BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 6

BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 6
LEIÐARI AÐ SKRÁ SÖGUNA Þetta blað — BSRB-blaðið — er til- raun. Kannske tekst hún. Kannske ekki. Tíminn leiðir það í ljós. Fyrir okkur vakir að fjalla um þjóðmál í víðasta skilningi orðsins. Við ætlum ekki að einblína á kjaramál í þrengstu merkingu. Við byggjum á reynslunni af Asgarði, sem undir ritstjóm Har- aldar Steinþórssonar, varð eitt út- breiddasta tímarit landsins. Það var fyrir hans frumkvæði að blað BSRB var sent öllum félagsmönnum sam- takanna og því höldum við áfram. BSRB leggur metnað sinn í að allir fé- lagsmenn fái blaðið í hendur. Fjölmiðlar hafa verið mjög til um- ræðu innan BSRB síðustu misseri. Ástæðan er sú að menn gera sér grein fyrir hve snar þáttur fjölmiðlar eru í lífi fólks. Upplýsingar berast nú — fé- lagsmönnum BSRB og öðrum — hraðar og í meira magni en áður. Gildir þetta jafnt kjaramál, málefni samtaka á borð við verkalýðshreyf- inguna og jafnvel það sem áður taldist til einkamála. Styrmir Gunnarsson, annar ritstjóra Morgunþlaðsins, sem hér er í viðtali, segir m.a., að blaða- mönnum og fréttamönnum hafi geng- ið misjafnlega að fóta sig í nýju hlut- verki. Undir þetta getum við tekið. Og það er þetta sem liggur að baki umræðunnar um fjölmiðla innan BSRB. Menn treysta ekki ijölmiðlum og vilja að verkalýðshreyfingin hasli sér völl á því sviði. í þessu felst ósk um vandaðri fréttamennsku — ná- kvæmari upplýsingar. Fagmannlegri vinnubrögð. Það skal ósagt látið hvort þátttaka verkalýðshreyfingarinnar í Qölmiðla- stríði myndi breyta ijölmiðlun í Iand- inu. Verkalýðshreyfingin gæti breytt valdahlutföllunum á íjölmiðlamark- aðinum. Hún gæti það með því að tryggja í raun, opna lýðræðislega um- ræðu um það sem er að gerast í kring- um okkur. En hún þarf að vilja það. Hún þarf að vilja fjölmiðil, sem yrði stórveldi á markaði. í þessu blaði er fjallað um verka- lýðsbaráttu og dómsstóla. Þessi grein snýst ekki um fjölmiðla. Hún snýst um réttindi launafólks. Hún Qallar um réttinn til að leggja niður vinnu, þegar menn telja á sér brotið. Nokkrir félagsmanna BSRB — starfsmenn Ríkisútvarpsins — voru kærðir í verkfalli BSRB fyrir að leggja niður störf, þegar fjármálaráðherra neitaði að greiða þeim laun svo sem lög kveða á um. Máli þessu hefur ranglega verið ruglað saman við ólöglegar útvarpssendingar nokkurra aðila í verkfalli BSRB og gerð að út- varpsmálum. Bendir margt til þess að þeir sem það gerðu hafi litið svo á, að kæra á hendur þessum félagsmönnum gæti orðið skiptimynt fyrir dómsstól- um þegar mál ólöglegu útvarpsstöðv- anna væru afgreidd. Nokkrir nafntog- aðir sjálfstæðismenn komu við sögu í þessu máli. Þeim mistókst ætlunar- verk sitt. Fjölmiðlar skrifa söguna. Við vilj- um að sagan sé skráð rétt. Þess vegna fjöllum við um þessi mál. Og það er einmitt tilgangurinn með BSRB-blað- inu. Við ætlum að leggja okkar að mörkum til þess að sagan verði rétt skráð. Rétt — eins og við skiljum hana. Helgi Már Arthursson.

x

BSRB blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.