BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 51

BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 51
Einar Ólafsson, SFR. BSRB „falla frá þeirri 3% grunnkaups- hækkun er taka átti gildi 1. apríl n.k.“ Meginatriði samkomulagsins var að ef sérkjarasamningar tækjust ekki, „skulu aðildarfélögin hafa verkfalls- rétt, enda verði verkfall þá boðað sam- tímis og frá sama tíma hjá öllum aðild- arfélögum BSRB, sem verkfall ætla að boða. Heimilt skal félögum í stað verk- fallsboðunar að vísa ágreiningi sam- kvæmt þessum lið til þriggja manna gerðardóms, þar sem samningsaðilar skipa einn mann hvor og Hæstiréttur formann. Á sama hátt getur ráðherra Ágúst Geirsson, FIS. eða sveitarstjóm, sem segir upp samn- ingum einhliða, lagt á verkbann eða skotið einstökum málum af þessu tagi til gerðardóms.“ Síðan segir: „Nefndarmönnum í Kjaradeilu- nefnd verði fækkað úr 9 í 5. Fjármála- ráðherra skipi tvo, BSRB tvo og Hæsti- réttur einn, sem sé formaður. Gildandi ákvæði í lögum, þar sem kveðið er á um hverjir megi fara í verkfall til að haldið verði uppi nauðsynlegri örygg- isgæslu og heilsugæslu verði gerð skýr- ari.“ Það er skemmst frá að segja að í kosningum valdi hinn almenni launa- maður 3% launahækkunina fram yfir þennan áfanga í samningsrétti BSRB. (4.510 sögðu nei og 2032 já af 10.216 á kjörskrá). ALLUR SAMNINGSRÉTTUR HJÁ FÉLÖGUNUM Menn eru enn að velta fyrir sér hvort þetta voru rétt viðbrögð. í Ás- garði í febrúar 1982 fjallar Ágúst Geirsson, þáverandi formaður Félags íslenskra símamanna, um samnings- réttarmálin: „Eg hef verið eindregið þeirrar skoðunar frá upphafi að hin einstöku félög ættu að hafa allan samningsrétt- inn, og þar með allan verkfallsréttinn á sínum höndum á sama hátt og ASÍ.“ Síðan segir hann: „Ýmsir hafa haldið því fram, að sjálfstæður samningsréttur til félag- anna geti orðið samheldni BSRB hættuleg og jafnvel stefnt framtíð þess í voða. Eg er algjörlega á öndverðum meiði við þá skoðun og tel þvert á móti, að slík breyting yrði líklegri til að halda bandalaginu saman en ekki, og bendi í því sambandi á reynsluna hjá ASÍ.“ Ágúst ræðir einnig af hverju menn vildu heldur 3% en þennan áfanga í samningsrétti, og telur að mönnum hafi þótt þessi réttur of takmarkaður. Ágúst hvetur síðan til ítarlegrar um- ræðu innan bandalagsins um þessi mál og mótun framtíðarstefnu. ERUM AÐ FÁ NÝJAR SENDINGAR AF LEDURHÚS- GÖGNUM B ÖRGm- Kúsqöqn Hreyfilshúsinu á horni Grensásvegar og Miklubrautar. Sími: 68-60-70 og 68-59-44 Úrvalið hjá okkur er meira en þig grunar

x

BSRB blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.