BSRB blaðið - 01.04.1986, Síða 44

BSRB blaðið - 01.04.1986, Síða 44
hann þá ráði af svip Ríkharðs nú, svarar hann: Aö hér er honum ekki í nöp við neinn; vœri svo mœtti sjá þess merki í svipnum. Ríkharður sakar hann síðan um að gera galdrasamsæri með drottning- unni, móti sér, og krefst dauða hans: Höfuðið af! Við helgan Pál ég sver að hafna máltíð unz ég sé það sjálf- ur. BLÓÐUGSÓKN Örlög Hastings eru ráðin. En Rík- harður fer hér fram með fullkomna lögleysu og á þessu viðkvæma augna- bliki þyrfti varla annað til, en að einhver ríkisráðsmaður stæði upp og mótmælti, til þess að gera blóðuga sókn Ríkharðs til valda að engu. Slægðin, sem gegnsýrir þetta atriði er heillandi. Bokkinham spyr hvaða dag menn vilji að kóngurinn ungi verði krýndur. Utan úr salnum er lymska hans ljós, spurningin er gildra fyrir Hasting. En Eleyjar-biskup, í höndum Vals Gíslasonar slær vopnin úr höndum Bokkinhams með því að leggja til að kóngurinn verði krýndur að morgni. Bokkinham reynir að bjarga sér með að spyrja hver þekki hug ríkisstjórans, Ríkharðs, í þessu máli. Og enn þrosir Eleyjarbiskup ljúfmannlega og segir: Yðar náð tel ég viti helst hans hug. Þannig kemst Bokkinham í vandræði við að afneita öllum nánum kunnings- skap við Ríkharð. Kóngur fær fréttir af dauða bróður síns hertogans af Klarens. 44 BSRB-blaðið

x

BSRB blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.