BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 64

BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 64
Kjartan Gunnarsson og Davíð Oddsson komu báðir við sögu er Radíó- Ragnhildur Helgadóttir sat í eftirlit landssímans hugðist nálgast útvarpssendinn í Valhöll. stóli menntamálaráðherra í október 1984. Markús örn Antonsson, Jón Þórarinsson og Inga Jóna Þórðardóttir voru fulltrúar Sjálfstaeðisflokksins í útvarpsráði þegar útvarpinu var lokað. Þetta létu starfs- menn Ríkisút- varpsins sér hins vegar í léttu rúmi liggja, enda voru í þeirra hópi deildar meiningar um framtíð útvarpsrekstrar á Islandi. Með aðgerðum sínum voru menn ekki að taka afstöðu til þessa heldur einfaldlega að taka þátt í lýð- rœðislegri rétt- indabaráttu, þeir voru ásamt þúsundum annarra ríkis- starfsmanna að mótmœla vald- níðslu ráða- manna. í þessu tilviki var það algert aukaatriði hver starfsvett- vangur þeirra var: Útvarp, eða sjón- varp, skólastofa eða Þjððleikhús. Mótmœlin áttu að sjálfsögðu ekkert skylt við löglegan, eða ólöglegan útvarpsrekstur. gæslumönnum að sinna skyldustörf- um sínum. Ráðherra póst og símamála fyrirskipaði starfsmönnum radíóeftir- litsins símleiðis, að hætta frekari af- skiptum af málinu og hverfa af vett- vangi. HVERNIG GAT ÞETTA GERST? Hvernig getur þetta allt saman gerst, spyrjum við — og það í réttarríki? Hér megum við aldrei gleyma því að í öll- um kerfum eru menn — líka í réttar- ríki. Og jafnvel þótt réttarríkið setji í lög margvísleg ákvæði og fyrirvara til þess að koma í veg fyrir misbeitingu valds, þá koma menn þar einnig við sögu. Það skiptir því miklu máli að þeir, sem gegna áhrifastörfum í stjórn- kerfi landsins hafi til að bera umburð- arlyndi og víðsýni. Lögum má mis- beita og þeir fyrirvarar, sem settir eru í lög, eru harla lítils virði, ef víðsýni skortir og skilning á anda laganna. . í annarri málsgrein 21. greinar um meðferð opinberra mála nr. 73/1973 segir: „Áður en saksóknari ákveður málshöfðun á hendur opinberum starfsmanni fyrir brot í starfi,skal hann jafnan leita umsagnar ráðuneytis þess, sem í hlut á. Ráðuneytinu ber að láta saksóknara í té rökstudda umsögn og tillögur, svo fljótt sem verða má.“ í svari menntamálaráðherra við málaleitan ríkissaksóknara um þetta efni er engan rökstuðning að finna, eins og boðið er í tilvitnaðri lagagrein. Engin tilraun er gerð til þess að stöðva aðförina að starfsmönnum Ríkisút- varpsins, eða eins og segir orðrétt í bréfi menntamálaráðuneytisins: „Ráðuneytið hefur fyrir sitt leyti ekk- ert við meðferð málsins að athuga og telur rétt að málið fái venjulega af- greiðslu lögum samkvæmt." Þetta eru vissulega alvarleg mál. Menn gera sér grein fyrir því bæði hér á landi og erlendis. Um þetta ber vitni fjöldi fyrirspurna og hvatninga, sem starfsmönnum útvarps og sjónvarps hafa borist frá ijölmiðlum og samtök- um launamanna hér á landi og erlend- is. Það vekur jafnan athygli þegar stjórnvöld reyna að leiða lýðræðislega kjarabaráttu til lykta frammi fyrir dómstólum. 64 BSRB-blaöið

x

BSRB blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.