BSRB blaðið - 01.04.1986, Síða 12
Við Maiihias
Johannessen svör-
uðumþessu iilboði
þá bréttega með þvi
að afþakka það um
lelð og við þökk-
uðum þingfíokki
Sjálfsiæðismanna
fyrir ánætjjuleg
samskípii um
margra áraiuga
skeið. Þarmeð var
lokið einu beinu
tenqslunum sem
eftir voru milli
Morgunblaðsins og
Sjálfstæðis-
flokksins.
Tvennir tímar. Ólafur Thors og Þorsteinn Pálsson.
einnig við um fjölmiðlana. Völdin í
landinu hafa flutzt til. Fyrir aldarfjórð-
ungi voru þau að verulegu leyti sam-
ansöfnuð í höndum stjórnmálamanna
og embættismanna. Ég held að hin síð-
ari ár hafi vaxtarbroddurinn að þessu
leyti verið í röðum vinnuveitenda. Þar
hafa komið fram á sjónarsviðið nýir
stjórnendur sem eru ekki endilega eig-
endur fyrirtækjanna og frá þeim hefur
komið það hugmyndalega frumkvæði
sem hefur mótað þjóðlífið mjög mikið
seinni árin. Áhrifamestu mótendur
samfélagsins eru ekki lengur á Alþingi,
þótt þar séu enn áhrifamiklir einstakl-
ingar sem betur fer.
Við þessar aðstæður er nánast úti-
lokað að upp rísi stjómmálaleiðtogar
þeirrar gerðar sem við þekktum áður
fyrr. Þetta er ekkert séríslenzkt fyrir-
þæri. Við sjáum þetta um öll Vestur-
lönd. Það heyrir til undantekninga, að
þar hafi komið fram mjög sterkir og
áberandi forystumenn í stjómmálum,
sem hægt er að jafna saman við leið-
toga styrjaldaráranna svo að dæmi sé
nefnt.
Sjálfstæðisflokkurinn byggðist fyrr á
árum að verulegu leyti upp í kringum
sterka leiðtoga. Þeir voru áhrifamiklir
og ráðandi og nutu trausts og virðingar
allra þjóðfélagshópa. Það er mín skoð-
un, að Geir Hallgrímsson hafi verið
síðasti leiðtogi Sjálfstæðisflokksins
þessarar tegundar. Rætur hans eru í
Sjálfstæðisflokki þeirra ára og hann
mótaðist sem forystumaður í stjóm-
málum á þessum tíma. En e.t.v. má
halda því fram með nokkrum rétti, að
einmitt breyttar þjóðfélagsaðstæður
hafi valdið nokkru um þá pólitísku
erfiðleika, sem Geir Hallgrímsson átti
við að etja á síðari hluta formannsferils
síns í Sjálfstæðisflokknum. Þetta var
það sem ég átti við í þeirri grein sem
þú vitnartil.
Eiga fjölmiðlar þátt í afhelgun hins
sterka leiðtoga?
— Pólitískt æviskeið stjórnmála-
manna hefur stytzt. Nálægðin sem
ijölmiðlarnir skapa milli þeirra og
kjósenda veldur því að fólk verður
fljótt þreytt á sömu andlitunum og
málflutningi sömu manna. Þetta er
mikil breyting frá því sem áður var.
Ólafur Thors var formaður Sjálfstæð-
isflokksins í tæp 30 ár. Ég dreg í efa, að
nokkur maður, hversu miklum hæfi-
Ieikum sem hann væri búinn, gæti náð
því marki í dag. Þeir sem taka að sér
forystu í stjórnmálaflokkum nú verða
að ná fótfestu nánast samstundis til
þess að ná tökum á störfum sínum.
REYNSLULAUS RÁÐHERRA-
KYNSLÓÐ
ígrein þinni um Sjálfstœðisflokkinn
á vegamótum rœddir þú um ráðherra-
kynslóð flokksins og sagðir að hún
hefði afsalað sér varaformennsku í
flokknum sakir reynsluleysis. Er þetta
ekki harður dómur yfir hinni breiðu
forystu flokksins?
— Flestir þeirra manna sem nú
gegna ráðherraembættum fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn hlutu pólitískt uppeldi
sitt í skjóli sterkra leiðtoga. Þeir voru
allir utan ríkisstjórnar á viðreisnarár-
unum. Sumir þeirra fengu tækifæri í
ríkisstjórninni sem hér sat 1974—78
en aðrir tóku við ráðherraembættum í
fyrsta sinn vorið 1983.
Á sl. 15 árum hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn verið utan ríkisstjórnar mun
lengur en hann hafði verið í áratugi
þar á undan. Þessi kynslóð var því
búin að bíða eftir völdunum býsna
lengi. Ef við metum árangur í stjóm-
12 BSRB-blaðið