BSRB blaðið - 01.04.1986, Síða 58

BSRB blaðið - 01.04.1986, Síða 58
eftir Ögmund Jónasson Starfsmenn sjónvarps ákváðu það með lýðræðislegum hætti að leggja niður störf, þegar fjármálaráðherra neitaði að greiða októberlaun ríkisstarfsmanna stuttu fyrir boðað verkfall BSRB. VERKALÝDSBARÁTTA „ÞRIGGJA ÁRA FANGELSI" Sveinn R. Eyjólfsson, Hörður Ein- arsson, Ellert B. Schram og Jónas Kristjánsson — eigendur og ritstjórar DV — kærðu starfsmenn Ríkisút- varpsins til ríkissaksóknara fyrir að leggja niður vinnu dagana 1. til 3. okt- óber árið 1984. Það sama gerði félag frjálshyggjumanna. Þeir vitnuðu til lagagreinar þar sem kveðið er á um þriggja ára fangelsi. Og þeir vissu ná- kvæmlega hvað þeir voru að gera. Sjálfir höfðu þeir verið kærðir fyrir að koma á fót ólöglegum útvarps- stöðvum og Ieituðu nú ákaft leiða til þess að réttlæta lögbrotin, sem þeir höfðu framið í áróðurs- og ábataskyni, auk þess sem þeir reyndu að nýta út- varps- og sjónvarpsleysið í verkfalli BSRB til þess að hnekkja einkarétti Ríkisútvarpsins. Innan ríkisstjórnar- innar, í menntamálaráðuneytinu, og í útvarpsráði, áttu þeir dygga samheija, sem deildu með þeim hugsjónum og voru einnig staðráðnir í því, að nýta verkfall opinberra starfsmanna til hins ítrasta. Fljótt kom á daginn með hvaða hætti þetta skyldi gert. Séð yrði til þess að Ríkisútvarpinu yrði haldið lokuðu í verkfallinu og þannig skapaður jarð- vegur fyrir ólöglegan útvarpsrekstur eða þann anga „mannréttindabaráttu sem er hafinn yfir lítilsigldan orð- hengilshátt um lögbrot, rétt ríkisins til einhvers sem það getur ekki staðið undir,“ eins og Ellert B. Schram komst að orði við hlustendur sína. í verkfalli BSRB árið 1977 hafði út- varpi og sjónvarpi verið lokað að öðru leyti en því að haldið var uppi öryggis- vakt fyrir neyðarþjónustu og þegar Andrés Bjömsson útvarpsstjóri gerði tillögu um að sami háttur yrði hafður á nú, gripu frjálshyggjumenn í útvarps- ráði hana fegins hendi. Yfir þetta lagði hin ríkisrekna kjaradeilunefnd blessun sína. Ekki vildu þó allir sætta sig við þessa niðurstöðu og mörgum snérist hugur eftir að verkfallið hófst, svo sem útvarpsstjóra, eins og fram kemur í fundargerð útvarpsráðs frá 5. október. Þar segist hann vera orðinn því fylgj- andi að fréttaflutningur yrði hafinn að nýju hið fyrsta. STÆKUR ÁRÓÐUR - MIKILS METINN LÖGFRÆÐINGUR Þegar hér var komið sögu voru hin- ar ólöglegu útvarpsstöðvar frjáls- hyggjumanna farnar að senda út og blöskraði mörgum hve stækur áróður- inn var. Hinn 5. október hafði mynd- ast meirihluti í útvarpsráði fyrir því að opna fyrir fréttaflutning í Ríkisútvarp- inu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Markús Öm Ántonsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Jón Þórarinsson, reyndu hins vegar eftir megni að standa gegn því að undanþágur yrðu veittar fyrir fréttaútsendingum, og seg- ir meðal annars í bókun þeirra að „einstaka undanþágubeiðnir nú séu ekki til þess fallnar að stuðla að þeirri frambúðarlausn sem tryggi óhefta starfsemi Ríkisútvarpsins við aðstæður eins og þær, sem nú ríkja í þjóðlífinu.“ Þremenningarnir héldu sig við þessa stefnu verkfallið á enda, jafnframt því sem þau lýstu eindregnum stuðningi við afnám einkaréttar Ríkisútvarpsins og báru blak af hinum ólöglegu út- varpsstöðvum. í einni bókun Jóns 58 BSRB-blaðið

x

BSRB blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.