BSRB blaðið - 01.04.1986, Qupperneq 39
T
koma á framfæri því sem við teljum að
séu hagsmunir þeirra sem í samtökun-
um eru?
ÁTÖK VIÐ AFKVÆMIÐ?
Margt bendir til þess að fyrirfram
gefin átök milli miðils og stjórnar, eða
eigenda hans, sé ástæðan til þess að
viðræður verkalýðshreyfingarinnar
um fjölmiðlamál hafa runnið út í sand-
inn. Hér ráða skammtímahagsmunir.
Langtímahagsmunir verkalýðshreyf-
ingarinnar eru þeir, að í landinu sé
fjölmiðill sem takmarkalaust dælir út
upplýsingum til fólksins í landinu.
Fjölmiðill, sem fyrir frumkvæði verka-
lýðshreyfingarinnar fær tækifæri til
þess að taka á málum, sem aðrir fjöl-
miðlar í landinu geta ekki gert vegna
hagsmuna þeirra sem standa að við-
komandi fjölmiðlum. Tilgangurinn
með sjálfstæðum fjölmiðli er ekki sá að
vera einhliða málpípa forystumanna,
heldur að tryggja óheft upplýsinga-
streymi og með starfsemi sinni stuðla
að því, að hér verði til þjóðfélag í anda
grundvallarhugsjóna verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Ef til vill óttast forystumenn verka-
lýðshreyfingarinnar, að íjölmiðill, sem
hreyfingin ræki yrði andlit samtak-
anna út á við og að þau sjónarmið og
efni, sem þar kæmi fram, yrði skil-
greint sem vilji samtakanna. Og að ef
ekki færu saman áherzlur fjölmiðils og
forystu, þá myndi forystan verða undir
út á við. Eða m.ö.o., að með því að
stofnsetja fjölmiðil, sem rekinn væri af
myndarskap, þá afsalaði forystan sér
einhverju af þeim völdum sem hún
hefur nú. Og vissulega kann að líta svo
út, ef til slíkra átaka kæmi og ijölmið-
illinn yrði sterkur. En gerir það bara
nokkuð til? Hefði verkalýðshreyfingin
ekki gott af því að Ienda í slíkum átök-
um við hugsanlegt afkvæmi sitt? Og
hefði afkvæmið — miðillinn — ekki
bara gott af því að lenda í deilum við
skapara sinn? Það er eðlilegt og lýð-
ræðislegt að menn takist á um hlutina
— og hafi á þeim skiptar skoðanir —
og það er gott fyrir verkalýðshreyfing-
una til lengri tíma litið, að sýna það og
sanna að hennar hagsmunir felast í
ópinni umræðu, frjálsum skoðana-
skiptum og hressilegri gagnrýni til
hægri og vinstri. Verkalýðshreyfingin
er eini aðilinn í þjóðfélaginu, sem get-
ur og á að beita sér fyrir lýðræðislegri
umræðu. í því felst styrkur hennar.
Þess vegna á hún að koma sér upp
frjálsum, sjálfstæðum fjölmiðli og
breyta valdahlutföllunum á Qölmiðla-
markaðinum í landinu.
RAGNAR BJÖRNSSON hf.
Dalshrauni 6 Hafnarfirði - Sími 50397
fyrir þá sem sætta sig ekki við það næstbesta
Þú þarft ekki að búa á enskum herragarði tii að geta leyft þér að prýða stofuna með
Chesterfield sófasetti. Það fer allstaðar vel. Og eitt getur þú verið viss um; það
kemur aldrei neitt annað í staðinn fyrir Chesterfield. Ef þú sættir þig ekki við það
næstbestaskaltu snúa þértil Ragnars Björnssonar hf. bólstrarasem í áraraðir hefur
framleitt Chesterfield sófasett úr viðurkenndu leðri - og á verði, sem þú ræður við.