Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Síða 28

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Síða 28
Allsherjarafkvæðagreiðsla Sameiginlegur fundur stjórnar og samninganefndar samþykkti að allsherjaratkvæðagreiðslunni skyldi hagað þannig, að atkvæði yrðu talin í einu lagi hjá félögum ríkisstarfsmanna, en félög bæjarstarfsmanna hefðu hvert um sig atkvæðagreiðslu. Þessi ákvörðun er í samræmi við 40. gr. laga BSRB. Stjórn BSRB kaus yfirkjörstjórn vegna atkvæðagreiðslu ríkisstarfsmanna. Áttu sæti í henni Hörður Zóphanías- son, skólastjóri, formaður, Ágúst Guðmundsson, deildar- stjóri og Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn. Kynning og fundahöld Þá var ákveðið að efna til almennra fundahalda um samkomulagið í aðildarfélögum BSRB í Reykjavík og nágrenni, auk þess sem BSRB boðaði til almennra funda fyrir félagsmenn bandalagsins víðs vegar um land. Jafn- framt var samkomulagið birt í Ásgarði og kynnt þar. Úrslil allsherjarafkvæðagreiðslunnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um samkomulagið fór fram dagana 3. og 4. maí. Atkvæði voru síðan talin 6. og 7. maí. Talning fór fram hjá hverju félagi bæjarstarfsmanna fyrir sig, en at- kvæði ríkisstarfsmanna voru talin sameiginlega hjá yfir- kjörstjórn mánudaginn 7. maí. Úrslit atkvæðagreiðslunn- ar urðu sem hér segir: Bæjarstarfsmenn: Á kjörskrá Atkvæði Já Nei Auðir og greiddu ógildir ísafjörður 73 47 18 28 1 Vestmannaeyjar 127 71 19 52 0 Neskaupstaður 44 38 19 18 0 Kópavogur 217 123 50 71 2 Húsavík 77 38 32 3 3 Reykjavík 2226 1222 177 1029 16 Hafnarfjörður 180 130 55 73 2 Garðabær 70 44 9 34 1 Sauðárkrókur 32 22 10 0 Akranes 91 43 48 0 Félag opinb. starfs- manna á Suðurl 77 40 16 24 0 Siglufjörður 32 15 17 0 Seltjarnarnes 46 37 16 21 0 Mosfellssveit 40 21 8 13 0 Akureyri 400 145 51 88 6 Keflavík 114 68 24 43 1 Hjúkrunarfræðingar sem semja við Reykjavíkurborg 96 Hjúkrunarfræðingar sem semja við Akureyrarbæ 51 29 Ríkisstarfsmenn: Á kjörskrá Atkvæði greiddu 10.216 6.728 Auðir seðlar og ógildir 186. 21 70 5 12 17 0 já nei 2.032 4.510 Úrslifin filkynnt fjármálaráðherra Hinn 8. maí 1979 var fjármálaráðherra ritað eftirfar- andi bréf: Samkvæmt fyrirvara BSRB og fjármálaráðherra í sam- komulagi frá 23. apríl 1979 fór fram allsherjaratkvæða- greiðsla um samkomulagið dagana 3. og 4. þ.m. Úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu urðu þau, að ríkisstarfs- menn í BSRB og 14 af 17 félögum bæjarstarfsmanna felldu samkomulagið, en 3 bæjarstarfsmannafélög sam- þykktu það, Starfsmannafélag Neskaupstaðar, Starfs- mannafélag Húsavíkur og Starfsmannafélag Sauðárkróks. Samkvæmt efnahagslögunum frá 10. apríl 1979 ber því að greiða 3% grunnlaunahækkun til þeirra félags- manna í BSRB, sem ekki fá samningsrétt samkvæmt sam- komulaginu." 7. KAFLI FRÆÐSLUSTARF OG ÚTGÁFUMÁL Starf fræðslunefndar Bandalagsstjórn kaus 7 manna fræðslunefnd haustið 1976. í henni áttu upphaflega sæti: Haraldur Steinþórs- son, 2. varaform. BSRB, sem var formaður nefndarinnar, Fríða Proppé frá Starfsmannafélagi ríkisstofnana, Ingi- björg Jónsdóttir frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborg- ar, Reynir Sigurþórsson frá Félagi ísl. símamanna, Sig- urður Guðmundsson skólastjóri frá Sambandi ísl. barna- 28

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.