BSRB blaðið - 01.04.1986, Qupperneq 6

BSRB blaðið - 01.04.1986, Qupperneq 6
LEIÐARI AÐ SKRÁ SÖGUNA Þetta blað — BSRB-blaðið — er til- raun. Kannske tekst hún. Kannske ekki. Tíminn leiðir það í ljós. Fyrir okkur vakir að fjalla um þjóðmál í víðasta skilningi orðsins. Við ætlum ekki að einblína á kjaramál í þrengstu merkingu. Við byggjum á reynslunni af Asgarði, sem undir ritstjóm Har- aldar Steinþórssonar, varð eitt út- breiddasta tímarit landsins. Það var fyrir hans frumkvæði að blað BSRB var sent öllum félagsmönnum sam- takanna og því höldum við áfram. BSRB leggur metnað sinn í að allir fé- lagsmenn fái blaðið í hendur. Fjölmiðlar hafa verið mjög til um- ræðu innan BSRB síðustu misseri. Ástæðan er sú að menn gera sér grein fyrir hve snar þáttur fjölmiðlar eru í lífi fólks. Upplýsingar berast nú — fé- lagsmönnum BSRB og öðrum — hraðar og í meira magni en áður. Gildir þetta jafnt kjaramál, málefni samtaka á borð við verkalýðshreyf- inguna og jafnvel það sem áður taldist til einkamála. Styrmir Gunnarsson, annar ritstjóra Morgunþlaðsins, sem hér er í viðtali, segir m.a., að blaða- mönnum og fréttamönnum hafi geng- ið misjafnlega að fóta sig í nýju hlut- verki. Undir þetta getum við tekið. Og það er þetta sem liggur að baki umræðunnar um fjölmiðla innan BSRB. Menn treysta ekki ijölmiðlum og vilja að verkalýðshreyfingin hasli sér völl á því sviði. í þessu felst ósk um vandaðri fréttamennsku — ná- kvæmari upplýsingar. Fagmannlegri vinnubrögð. Það skal ósagt látið hvort þátttaka verkalýðshreyfingarinnar í Qölmiðla- stríði myndi breyta ijölmiðlun í Iand- inu. Verkalýðshreyfingin gæti breytt valdahlutföllunum á íjölmiðlamark- aðinum. Hún gæti það með því að tryggja í raun, opna lýðræðislega um- ræðu um það sem er að gerast í kring- um okkur. En hún þarf að vilja það. Hún þarf að vilja fjölmiðil, sem yrði stórveldi á markaði. í þessu blaði er fjallað um verka- lýðsbaráttu og dómsstóla. Þessi grein snýst ekki um fjölmiðla. Hún snýst um réttindi launafólks. Hún Qallar um réttinn til að leggja niður vinnu, þegar menn telja á sér brotið. Nokkrir félagsmanna BSRB — starfsmenn Ríkisútvarpsins — voru kærðir í verkfalli BSRB fyrir að leggja niður störf, þegar fjármálaráðherra neitaði að greiða þeim laun svo sem lög kveða á um. Máli þessu hefur ranglega verið ruglað saman við ólöglegar útvarpssendingar nokkurra aðila í verkfalli BSRB og gerð að út- varpsmálum. Bendir margt til þess að þeir sem það gerðu hafi litið svo á, að kæra á hendur þessum félagsmönnum gæti orðið skiptimynt fyrir dómsstól- um þegar mál ólöglegu útvarpsstöðv- anna væru afgreidd. Nokkrir nafntog- aðir sjálfstæðismenn komu við sögu í þessu máli. Þeim mistókst ætlunar- verk sitt. Fjölmiðlar skrifa söguna. Við vilj- um að sagan sé skráð rétt. Þess vegna fjöllum við um þessi mál. Og það er einmitt tilgangurinn með BSRB-blað- inu. Við ætlum að leggja okkar að mörkum til þess að sagan verði rétt skráð. Rétt — eins og við skiljum hana. Helgi Már Arthursson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

BSRB blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.