Bændablaðið - 15.04.2021, Síða 29

Bændablaðið - 15.04.2021, Síða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 2021 29 upplifun sem púki vestan af Flateyri að á hverjum vetri fórust bátar með fjöldann allan af sjómönnum. Árið 1964 fórust bátarnir Mumminn og Sæfell frá Flateyri með sjö mönn- um, Freyja frá Súðavík (mágur minn fórst þar) og svona var þetta ein- hvern veginn á hverjum vetri. Nóttin þegar Heiðrúnin frá Bolungarvík fórst í Ísafjarðardjúpi ásamt bresku togurunum Ross Cleveland og Notts County situr í manni,“ segir Siggi. Stelpurnar utan úr heimi dálítið ábyrgar fyrir tónlistarferlinum „Síðan er lagið „Every Moment Has A Meaning.“ Það er um hvað fólk sem maður hittir, eða atvik, geta breytt miklu um hvert maður heldur í lífinu. Hér geri ég stelpurnar sem voru að koma frá Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Suður-Afríku, Englandi og hvaðan þær nú komu, til að vinna í frystihúsum landsins dálítið ábyrgar fyrir því að ég er tónlistarmaður og bý í Berlín í dag. Þó maður hafi kannski ekki séð það þannig þegar þetta gekk á, þá komu þær með nýja strauma, hug- myndir og siði, opnuðu dyr í annan heim og breyttu lífi margra. Tóku með sér stráka út um allan heim, aðrir lögðust í flakk o.s.frv. Þannig byrjaði þetta allavega hjá mér, ég fór í heimsókn til Nýja-Sjálands og Ástralíu ... tók gítarinn með. Þetta voru skemmtilegir tímar, þegar þorpin fylltust af ungum stelp- um á hverju hausti,“ segir Siggi og hlær. Hann segir að á umslaginu utan um nýja diskinn sé mynd af fígúru sem vinur hans, Matthias Masswig, gerði. „Hann er með vinnustofu og gallerí hér í Berlín, svo veggfóðrið heima ... Kórónastemning,“ segir þessi glaðbeitti Flateyringur sem Þjóðverjar og Danir elska alveg hreint út af lífinu. Siggi Björns með félögum sínum í hljómsveitinni Æfingu frá Flateyri á sviðinu í Bæjarbíói þann 11. maí 2019. Talið frá vinstri: Halldór Gunnar Pálsson, Árni Benediktsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Siggi Björns og Ásbjörn Þ. Björgvinsson. Mynd / HKr. Miðvikudagur, 12. maí kl. 20:00 - Café Rosenberg, Reykjavík - Siggi Björns, Franziska Günther og Svavar Knútur Laugardagur, 15. maí kl. 20:00 - Skyrgerðin, Hveragerði - Siggi Björns & Franziska Günther Sunnudagur 16. maí kl. 20:00 - Fish House, Grindavík - Siggi Björns & Franziska Günther Þriðjudagur, 18. maí kl. 20:00 - Beituskúrinn, Neskaupstað - Siggi Björns & Franziska Günther Miðvikudagur 19. maí kl. 20:00 - Vogafjós, Mývatni - Siggi Björns & Franziska Günther Fimmtudag 20. maí kl. 20:00 - Kaffi Klara, Ólafsfirði - Siggi Björns & Franziska Günther Laugardagur 22. maí kl. 20:00 - Frystihúsið, Flatey - Siggi Björns & Franziska Günther Þriðjudagur 25. maí kl. 20:00 - FLAK, Patreksfirði - Siggi Björns & Franziska Günther Miðvikudagur 26. maí kl. 20:00 - Vegamót, Bíldudal - Siggi Björns &Franziska Günther Fimmtudagur 27. maí kl. 20:00 - Vagninn, Flateyri - Siggi Björns & Franziska Günther Sunnudagur 30. maí kl. 20:00 - Einarshúsið, Bolungarvík - Siggi Björns & Franziska Günther Þriðjudagur, 1. júní kl. 20:00 - Kómedíuleikhúsið, Haukadal - Siggi Björns & Franziska Günther Föstudagur 4. Júní kl. 20:00 - Félagsheimilið, Súðavík - Siggi Björns & Franziska Günther Laugardagur 5. júní - Kalksalt, 425 Flateyri - Siggi Björns & Franziska Günther Fyrirhuguð tónleikaferð Sigga Björns á Íslandi KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is HAGKVÆM DEKK FYRIR ALVÖRU KRÖFUR Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðardekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur - hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. Bænda 29. apríl

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.