Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 33 Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar hefur samþykkt skipulagslýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi Hólanessvæðisins, en gert er ráð fyrir að á reit þar verði byggðar baðlaugar. Tilgangur þeirra er að stuðla að uppbyggingu ferðaþjónustu á Skagaströnd. Markmið með breytingu á deili­ skipulagi Hólaness er m.a. að skapa forsendur fyrir frekari uppbyggingu á miðsvæði sveitarfélagsins þar sem áhersla er á að þétta byggð. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir nýbyggingu og endurbótum á svæð­ inu og er tillagan háð umhverfis­ mati. Sveitarfélagið Skagaströnd hefur kynnt áform um byggingu nýrra sjóbaða á Hólanesi en hugmyndin byggir á því að þróa núverandi bæjarkjarna áfram og mynda sterka miðju fyrir menningu og versl­ un. Staðsetning sjóbaðanna með bygg ingum mynda opinn kjarna af byggingum í kringum grænt svæði, en þessi kjarni myndar nýjan bæj­ arkjarna. Sjóböðin og þjónustubygging við þau eru staðsett í og við kant­ inn með laugar og potta sem eru í og við fjöruborðið þar sem stór­ brotið útsýni er yfir Húnaflóann og Strandafjöllin. Hugmyndin byggir á því að opna aðgang að fjörunni og mynda þannig sterk tengsl við náttúruöflin, segir í skýrslu um sjó­ böðin sem aðgengileg er á vefsíðu sveitarfélagsins. Hefur gríðarlega jákvæð áhrif „Uppbygging ferðaþjónustu hefur gríðarlega jákvæð áhrif fyrir Skagaströnd og Norðurland vestra eins og það leggur sig,“ segir Alexandra Jóhannesdóttir, sveit­ arstjóri á Skagaströnd. „Verkefnið snýst um að búa til nýja fram­ tíðarsýn fyrir Skagstrendinga og skapa forsendur fyrir viðamikilli uppbyggingu í ferðaþjónustu. Það er m.a. grunnur að því að hægt sé að veita víðtæka þjónustu í sveitar­ félaginu allt árið um kring, m.a. með tilliti til veitingaþjónustu og annarrar afþreyingar. Við horfum því á verkefnið þeim augum að það sé uppbyggingarverkefni sem treystir byggðarfestu á Skagaströnd með því að stuðla að bættum lífs­ gæðum og auknum tækifærum fyrir íbúa.“ Innblástur í gömlu pakkhúsin Byggingin við sjóböðin á Hólanesi er hönnuð með innblástur í gömlu pakkhúsin, einfalt form með miðjustilltum mæni sem aðlagast nágrenni sínu vel. Áhersla er lögð á einfaldar lausnir og hrátt yfir­ bragð, en byggingin opnar sig að aðkomunni og myndar op í gegnum bygginguna og rammar þannig inn stórbrotið útsýni. Í aðalrými byggingarinnar verð­ ur móttaka, setsvæði, salerni og verslun með léttar veitingar, en þar inn af eru búningsklefar. Möguleiki verður á að stækka bygginguna til norðurs, t.d. með útiklefum. Kosta um hálfan milljarð Áætlað er að heildarfjárfesting við þetta verkefni geti numið um hálfum milljarði króna. Búið er að tryggja fjármögnun verksins að hluta en áfram verður unnið í þeim þætti næstu mánuði. Verktími er áætl­ aður um tvö ár og er stefnt að því að hönnunar­ og skipulagsvinnu verði lokið á árinu 2021 og miðað við óbreyttar forsendur hefjist fram­ kvæmdir á næsta ári. /MÞÞ BÆNDUR GRÆÐA LANDIÐ LANDGRÆÐSLAN ÓSKAR EFTIR ÞÁTTTAKENDUM Í VERKEFNINU „BÆNDUR GRÆÐA LANDIГ Í BOÐI ER FJÁRHAGSLEGUR STUÐNINGUR VIÐ UPPGRÆÐSLU OG RÁÐGJÖF UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 30. APRÍL 2021 UMSÓKNAREYÐUBLÖÐ ERU Á LAND.IS NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA HÉRAÐSFULLTRÚAR LANDGRÆÐSLUNNAR S. 488-3000 BGL@LAND.IS WWW.LAND.IS Látið ekki lamb úr túni sleppa. Í fyrra seldist allt upp! LEIKANDI LÉTTAR FJÁRGRINDUR Liprar og léttar fjárgrindur. Krækt saman án aukahluta, engir teinar eða skrúfur. Breidd 180 cm, hæð 90 cm. Verð kr. 7.900 stk. auk vsk. Ef keyptar eru 10 grindur eða fleiri, verð kr. 6.900 stk. auk vsk. Fyrstu 200 grindurnar á kr. 5.900 stk. auk vsk. Fyrstur kemur, fyrstur fær! Pantanir og upplýsingar í símum 899 1776 og 669 1336. Meira fyrir aurinn Vortilboð á fjárgrindum Liprar og lét tar fjárgrindu r. Krækt sam an án aukah luta, engir te inar eð skrú fur. Breidd 180 c m, hæð 90 c m. Verð kr. 7.90 0 stk. auk vs k. Ef keyptar e ru 10 grindu r eða fleiri, v erð kr. 6.900 stk. auk vsk . Fyrstu 200 g rindurnar á kr. 5.900 stk . auk vsk. Fyrstur kem ur, fyrstur fæ r! Pantanir og upplýsingar í símum 899 1776 og 669 1336. Meira fyrir au rinn Vortilboð á fjárgrindum Liprar og léttar fjárgrindur. Krækt saman án aukahluta. Breidd 180 cm. Hæð 90 cm. Verð kr. 7.900 stk. auk vsk. Ef keyptar eru 10 grindur eða fleiri er verðið kr. 6.900 stk. auk vsk. Pantanir og upplýsingar í símum 669 1336 og 899 1776. Yamaha rafstöðvarnar eru léttar, hljóðlátar, handhægar og auðveldar í notkun. Loftkældar fjórgengis rafstöðvar. Fjölhæfir vinnuhestar Kletthálsi 3 · 110 Reykjavík · Sími: 540 4900 · yamaha.is ÁREIÐANLEIKI KRAFTUR GÆÐI Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 ÍSLAND ER LAND ÞITT Sveitarfélagið Skagaströnd hefur kynnt áform um byggingu nýrra sjóbaða á Hólanesi. Sú uppbygging er liður í því að stuðla að uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Skagaströnd: Fyrirhugað að reisa sjóböð á Hólanesi – Verða í fjöruborðinu með stórbrotnu útsýni yfir Húnaflóa og Strandafjöllin Byggingin við sjóböðin á Hólanesi er hönnuð með innblástur í gömlu pakk- húsin, einfalt form með miðjustilltum mæni sem aðlagast nágrenni sínu vel. Sjóböðin og þjónustubygging við þau eru staðsett við kantinn með laugar og potta sem eru í og við fjöruborðið þar sem stórbrotið útsýni er yfir Húnaflóann og Strandafjöllin. Markmið með breytingu á deiliskipulagi Hólaness er m.a. að skapa forsendur fyrir frekari uppbyggingu á miðsvæði sveitarfélagsins þar sem áhersla er á að þétta byggð. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir nýbyggingu og endurbótum á svæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.