BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 52
Fyrsta verkfall BSRB var árið 1977. Þá lokuðust skólar og aðrar stofnanir rikisins ...
SAMNINGSRÉTTURINN
FLYTJIST TIL
AÐILDARFÉLAGANNA
í leiðara ágústheftis Ásgarðs 1984
kemur Kristján Thorlacius inn á þessi
mál og segir að BSRB geri nú þá kröfu
að bandalagsfélögin fái fullan samn-
ings- og verkfallsrétt um öll atriði
samninga.
„Samstaða allra starfshópa innan
BSRB er nauðsynleg til að ná árangri.
Sú samstaða verður að byggjast á fé-
lagslegu samstarfi innan heildarsam-
takanna, ekki lögþvingun. Á því bygg-
ist krafan um að samningsrétturinn
flytjist til aðildarfélaganna."
„ILLMÖGULEGT AÐ BEITA
VERKFALLSRÉTTINUM. .
Að síðasta verkfalli BSRB loknu
íjalla nokkrir BSRB félagar um lær-
dóm þann sem þeir drógu af verkfall-
inu. Kannski kemur það einna skýrast
fram í máli Þórdísar Sigurðardóttur,
hjúkrunarfræðings, hvaða vankantar
eru á verkfallsaðgerðum BSRB. Hún
segir:
„Mín persónulega skoðun er að
verkfallsréttur okkar félaga innan
BSRB sé svo takmarkaður að illmögu-
legt sé að beita honum. Ef við getum
ekki fengið þennan rétt okkar rýmkað-
an og á meðan kjaradeilunefnd hefur
alræðisvald til að úrskurða hvern sem
er til vinnu, og virðist ekki þurfa að
halda sig innan þess ramma sem til var
ætlast, þ.e.a.s. að sjá einungis um að
nauðsynlegustu öryggis- og heilsu-
gæslu sé fullnægt, þá tel ég verkfallsrétt
okkar of máttlausan og það taki of
langan tíma að hann nái markmiði
sínu.“
Nú fara erfiðir tímar í hönd hjá
BSRB því að kennarar eru á leið út og
telja að þeir geti náð betri samnings-
stöðu einir en sem hluti af BSRB.
Þetta veldur mörgum miklum áhyggj-
um og menn fara að rýna dýpra í stöð-
una en áður tíðkaðist. Einar Ólafsson
hefur verið opinskár í þessum umræð-
um og velt ýmsu fyrir sér. í nóvember-
hefti Ásgarðs 1985 eru birtir kaflar úr
ræðu hans á 33. þingi BSRB. Hann
hvetur þar til að skoðað verði gaum-
gæfilega skipulag og starfshættir sam-
takanna, þar á meðal fyrirkomulag
samningsréttar og verkfallsréttar.
„Er ekki miklu eðlilegra að samn-
ingsréttur og verkfallsréttur sé breyti-
legur eftir eðli einstakra félaga? Og að
hver hópur taki ákvörðun um verkföll
hver fyrir sig en ekki fyrir aðra,“ spyr
Einar, og segir einnig: „Það þarf að
kanna hvort ástæða sé til að skipu-
leggja félög opinberra starfsmanna upp
á nýtt í faggreinasambönd eða fag-
greinafélög, þar sem allir þeir sem
starfa við svipuð störf séu í sama fé-
lagi.“
Á 33.þingi BSRB, sem haldið var í
október 1985 er hvatt til gagngerðrar
endurskoðunar á samningsréttarmál-
um opinberra starfsmanna. Þar segir:
„Megin viðfangsefni í þeirri endur-
skoðun verði eftirfarandi:
1. Aðildarfélög BSRB fái fullan samn-
ings- og verkfallsrétt um öll kjara-
atriði, jafnt um aðalkjarasamning
og sérkjarasamning.
2. Félagsaðild starfsmanna í þjónustu
52 BSRB-blaðið