BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 46

BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 46
verður Hinrik sjöundi, og stendur yfir höfuðsvörðum Ríkharðs. Ríkisráðsatriðið allt er margendur- tekið og skoðað. Leikstjórinn ræðir lengi við Helga Skúlason um hraðann í leiknum. Ríkharður rennir sér hér á þunnum ís, segir leikstjórinn, og má ekki gefa neinum tíma til að hugsa ráð sitt, því þá gæti hann misst allt út úr höndum sér. Það verður þess vegna að auka hraðann, Ríkharður vill að allt gangi sem hraðast fyrir sig nú. Rúrik Haraldsson veltir líka fyrir sér fram- komu jarlsins af Darrbæ í þessu atriði. Hann svíkur þar sinn helsta banda- mann og sleppur sjálfur úr bráðum háska. NÚTÍMALEGT LEIKRIT Þegar John Burgess leikstjóri heldur því fram, að leikritið Ríkharður III sé mjög nútímalegt leikrit, vitnar hann m.a. til böðlanna tveggja, þeirra Rík- harðs Ráðkleyfs, sem Sigurður Sigur- jónsson leikur, og Lúfa lávarðar, sem Hákon Waage leikur. Ríkharður notar þá til drápa einna saman. Þeir eru af aðalsættum báðir, en þeirra hlutverk er ekki að gefa ráð um stjórnmál, eða gegna öðrum erindum en að drepa þá menn, sem húsbóndi þeirra bendir á. Burgess líkir þeim við SS-menn, og bendir á, að 80% SS-manna voru há- skólamenntaðir menn af góðum ætt- um. Svo má geta þess að Ríkharður er í Rípajarl og Vöggur eru færðir til aftöku. Ríkharður syrgir Hasting. 46 BSRB-blaöið

x

BSRB blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.