar eru við allt önnur skil- yrði, á lægri tollum. Niðurstaðan hefur orðið sú að verð á ýmsum tegundum kjöts hefur lækkað til bænda en hækkað til neytenda í takti við hækkun vísitölu neyslu- verðs. Slík tangarsókn kallar á viðbrögð. Verum stolt af okkar framleiðslu Nágrannar okkar Svíar hafa lengi haft þá stefnu að að- greina sína kjötframleiðslu frá samkeppnislöndum innan Evrópu sambandsins. Í Svíþjóð eru vissulega strangar aðbúnaðar- reglugerðir sem auka kostnað innlendrar framleiðslu. Svíum hefur hins vegar tekist með samstarfi verslunar, bænda og sláturleyfishafa að búa til merki, „Från Sverige“, til þess að greina vörur sem upprunnar eru í Svíþjóð frá erlendri samkeppni. Enda er afurðaverð til sænskra bænda eitt það hæsta sem um getur í Evrópu. Íslenskir bændur, hvort sem þeir rækta svín, kjúklinga, sauðfé eða nautgripi, ættu að sameinast um að koma slíku merki á koppinn með samstarfi við verslun og stjórnvöld. Það er hagur allra að geta séð á skýran hátt hvaða vörur eru íslenskar. Merkið væri ekki afgerandi í stórveldapólitík frekar en ummæli Churchills í upphafi pistils, en það myndi marka tímamót í íslenskum landbúnaði. Kári Gautason Sérfræðingur í úrvinnslu hagtalna hjá BÍ Íslenskt merki á hvítt sem rautt Kári Gautason. Fjárveiting úr Landsáætlun og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða: Rúmur einn og hálfur milljarður til innviða og ferðamannastaða – Uppbygging ofan Öxarárfoss og Jöklaleið við Skaftafell fengu hæstu styrkina Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra kynntu í marsmánuði úthlutun fjármuna til uppbyggingar innviða í þágu náttúruverndar og til annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2021. Annars vegar er um að ræða 764 milljóna króna framlag úr Landsáætlun og hins vegar 807 milljóna króna framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Í Landsáætluninni, sem hófst árið 2018, bætast nú við 85 ný verkefni og eru nú samtals 180 á ríflega 100 stöðum samkvæmt áætlun áranna 2021 til 2023. Heildarframlög til verkefnisins á þessum þremur árum verða rúmir 2,6 milljarðar króna. Jöklaleið frá Svínafelli yfir í Skaftafell Hæstu upphæðir úthlutunarinnar fyrir þetta ár eru annars vegar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar ofan við Öxarárfoss, með stórbættu aðgengi í þinghelgina, og vegna verkefnis sem felst í að ljúka við uppsetningar göngupalla við Dettifoss sem auka öryggi og aðgengi til muna á svæðinu. Framkvæmdasjóður ferða- mannastaða, sem stofnaður var árið 2011, úthlutar að þessu sinni styrki til 54 verkefna um allt land, til sveitarfélaga og einkaaðila. Styrkupphæðin var nú aukin tímabundið um 200 milljónir króna sem viðspyrna við niðursveiflu efnahagslífsins vegna COVID-19. Hæsta styrkinn fær Sveitarfélagið Hornafjörður, eða rúmar 97 milljónir króna, til að hanna og gera göngu- og hjólastíginn Jöklaleið frá Svínafelli yfir í þjóðgarðinn í Skaftafelli í samvinnu við hagaðila á svæðinu. Aðrir styrkir hærri en 20 milljónir króna eru meðal annars til byggingar skógarhúss við Sólbrekkuskóg, hönnun áfangastaða austan Tjörness, stígagerð og brúun í fólkvanginum Glerárdal á Akureyri og gerð flotbryggju í Drangey. Brugðist hratt við óvæntu álagi vegna ferðamanna Guðmundi Ingi segir í tilkynningu eftir kynninguna, sem fór fram í Norræna húsinu og streymt beint þaðan líka, að Landsáætlun um uppbyggingu innviða og þriggja ára verkefnaáætlunin sé verkfæri sem hafi sannað sig vel á síðustu þremur árum. „Við höfum séð afar jákvæða þróun til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum um allt land. Það skiptir máli að byggja á faglegu mati sérfræðinga um ástand svæða, hafa fyrirsjáanleika og fjármagn til langtímaáætlunargerðar en einnig þegar bregðast þarf hratt og örugglega við óvæntu álagi vegna ferðamanna, eins og við höfum gert. Nú þegar við gefum verkefnaáætlunina út í fjórða sinn erum við að sjá fyrir endann á mörgum framkvæmdaverkefnum, stórum og smáum, sem ég veit að mun vernda viðkvæma náttúru og styðja við góða upplifun fólks á ferð sinni um landið,“ segir Guðmundur Ingi. Þórdís Kolbrún segir að smám saman eigi sér stað bylting í aðstöðu við bæði gamla og nýja ferðamannastaði á Íslandi. „Og sífellt liggur meiri heildarsýn á bak við þessa uppbyggingu, sem endurspeglast í tengingum við áætlanir hvers landshluta um uppbyggingu á sínu svæði. Það er mjög jákvæð þróun,“ segir hún í tilkynningu. Stjórnvöld hafa að undanförnu lagt áherslu á að ná árangri í að bæta innviði um land allt og auka getu svæða til að taka á móti ferðamönnum. Síðasta ár var metár hvað varðar umfang framkvæmda á ferðamannastöðum, með sérstöku fjárfestingarátaki vegna heimsfaraldursins sem gerði það mögulegt að flýta framkvæmdum. /smh Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á kynningunni í Norræna húsinu. Myndir / Styrmir Kári Einar Ásgeir Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, sagði frá áformum um uppbyggingu innan þjóðgarðsins. Verkefnið Jöklaleið fékk hæsta styrkinn úr Framkvæmdasjóði ferðamanna- staða. Matthildur Ásmundsdóttir, bæjarstjóri Hornafjarðar, Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu- og ferðamálafulltrúi og Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis og skipulagsstjóri kynna verkefnið. FRÉTTIR Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.lci.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ZETOR VARAHLUTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.