Bændablaðið - 15.04.2021, Page 30

Bændablaðið - 15.04.2021, Page 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. apríl 202130 Vegagerðin heldur áfram að fækka einbreiðum brúm: Alls eru 32 einbreiðar brýr eftir á Hringvegi 1 – Búið að bjóða út nokkur verkefni svo frekari fækkun er fyrirsjáanleg Áfram verður haldið við að fækka einbreiðum brúm á Hringvegi 1 nú í ár, en skipulega hefur verið unnið að því markmiði, bæði hvað varðar Hringveginn og eins landið allt á liðnum árum. Nokkurt hlé varð þó á verkefninu á árunum eftir 2011. Áform eru nú um töluverðar framkvæmdir í þessum efnum næstunni, að því er fram kemur í Framkvæmdafréttum sem Vegagerðin gefur út. Fyrir um 30 árum, árið 1990 voru hátt í 140 einbreiðar brýr á Hringvegi, þeim fækkaði hratt, voru orðnar um 60 talsins kringum árið 2006 og árið 2011 voru þær ríflega 40. Síðan þá hægðist mjög á slíkum framkvæmdum, undanfarin átta ár hafa aðeins verið breikkað­ ar eða byggðar nýjar brýr í stað 6 einbreiðra brúa. Árið 2019 voru byggðar sjö brýr í stað einbreiðra brúa á landinu öllu. Þetta voru brýr í Berufjarðarbotni, yfir Hófsá í Arnarfirði, yfir Mjólká í Arnarfirði, brú á Eldvatn og yfir Loftsstaðaá í Flóa, einnig brú yfir Breiðdalsá og stokkur fyrir Tjarnará á Vatnsnesi. Lokið við fjórar nýjar brýr á Hrinvegi Í lok árs 2019 voru boðnar út fjórar brýr á Hringvegi; brú yfir Steinavötn í Suðursveit sem er 100 metra löng, brú á Fellsá í Suðursveit sem er 47 metrar, brú á Kvíá í Öræfum sem er 32 metra löng og brú á Brunná aust an Kirkjubæjar klausturs sem er 24 metrar. Fram­ kvæmdir við þessar brýr hófust vorið 2020 og er þeim nú lokið eða við það að ljúka. Þar með hefur einbreiðum brúm á Hringvegi 1 fækkað í 32 auk bráðabirgðabrúar yfir Fellsá sem enn er uppistandandi og þjónar vegfarendum en verður rifin þegar umferð verður hleypt á nýju brúna í vor. Nú í ár mun einbreiðum brúm enn fækka, en búið er að bjóða út nokkur verkefni. Þar má nefna byggingu brúar yfir Jökulsá á Sólheimasandi en einnig stendur til að fara í framkvæmdir við brýr yfir Hverfisfljót, Súlu (Núpsvötn) og Skjálfandafljót. Þá er fyrirhug­ að að bjóða út fyrsta samvinnu­ verkefnið um vegaframkvæmdir en það er nýr vegur og brú yfir Hornafjarðarfljót. 663 einbreiðar brýr á landinu Einbreiðar brýr eru þó víðar en á Hringvegi en alls eru 663 ein­ breiðar brýr á landinu. Árið 2020 voru breikkaðar brýr á Hattardalsá, Hvítsteinslæk, Álftárbakkaá, Kálfalæk á Mýrum og Hrútá. Þá eru núna í framkvæmd nokkrar brýr utan Hringvegar eins og Botnsá í Tálknafirði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Vesturhópshólaá, Laxá í Laxárdal og Köldukvíslargil. Önnur verkefni sem stendur til að fara í eru: Bakkaá hjá Keisbakka, Þverá, Hólkotsá, Otradalsá, Þverá á Langadalsá, Ólafsdalsá, Efri Skarðsá, Sandalækur í Miðfirði, Fossá í Jökulsárhlíð og Helgustaðaá. /MÞÞ Nýja brúin yfir Kvíá. Mynd / Ísak Bráðabirgðabrú og ný brú yfir Brunná. Mynd / Ísak Steypuvinna við Steinavötn. Mynd / Ísak Kort sem sýnir framkvæmdasvæðin. Steinavötn, nýja brúin í byggingu, bráðabirgðabrú í baksýn. Mynd/Ístak ÍSLAND ER LAND ÞITT Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR gerðir dráttarvéla H eim ild: Prentm iðlakönnun G allup. K önnunartím i okt. - des. 2020. BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI 36,2% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið Hvar auglýsir þú? 36,2% Lestur Bændablaðsins á landsbyggðinni Lestur Bændablaðsins á höfuðborgarsvæðinu 17,8% 24,3% Lestur landsmanna á Bændablaðinu Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is Lestur Bændablaðsins Hafðu samband

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.