BSRB blaðið - 01.04.1986, Side 50
í þessari grein verður gerð tilraun til
að stikla á stóru í þróun samningsrétt-
armálanna með nokkrum tilvitnun-
um, sem sýna mismunandi sjónarmið.
FYRSTU LÖGIN 1962
Fyrstu lögin um samningsrétt opin-
berra starfsmanna taka gildi árið 1962
og þá komu jafnframt inn ákvæði um
Kjaradóm.
Árið 1973 var lögunum breytt í það
horf „að heildarsamtökin fjölluðu um
launastiga og vinnutíma, en félögin
um röðun starfsheita og einstaklinga í
launaflokka. Verkfallsréttur gilti
hvorki um aðalkjarasamning né sér-
kjarasamning, og helst ranglætið í
samningunum 1974 og 1975.
Þá sáu menn að við svo búið mátti
ekki standa. Óánægja myndaðist með
kjaradóm. Svar BSRB hlaut að vera
krafan um verkfallsrétt“ (Tilvitnun úr
Ásgarði).
Árið 1975 ákveður formannaráð-
stefna BSRB að tilnefna ekki fulltrúa
BSRB í Kjaradóm né Kjaranefnd.
SÖGULEG STUND
Nú erum við komin að sögulegri
stund hjá BSRB. Samkomulag næst
við ríkisstjórn og Alþingi um verkfalls-
rétt vegna aðalkjarasamnings BSRB
fyrir ríkisstarfsmenn og bæjarstarfs-
mannafélög.
Hið nýfengna vopn var svo notað í
október 1977 og stóð fyrsta verkfall
BSRB í hálfan mánuð. Skarst þá veru-
lega í odda milli verkfallsnefndar
BSRB og nýstofnaðrar kjaradeilu-
nefndar. BSRB kom þá upp styrktar-
sjóði vegna verkfallsins.
VINNUSTÖÐVUN INAUÐVÖRN
Á næsta ári var framkvæmd vinnu-
stöðvun 1. og 2. mars til að mótmæla
aðgerðum ríkisstjórnar Ólafs Jóhann-
essonar. í ályktun stjórnar BSRB
vegna þessa máls segir m.a.:
„Vinnustöðvunin er algjör nauð-
vörn samtaka, sem meinað hefur verið
að semja við viðsemjendur sína á jafn-
réttisgrundvelli. Takist ekki að hrinda
þeirri árás, sem nú er gerð á nýfenginn
samningsrétt BSRB og aðildarfélaga
þess, þá virðist næsta tilgangslítið að
efna til viðræðna og samningagerðar í
framtíðinni við ríkisvald og sveita-
stjómir.“
AUKINN SAMNINGSRÉTTUR
BOÐINN, EN ...
Nú komum við að kaflaskilum, sem
enn er deilt um. Það var þegar ríkis-
stjórnin þann 23. mars 1979 (Qármála-
ráðherra Tómas Ámason) og BSRB ná
samkomulagi um aukinn samnings-
rétt. Sá böggull fylgdi skammrifi að
jafnframt myndi samninganefnd
- VIÐ GETUM SETT
VERKFALL í GANG -
„EN KJARADEILUNEFND RÆÐURGANGIÞESS"
SEGIR GUNNAR GUNNARSSON
KJARADEILUNEFND RÆÐUR
Við spurðum Gunnar Gunnarsson,
framkvæmdastjóra Starfsmannafélags
ríkisstofnana, hvert væri hans álit á
stöðunni í samningsréttarmálum opin-
berra starfsmanna. Hann sagði m.a.:
— Þetta mál er samofið uppbygg-
ingu samtakanna. Vandamálið í dag er
hversu mjög kjaradeilunefnd dregur úr
möguleikum okkar til að stýra verk-
fallsaðgerðum eftir okkar höfði. Við
getum sett verkfall í gang, en það er
kjaradeilunefndin sem getur hverju
sinni ákvarðað hvað telst stofna eign-
um, öryggi eða lífi manna í hættu.
Gunnar nefndi nokkur dæmi um
þetta. I verkfallinu 1977 fengu aðeins
16 lögreglumenn af um 700 að fara í
verkfall og aðeins 16 hjúkrunarkonur.
Þarna var fyrst og fremst um að ræða
fólk sem var lengst frá eldlínunni, þ.e.
fólk sem sinnti fyrst og fremst eftirlits-
störfum sem ekki skipti máli hvort
væru yfirgefin í styttri tíma.
— Aftur á móti voru stéttir eins og
kennarar og póstmenn með yfir 98%
þátttöku í verkfallinu 1984 og kennar-
ar voru um 43% allra þeirra sem fóru í
verkfall, þannig að meginþungi síðasta
verkfalls hvíldi á herðum kennara-
stéttarinnar.
— Andstæðingum aukins verkfalls-
réttar opinberra starfsmanna er auð-
vitað mjög í mun að verkfallsvopnið
sýni „gagnsleysi" sitt, enda tók ríkis-
stjórnin strax eftir verkfallið af okkur
þær kjaraþætur sem við náðum.
ÞÖRF Á RÝMRI
SAMNINGSRÉTTI
— Eftir að kennarar hafa gengið úr
okkar röðum eykst að sjálfsögðu þörf-
in á að fá rýmri samningsrétt, því að
við verðum að ná þeim rétti að við get-
um sjálf ákveðið hvaða starfsemi við
Gunnar Gunnarsson, SFR.
ætlum að stöðva og hvenær við teljum
það heppilegast.
— Það mun ekkert gerast í samn-
ingsréttarmálunum í sambandi við þá
samninga sem nú eru framundan, en
ég vænti þess að málið verði tekið
fljótlega til umræðu að samningum
loknum.
— Reyndar segja sumir að ef við
fáum fullan samningsrétt muni banda-
lagið liðast endanlega í sundur. Af
þessu má sjá að engar einfaldar lausnir
og enginn einn vilji er í þessu máli.
— Ég bendi á, að félög á borð við
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar,
Starfsmannafélag Akureyrar og Starfs-
mannafélag Neskaupstaðar, svo
einhver séu nefnd, hafa samningsrétt
um öll sín mál. Þau þurfa því ekki að
taka minnsta tillit til heildarinnar við
beitingu verkfallsvopnsins. Mér er til
efs að þeir hafi gert sér fulla grein fyrir
þessu.
50 BSRB-blaöið