BSRB blaðið - 01.04.1986, Side 28
Vextir — raunvextir — hækkuðu. Þeir eiga að heita frjálsir, en er stjórnað úr Seðlabanka.
sterkt til að á því sé hægt að byggja
verðlagseftirlit, eins og þó virðist ætl-
unin. Meðal þjóða sem búa árum og
áratugum saman við stöðugt verðlag,
þróast mjög öflugt verðskyn hjá al-
menningi og gerir það að verkum að
verslunareigendur verða að vera vel á
verði og gæta sín á því að prenta ekki
hærri tölur á verðmiðana en aðrir.
Undir slíkum kringumstæðum hefur
orðið samkeppni raunverulega merk-
ingu.
Undanfama tvo til þijá áratugi hef-
ur verðbólga hins vegar verið svo ör á
íslandi að fólk hefur fyrir ógnarlöngu
gersamlega gefist upp á að reyna að
fylgjast með því hvað hlutirnir kosta,
eða hvað mætti teljast eðlilegt að þeir
kosti á hverjum tíma. Þegar einungis
tiltölulega lítill minnihluti fólks getur
svarað því nákvæmlega hvað einn lítri
af mjólk kostar, þá er varla hægt að
gera ráð fyrir því að verðþekking sé út-
breidd að öðru leyti.
VANTRÚIN - STÆRSTI
ÓVISSUÞÁTTURINN
Þegar fulltrúar stéttarfélaganna
lögðu tillögur sínar um efnahagsað-
gerðir fyrir ríkisstjórnina á sínum
tíma, var í tillögunum lögð rík áhersla
á nauðsyn þess að ríkisstjórninni tæk-
ist að skapa traust allra landsmanna á
því, að því markmiði að halda verð-
bólgunni innan tveggja stafa tölu yrði
raunverulega náð.
Það var heldur ekki að ástæðulausu
sem svo rík áhersla var lögð á einmitt
þetta einstaka atriði. Innan hagfræð-
innar eru áhrif verðbólguvæntinga
löngu þekkt. Þessi áhrif eru í sem
stystu máli fólgin í því að allir, sem
mögulega geta, reyna sitt ítrasta til að
verða á undan verðbólgunni. Menn
bíða ekki eftir því að verðbólgan verði
staðreynd, heldur hækka vöru sína eða
þjónustu fyrirfram í þeim tilgangi að
hagnast á verðbólgunni fremur en að
tapa á henni. Sú verðbólga sem þannig
myndast, bætist í mörgum tilvikum
ofan á þá verðbólgu sem skapast af
„eðlilegum" orsökum og getur hæg-
lega gert að engu aðgerðir stjómvalda
til að lækka verðbólgu eða draga úr
hraða hennar.
Á þeim þrem vikum sem liðnar eru
síðan kjarasamningarnir voru undirrit-
aðir hefur líka komið mjög glögglega í
ljós að ekki var vanþörf á þessari að-
vörun til ríkisstjórnarinnar.
- BÍLARNIR
Þau atriði sem hvað mesta athygli
vöktu og mest var fjallað um í fréttum
fyrstu vikur eftir undirritun samning-
anna og þá lagasetningu sem í kjölfar
þeirra fylgdi, voru tollalækkanir af bíl-
um og heimilistækjum og svo vaxta-
lækkanir bankanna, en þó ennfremur
hækkanir bankanna á gjaldskrám sín-
um fyrir ýmsa þjónustu. Þá urðu
einnig talsverðar umræður um 22%
hækkun á bílatryggingum, sem einnig
tóku gildi um síðustu mánaðamót.
Það kom strax í ljós, þegar tolla-
lækkanirnar tóku gildi, hversu mikil-
vægt það er að tiltrú skapist, þannig að
ekki gæti viðleitni til að verða á undan
verðbólgunni í hækkunum. Með því
að lækka tolla á bílum var stefnt að því
að bílarnir lækkuðu í verði um 30%
eða því sem næst. Þetta átti reyndar
fyrst og fremst að gilda um minni bíla.
Stærri bílar áttu að lækka minna.
Eftir að lögin um tollalækkanir
höfðu verið samþykkt, varð strax ljóst
að markmiðið hafði ekki náðst — og
það sem þó var enn undarlegra að
margra áliti — stóru bílarnir höfðu
lækkað hlutfallslega meira í verði en
smábílarnir og í sumum tilvikum var
þessi munur verulega mikill. Þannig
voru þess dæmi að smábílar í neðstu
verðflokkunum lækkuðu einungis um
15% meðan stórir og dýrir „forstjóra
bílar“ lækkuðu um 30%.
Þegar farið var að athuga málið kom
í ljós að fyrir þessu voru tvær ástæður.
Önnur var einfaldlega sú að sérfræð-
ingarnir í ijármálaráðuneytinu höfðu
reiknað skakkt, þegar þeir undirbjuggu
frumvarpið. Þetta atriði var leiðrétt í
miklum flýti með nýrri lagasetningu,
þar sem tollar af bílum voru færðir alla
leið niður í 10% í stað 30%, eins og
hugmyndin var upphaflega.
Hin ástæðan fyrir því að tilætlaður
árangur náðist ekki af tollalækkun-
inni, var sú að bílaumboðin hækkuðu
28 BSRB-blaðið