BSRB blaðið - 01.04.1986, Qupperneq 12

BSRB blaðið - 01.04.1986, Qupperneq 12
Við Maiihias Johannessen svör- uðumþessu iilboði þá bréttega með þvi að afþakka það um lelð og við þökk- uðum þingfíokki Sjálfsiæðismanna fyrir ánætjjuleg samskípii um margra áraiuga skeið. Þarmeð var lokið einu beinu tenqslunum sem eftir voru milli Morgunblaðsins og Sjálfstæðis- flokksins. Tvennir tímar. Ólafur Thors og Þorsteinn Pálsson. einnig við um fjölmiðlana. Völdin í landinu hafa flutzt til. Fyrir aldarfjórð- ungi voru þau að verulegu leyti sam- ansöfnuð í höndum stjórnmálamanna og embættismanna. Ég held að hin síð- ari ár hafi vaxtarbroddurinn að þessu leyti verið í röðum vinnuveitenda. Þar hafa komið fram á sjónarsviðið nýir stjórnendur sem eru ekki endilega eig- endur fyrirtækjanna og frá þeim hefur komið það hugmyndalega frumkvæði sem hefur mótað þjóðlífið mjög mikið seinni árin. Áhrifamestu mótendur samfélagsins eru ekki lengur á Alþingi, þótt þar séu enn áhrifamiklir einstakl- ingar sem betur fer. Við þessar aðstæður er nánast úti- lokað að upp rísi stjómmálaleiðtogar þeirrar gerðar sem við þekktum áður fyrr. Þetta er ekkert séríslenzkt fyrir- þæri. Við sjáum þetta um öll Vestur- lönd. Það heyrir til undantekninga, að þar hafi komið fram mjög sterkir og áberandi forystumenn í stjómmálum, sem hægt er að jafna saman við leið- toga styrjaldaráranna svo að dæmi sé nefnt. Sjálfstæðisflokkurinn byggðist fyrr á árum að verulegu leyti upp í kringum sterka leiðtoga. Þeir voru áhrifamiklir og ráðandi og nutu trausts og virðingar allra þjóðfélagshópa. Það er mín skoð- un, að Geir Hallgrímsson hafi verið síðasti leiðtogi Sjálfstæðisflokksins þessarar tegundar. Rætur hans eru í Sjálfstæðisflokki þeirra ára og hann mótaðist sem forystumaður í stjóm- málum á þessum tíma. En e.t.v. má halda því fram með nokkrum rétti, að einmitt breyttar þjóðfélagsaðstæður hafi valdið nokkru um þá pólitísku erfiðleika, sem Geir Hallgrímsson átti við að etja á síðari hluta formannsferils síns í Sjálfstæðisflokknum. Þetta var það sem ég átti við í þeirri grein sem þú vitnartil. Eiga fjölmiðlar þátt í afhelgun hins sterka leiðtoga? — Pólitískt æviskeið stjórnmála- manna hefur stytzt. Nálægðin sem ijölmiðlarnir skapa milli þeirra og kjósenda veldur því að fólk verður fljótt þreytt á sömu andlitunum og málflutningi sömu manna. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var. Ólafur Thors var formaður Sjálfstæð- isflokksins í tæp 30 ár. Ég dreg í efa, að nokkur maður, hversu miklum hæfi- Ieikum sem hann væri búinn, gæti náð því marki í dag. Þeir sem taka að sér forystu í stjórnmálaflokkum nú verða að ná fótfestu nánast samstundis til þess að ná tökum á störfum sínum. REYNSLULAUS RÁÐHERRA- KYNSLÓÐ ígrein þinni um Sjálfstœðisflokkinn á vegamótum rœddir þú um ráðherra- kynslóð flokksins og sagðir að hún hefði afsalað sér varaformennsku í flokknum sakir reynsluleysis. Er þetta ekki harður dómur yfir hinni breiðu forystu flokksins? — Flestir þeirra manna sem nú gegna ráðherraembættum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn hlutu pólitískt uppeldi sitt í skjóli sterkra leiðtoga. Þeir voru allir utan ríkisstjórnar á viðreisnarár- unum. Sumir þeirra fengu tækifæri í ríkisstjórninni sem hér sat 1974—78 en aðrir tóku við ráðherraembættum í fyrsta sinn vorið 1983. Á sl. 15 árum hefur Sjálfstæðisflokk- urinn verið utan ríkisstjórnar mun lengur en hann hafði verið í áratugi þar á undan. Þessi kynslóð var því búin að bíða eftir völdunum býsna lengi. Ef við metum árangur í stjóm- 12 BSRB-blaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

BSRB blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.