BSRB blaðið - 01.04.1986, Síða 45

BSRB blaðið - 01.04.1986, Síða 45
■M ■ (í# En Hastingur tekur af andstæðing- um sínum ómakið og gengur í gildruna sjálfur með að bjóðast til að tala fyrir kóngs munn. Ríkharður kemur brosandi inn, ljómandi af góðmennsku. En þeirri grímu er svipt af, þegar með þarf, til að koma höggi á Hasting. Og kaldrana- legasti tónninn er svo sleginn af Rík- harði Ráðkleyfi, sem er settur til þess að drepa Hasting, þegar hann rekur á eftir fómardýri sínu: Komið nú! hertoginn skal brátt til borðs; fljót skriftamál! Hann heimtar höf- uð yðar. Og ríkisráðið, sem gekk út að kröfu Ríkharðs, og skildi Hasting eftir hjá böðlum sínum, er þar með orðið Rík- harði samsekt, og verður honum ekki frekari þröskuldur um sinn. Stanley jarl af Darrbæ er sá eini af höfuðpers- ónum leikritsins, sem lifir af. Hann varar Hasting vin sinn við, en þegar Hastingur sinnir viðvörunum hans engu, svíkur hann vin sinn líka, því það stoðar Hasting lítið þó Stanley verði tekinn af lífi með honum. Þess vegna segir jarlinn af Darrbæ, strax og ljóst er hvert stefnir á ríkisráðsfund- inum: Á morgun er að mínum dómi of Jljótt. Og hann gætir þess að horfa ekki fram- aní nokkum mann meðan hann segir þetta. En hann svíkur Ríkharð líka, um leið og tækifæri gefst, og gengur til liðs við jarlinn af Ríkmond, sem síðar BSRB-blaðið 45

x

BSRB blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.