BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 17

BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 17
Björn Jónsson. persónuleg samtöl á úrslitastundum í verkalýðsbaráttu fyrri ára. En aðstæð- ureru aðrarnú. NEIKVÆÐ AFSKIPTI Afskipti stjórnmálaflokkanna af málefnum verkalýðshreyfingarinnar Eövarö Sigurösson. hafa verið mikil frá upphafi. Telur þú þetta heppilegt fyrirkomulag? — Slík afskipti eru neikvæð. Verka- lýðshreyfingin á að vera sterk og sjálf- stæð. Þegar hún er sjálfstæð er hún sterkust. Hvað um flokk eins og Sjálfstœðis- flokkinn. Hafa bein tengsl hans við verkalýðshreyfinguna verið honum til góðs að þínu áliti? — Það hefur ákaflega mikla þýð- ingu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að innan hans vaxi upp í starfi menn sem skilja og skynja lífsviðhorf launafólks. Eng- inn hafði meiri skilning á þessu en Jón Þorláksson. Þessi sjónarmið verða að endurspeglast innan Sjálfstæðisflokks- ins á þann veg að stefnumörkun flokksins taki mið af þeim ekki síður en sjónarmiðum vinnuveitenda. Ég tel það veikleika fyrir Sjálfstæðisflokkinn hvað verkalýðsstarf hefur dregizt mik- ið saman þar, þótt hitt sé rétt að flokk- urinn sé stærsti launþegaflokkur landsins. Ég tel ekki, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að reyna að hafa flokksleg áhrif á verkalýðshreyfinguna. Það sem skiptir höfuðmáli fyrir flokkinn nú sem fyrr er að formaður hans og aðrir forystu- menn hafi gott persónulegt samband við leiðtoga verkalýðssamtakanna og eigi við þá góð samskipti. Ég tel, að mesti styrkur núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins sé sá, að hann hef- ur þetta samband við verkalýðshreyf- inguna. BSRB-blaöið 17

x

BSRB blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.