BSRB blaðið - 01.04.1986, Qupperneq 35

BSRB blaðið - 01.04.1986, Qupperneq 35
eftir Guðfinnu Ragnarsdóttur E F T I R M Olof Palme er horfinn af sjónar- sviðinu og Svíþjóð verður aldrei söm aftur. Þessi orð hljóma nú úr öllum áttum og fáir munu efast um sann- leiksgildi þeirra. Slík voru áhrif Olofs Palme yst sem innst í sænsku þjóðlífi. En hvernig lítur þá Svíþjóð morgun- dagsins út — Svíþjóð án Olofs Palme? Þeirri spurningu er ef til vill ekki auðvelt að svara. Og þó. Vissulega mun ýmislegt breytast í náinni fram- tíð í sænsku þjóðlífi. Öryggi verður eflt og ýmsar dyr sem hingað til hafa verið galopnar munu nú lokast um stund. Mikil umræða mun fara fram um hið opna þjóðfélag — kosti þess og galla — en hvaða stefnu hún tekur er erfitt að segja fyrir. Margir óttast að það muni hafa víðtækar og alvarlegar afleiðingar á umræðurnar og sænskt þjóðfélag ef í ljós kæmi að banamaður Olofs Palme væri útlendingur. Og ef til vill eru það einmitt inn- flytjendurnir sem í dag hafa hvað mestar áhyggjur af framtíðinni. Fram- tíðinni án hinna skorinorðu yfirlýs- inga Olofs Palme um sjálfsagðan rétt þeirra til lífs og öryggis í velferðar- landinu Svíþjóð. Innflytjendurnir hafa alltaf verið deilumál ílokkanna og kostir og gallar þeirrar frjálsu stefnu sem fylgt hefur verið í þeim málum hafa verið til stöðugrar um- ræðu eftir að „kakan“ fór að minnka og gullöld Svíþjóðar að síga á seinni hlutann. Umræðurnar þau ár sem borgara- flokkarnir fóru með völdin 1976 — 82 sýndu að það er grunnt á fordómun- um hjá mörgum Svíanum. Og þótt Ku KIux Klan — líkar rennur að 0 R Ð I Ð næturlagi í görðum innflytjenda þessi ár tilheyrðu undantekningunum kenndu þær mönnum að gæfan er fallvölt og ekkert er sjálfsagt. En þótt atburðir síðustu vikna hafi valdið ugg í brjóstum margra innflytjenda er ekkert sem bendir til þess að nein breyting muni verða á högum þeirra í Svíþjóð. Hvorki högum þeirra né annarra. Sænsk jafnaðarstefna stend- ur á gömlum merg- á nær 100 ára traustum grunni. Það sést hvað best á því að Olof Palme var aðeins fjórði formaður flokksins sem verður 100 ára þann 20. apríl 1989. Hjalmar Branting, Per Albin Hansson, Tage Erlander, Olof Palme — allir stóðu þeir föstum fótum í starfi sínu og stefnu, og á sama hátt og Per Albin hafði í áraraðir unnið með Hjalmar Branting vann Tage Erlander með Per Albin og Olof Palme með Tage Erlander áður en þeir tóku sjálfir við völdum. Og í 40 ár mótuðu sænskir jafnaðarmenn þjóðfélagið einir og óháðir, þar til öllum fannst jafnaðar- mannastjórn jafn sjálfsögð og mjólk og brauð. Og í 20 ár hefur Ingvar Carlsson forsætisráðherra helgað jafn- aðarmannaflokknum starf sitt og líf, og verið hægri hönd Olofs Palme á annan áratug. Og þótt sex ára stjórn borgaraflokk- anna vekti menn um stund til um- hugsunar um að til væru aðrar leiðri er óhætt að segja að mótsetningarna í sænskri pólitík sé litlar á alþjóða- mælikvarða. Miklar umræður fara fram milli flokkanna og staðan í sænskum stjórnmálum að undan- förnu — þar sem mjög mjótt hefur verið á mununum milli hægri og vinstri flokkanna — hefur orðið til Á P A L M E þess að málamiðlun og millivegir hafa oft verið valdir. Fátt bendir einnig til þess að borg- araflokkarnir muni hafa kraft til þess að koma jafnaðarmönnum frá. Mið- flokkurinn (Centern) er enn í lama- sessi eftir að leiðtogi hans og átrúnað- argoð Torbjörn Fálldin dró sig í hlé vegna ágreinings innan flokksins. Þjóðarflokkurinn (Folkpartiet) á enn fullt í fangi með að vera til og er rétt að jafna sig eftir að hafa verið að því kominn um tíma að lognast útaf. Eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem stendur föstum fótum í pólitíkinni er hægriflokkurinn (Moderaterna). En einir og sér fá þeir litlu áorkað gegn jafnaðarmönnum. Allt bendir því til þess að litlar sem engar breytingar verði í sænskri póli- tík og sænsku þjóðfélagi þótt Iitríkasti stjórnmálamaður þjóðarinnar sé fall- inn frá. Og ef til vill sýnir það einmitt styrk hans og stjórnarinnar, og þá festu sem ríkir í þessu gamalgróna velferðarþjóðfélagi, þar sem allt er í föstum skorðum, að lífið heldur áfram á sömu braut. Og þegar mesta sorgin og örvæntingin, og vonbrigðin yfir þessu helkalda höggi á hið opna, frjálsa þjóðfélag, eru um garð gengin, mun Svíþjóð á ný verða land frelsis og öryggis. Þetta er það þjóðfélag sem Olof Palme barðist fyrir og hann taldi það áhættunnar virði. Og það er ekki trúlegt að nein meiriháttar breyting verði í þeim efnum ef marka má orð Sten Andersson, utanríkisráðherra: „Strangari gæsla er ekki til neins. Það eru til glæpir sem við ekki getum var- ið okkur gegn, og aukinn öryggisbún- aður býður einungis upp á aukið of- beldi.“ BSRB-blaöið 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

BSRB blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.