BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 33

BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 33
breytingum sem peningamarkaðurinn er að ganga í gegnum. Það hefur hins vegar allan tímann verið yfirlýst stefna að vextir verði lækkaðir mun meira. Þegar þetta er ritað eru nýlega heim- ildir fyrir því að vextir verði lækkaðir á ný fyrir páska og sú lækkun verði einnig umtalsverð. - VEXTIRNIR OG VERÐBÓLGAN Svo kyndugt sem það kann að virð- ast við fyrstu sýn, þá gætu efnahagsað- gerðir þær, sem nú hefur verið gripið til í þeim tilgangi að halda verðbólg- unni niðri, hæglega orðið til þess að kynda undir verðbólgunni á nýjan leik með örlítið óbeinum hætti. Stór hluti af því tekjutapi sem ríkis- sjóður verður fyrir vegna efnahagsað- gerðanna, verður bættur með lántök- um og þessi lán verða að verulegu leyti tekin í bankakerfinu. Þetta hefur í för með sér, að bankamir koma til með að hafa minna fé aflögu til að lána fyrir- tækjum og almenningi. Þessir aðilar verða því í auknum mæli að leita út á „gráa lánamarkaðinn", þ.e.a.s. hinn frjálsa markað, en þar eru vextir mun hærri en gengur og gerist í bankakerf- inu. Það gefur svo auga leið að þessir háu vextir fara í flestum tilvikum beint út í verðlagið. Sem dæmi um það hversu háa vexti sum fyrirtæki þurfa nú að greiða, má reyndar taka meðferð svonefndra við- skiptavíxla í bankakerfinu. Nú er tæpt ár síðan Iðnaðarbankinn tók upp þann sið, fyrstur banka, að kaupa viðskipta- víxla á ákveðnu gengi, í stað þess að taka af þeim forvexti, eins og jafnan hefur tíðkast í bönkum. Aðrir bankar fylgdu í kjölfarið og nú er svo komið að allir bankar viðhafa þessa aðferð, nema Landsbankinn og Búnaðarbank- inn. Að kaupa víxla á ákveðnu gengi, er hið sama og kaupa þá með afföllum. Hversu há afföllin eru ræðst af því hversu mikla raunvexti bankinn vill fá af peningum sínum og svo því til hve langs tíma víxillinn er. Ávöxtunarkrafan, sem svo er nefnd, eða þeir raunvextir sem bankamir taka nú af þeim fyrirtækjum sem þeir lána fé í formi viðskiptavíxla, er um þessar mundir rétt um 40% í flestum tilvikum, þótt þetta sé örlítið mismun- andi eftir bönkum. Það er erfitt að trúa öðru en þessir vextir fari að stórum hluta út í vébðlagið og skapi þannig verðbólgu. - ÓVISSA FRAMUNDAN Hér að framan hefur verið rakið ýmislegt sem máli skiptir um það hvort sá árangur muni nást í baráttu við verðbólguna eins og að var stefnt með kjarasamningunum og efnahags- aðgerðum þeim sem fylgdu í kjölfarið. Að sjálfsögðu hefur þó ekki verið um neina tæmandi úttekt að ræða, enda myndi sjálfsagt þurfa til þess stóra bók. Óneitanlega virðist margt benda til þess að þessi atlaga að verðbólgunni muni geta skilað árangri. Til þess bendir einkum sá vilji, sem vissulega virðist vera fyrir hendi bæði hjá stjóm- völdum og ekki síður hjá launþega- hreyfingunni, sem fylgir þessum mál- um mjög fast eftir. Það virðist hins vegar ljóst að vextir þurfa að lækka enn að miklum mun, auk þess sem hinn fijálsi verðbréfa- markaður verður að laga sig að nýjum aðstæðum með því að lækka stórlega ávöxtunarkröfu sína, ef einhver von á að vera til þess að verðbólgan verði í ár táknuð með einum tölustaf. Stærsti óvissuþátturinn er þó kannski spumingin um það hversu mikið traust tekst að vekja á þessum aðgerðum og hvort almenningur muni taka sig til og fara að fylgjast með verð- lagningu einstakra verslana og þjón- ustufyrirtækja af þeirri röggsemi sem forystumenn launþegahreyfingarinnar vonast greinilega til. HSKKUN - LCKKUN - ÖNNUR HEIMILISTÆKI en þau sem lækkuðu í verði vegna tollalækkana stóðu þó ekki öll í stað. Þannig varð í sumum tilfellum verð- hækkun á heimilistækjum um 4—6% vegna gengisbreytinga. Talið er að þetta geri það að verkum að meðal- vægi verðbreytinga á heimilistækjum verði nálægt 12% lækkun. - ÚTSELD VINNA hækkaði í mörgum tilfellum eftir kjarasamningana, enda þótt því væri lýst yfir af hálfu ýmissa samtaka at- vinnurekenda að launahækkanirnar gæfu ekki tilefni til þess. - TILKOSTNAÐUR FYRIRTÆKJA Kjarabætur þessara samninga komu ekki einvörðungu Iaunþegum til góða. Almennt má segja að at- vinnufyrirtæki njóti einnig góðs af verðlækkunum þeim sem orðið hafa. Þannig lækkar orkukostnaður fyrir- tækja ekki síður en heimilanna og bílakostnaður fyrirtækja lækkar að sjálfsögðu líka. Útgjöld fyrirtækjanna vegna launatengdra gjalda lækka í kjölfar þessara samninga. í sumum tilvikum getur tilkostnaðurinn lækk- að meira en sem nemur launahækk- uninni. - ERLENDAR SKULDIR þjóðarinnar lækka ekki við þessa kjarasamninga, en ýmsar aðgerðir stjómvalda í kjölfar samninganna eru líklegar til að hafa óbein áhrif til hækkunar erlendra skulda. í því sambandi má einkum nefna aukinn innflutning í kjölfar tollalækkananna sem veldur óhagstæðari viðskipta- jöfnuði við útlönd en ella hefði orðið. - GRÆNMETI Innflutt grænmeti lækkar í kjölfar tollalækkana. Þessi lækkun kemur þó seinna til framkvæmda, en flestar aðrar, vegna þess að allmiklar birgðir voru til í landinu, þegar tollalækkun- in tók gildi. BSRB-blaðiö 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

BSRB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.