BSRB blaðið - 01.04.1986, Side 31

BSRB blaðið - 01.04.1986, Side 31
Verkalýðshreyfingin hvetur nú félagsmenn sína til þess að fylgjast með verðlagi I verzlunum. mánuði fyrr. Þessar hækkanir voru auk þess ríflega tilteknar, jafnvel þótt miðað hefði verið við óbreytt verð- bólgu ástand, og því ekki í neinu sam- ræmi við þær verðbólguspár sem nú er gengið út frá. Greiðslur fyrir ávísanahefti voru hækkuð, í mörgum tilvikum um 40%, innheimtuþóknun fyrir innistæðulaus- ar ávísanir, (sem reyndar er ein af drýgstu tekjulindum bankanna) hækk- uðu líka stórlega, og þannig mætti lengi telja. Þegar vakin var athygli á þessum hækkunum, fyrst á Alþingi og svo í íjölmiðlum, töldu bankarnir sig þurfa þessar hækkanir og virtust síst fúsir til að draga þær til baka. Það var ekki fyrr en Matthías Bjarnason, viðskiptaráð- herra, hafði gengið í málið og hótað lagasetningu, að bankarnir létu undan síga og lækkuðu gjaldskrár sínar.aftur. Frammistaða Matthíasar í þessu máli var mjög rómuð af forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar, sem gerðu sér ferð á hendur niður í Alþingishús og færðu honum blóm af þessu tilefni. - VEXTIRNIR HÆKKUÐU Þessi millifyrirsögn kann að koma einhverjum Iesendum í opna skjöldu. Vextirnir voru jú lækkaðir með pompi og prakt. Það er raunar alveg rétt; nafnvextir sem svo eru kallaðir, lækk- uðu reyndar töluvert. Engu að síður var lækkunin ekki meiri en svo að hún leiddi til stórfelldrar hækkunar raun- vaxta. Sem dæmi um þetta má taka al- menna forvexti af víxlum sem voru nálægt 32% fyrir vaxtalækkunina, en fóru niður í um 20%. Fyrir kjarasamn- ingana — og vaxtalækkunina — sam- svaraði verðbólguhraðinn því að verð- bólgan yrði eitthvað yfir 30% á árs- grundvelli. Þetta þýðir að víxilvextir og verðbólga héldust nokkurn veginn í hendur, eða m.ö.o. að raunvextir af þessum víxlum voru engir. Eftir kjarasamningana og þær efna- hagsaðgerðir sem fylgdu í kjölfar þeirra, er gert ráð fyrir að verðbólgu- hraðinn verði nálægt núlli fyrstu mán- uðina. Þetta hefur í för með sér að nú eru allir vextir raunvextir. Þannig eru nú 20% nafnvextir nú jafnframt 20% raunvextir. Þannig var vaxtalækkunin ekki vaxtalækkun nema að nafninu til. í raun og veru var hér um gífurlega vaxtahækkun að ræða. aöeins einn banki býöur -'VAKTA REIKNING 0 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. BSRB-blaöiö 31

x

BSRB blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.